Quantcast
Channel: Tinna – Fagurkerar
Viewing all 87 articles
Browse latest View live

Flutningar & framkvæmdir framundan – fyrirmyndir

$
0
0

 

Jæja þá er loksins komið að því að við Arnór fáum nýju íbúðina okkar afhenta á morgun, eftir langa bið!

Loksins, loksins, loksins erum við að flytja í íbúð sem er meira en nógu stór fyrir okkur.

Þetta verður í NÍUNDA skiptið sem við flytjum síðan við byrjuðum að búa saman í mars 2012! Úff sko, eins gott að við stöldrum við í nýju íbúðinni í a.m.k 10 ár, ég neita að flytja aftur næstu árin!

Þetta er s.s. þriðja íbúðin sem við kaupum, en fyrstu tvær voru litlar, sú fyrsta voru rúmir 50 fermetrar & önnur 62 fermetrar (þessi sem við erum í núna). Við vissum það alveg að þegar við keyptum okkur þessa íbúð á Völlunum fyrir rúmu ári að við myndum ekki stoppa lengi, eða allt að þrjú ár í mesta lagi. Vegna þess að íbúðin er lítil & aðeins með tveimur svefnherbergjum & við erum tvö fullorðin, tvö börn & tveir kettir 😉 

Ég er algjör fasteignaperri & í raun hefði ég átt að vera fasteignasali þar sem ég ligg án gríns inn á mbl.is á hverjum degi að skoða fasteignir sem eru til sölu í Hafnarfirði, bara af því að mér finnst það svo gaman!

Svo kom að því að ég sá þessa íbúð sem við erum að kaupa & þetta var greinilega ment to be. Ég var búin að sjá hana nokkrum dögum áður á sölu en mér fannst hún of dýr, og svo var hún farin út þannig það náði ekki lengra. En síðan kom hún aftur á sölu nokkrum dögum seinna & þá búin að lækka um 1M í verði þannig að ég hugsaði með mér að þetta gæti hugsanlega gengið upp.

Við fengum að skoða & hringdum svo í fasteignasalann 10 mínútum seinna & gerðum tilboð, sem var aðeins lægra en ásett verð & eigendurnir sögðu nei, þannig að við hugsuðum með okkur að ef þetta væri draumaíbúðin þá þýddi ekkert annað en að bjóða ásett verð, þannig við gerðum það & þau samþykktu.

Við vorum áður búin að skoða nokkrar íbúðir & bjóða í þrjár, en þessi fasteignamarkaður er svakalegur þessa dagana þannig að við fengum ekkert tilboð samþykkt (samt buðum við t.d. yfir ásett verð í eina af þeim!). En ég er svo fegin að við fengum hin tilboðin ekki samþykkt því þær voru allar með þremur svefnherbergjum en þessi sem við erum að kaupa er með fjórum, sem var alltaf draumurinn minn, en svoleiðis íbúðir eru mun sjaldgæfari.

Íbúðin sem við erum að kaupa er um 110 fermetrar & svo fylgir með 5 fermetra geymsla, samtals um 115 fermetar. Loksins verðum við með pláss & meira en það! En íbúðin á eftir að vera hálftóm þar sem við eigum eftir að þurfa að kaupa slatta af kommóðum & skenkum, en það er ekkert stress & verður bara gaman að koma okkur fyrir næstu mánuðina <3

Það sem við ætlum að gera í nýju íbúðinni er m.a: mála alla íbúðina, gera baðherbergið upp frá A-Ö, skipta um öll ljós, kaupa nýja gardínur í alla gluggana (frá Ali auðvitað;)), í eldhúsinu ætlum við svo að skipta um borðplötuna, helluborðið, háfinn, vaskinn, blöndunartækin, bakaraofninn, kaupa nýjar höldur & hugsanlega filma innréttinguna. En allt þetta ætlum við að gera á rúmum tveimur vikum eftir að við fáum afhent, eða já vonandi náum við því hehe..

Það eru fleiri hlutir sem við ætlum að gera en það verður að fá að bíða, t.d. þarf að klára vegg í stofunni & setja hurð fyrir fjórða svefnherbergið..

Þau sem áttu íbúðina eru búin að endurnýja rafmagnið í íbúðinni, skipta um allar hurðar, alla fataskápa & setja nýtt parket þannig að við erum mjög ánægð með það!

En hér koma fyrirmyndirnar & ég hlakka mikið til að sýna ykkur eftirmyndir!

 

 

0ae8d6046d13e793dab322cac35a60049ccc7bd6

Stofan. Hún er mjög rúmgóð & svo er fjórða svefnherbergið þarna til hægri út í enda.

 

41dfac9faeca8e690118628a9d58dc89502006fd

Baðherbergið. Ég er mjööög spennt að sýna ykkur eftirmynd af því!

 

bff209bac0c2847cdd97e12e39dc72b43df94b00

Eldhúsið.

 

Inked7079841505bffe4a85a65e5a7610bbae3891283a_LI

Hjónaherbergið.

 

Inkedd22c0a41abaada79a38eb89ac947d2f3cbd2c781_LI

Eitt af barnaherbergjunum.

 

2292db786a99afbb47ebe8230ada707aecdf8c6a

Gangurinn.

 

4ea7d14b38da339ef8bc5cebbd0c990b9d4d0462

Pallurinn. Okkur langar til þess að hækka framhliðina aðeins fyrir næsta sumar.

 

 

Ég ætla leyfa fylgjendunum mínum að fylgjast með allri herlegheitinni á Snapchat þannig að þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með svoleiðis megið endilega koma með í Snapchat partýið :)

 

19959092_10154892662749422_4851378528896000840_n 

Snapchat: tinnzy88
Instagram: tinnzy

TF


Að reyna vera góð mamma í gegnum erfiðasta tímabil lífs míns

$
0
0

Ég veit ekki alveg hvernig ég á að koma þessu frá mér….en ég missti pabba minn 18. júní síðastliðinn.

Hann var búinn að berjast í rétt tæplega tvö ár við krabbamein þegar hann kvaddi þennan heim, aðeins nýorðinn 54 ára gamall. Þann 23. júní 2015 breyttist líf mitt & ég hafði ekki hugmynd þann dag hvað það myndi síðan koma til með að breytast mikið & að ég myndi síðan missa pabba minn.

Þetta byrjaði allt saman eins & kom fram að ofan, kvöldið 23. júní 2015,  við vorum nýbúin að vera í mat hjá mömmu & pabba (eins & nánast annan hvorn dag) & mamma hringir í mig & segir mér að pabbi hafi fallið í gólfið & hefði fengið flogakast & sjúkrabíllinn væri kominn & farinn & væri á leiðinni upp á spítala.

Áður en þetta allt byrjaði um kvöldið var ég mjög spennt að fara heim eftir matinn hjá mömmu & pabba, því við Arnór vorum búin að taka hliðina af rimlarúminu hans Óla Freys & við vorum svo spennt að sjá hvernig það myndi ganga fyrir hann að sofa. Þegar mamma hringdi í mig þá breyttist það fljótt & ég brunaði upp á spítala.

Þarna var ég ólétt af Elínu Köru, komin 6 mánuði á leið & Óli Freyr var 18 mánaða.

Ég gerði mér eiginlega ekki grein fyrir því fyrr en núna eftir á að veikindi pabba höfðu mikil áhrif á mig sem móður. Alveg síðan pabbi veiktist & það kom í ljós að hann væri með ólæknandi sjúkdóm sem sigrar alltaf á endanum þá hefur líf mitt verið einn stór rússíbani. Ég vissi alveg að þetta væri allt saman að hafa mjög mikil áhrif á líf mitt en ég gerði mér ekkert endilega grein fyrir því að ég væri ekki sama mamman & ég hefði verið ef allt þetta hefði ekki verið í gangi.

Ég trúi því samt varla hvað það gerðist margt jákvætt & skemmtilegt líka á þessum tíma, ég & Arnór útskrifuðumst bæði úr okkar námum & héldum útskriftarpartý, við giftum okkur, héldum svo brúðkaupspartý 8 mánuðum seinna, við keyptum okkur íbúð & margt fleira.

Veikindin hans pabba voru mjög yfirgnæfandi í þessu öllu saman. Upprunarlega ætluðum við að gifta okkur 17. júní 2017, en ákváðum að gera það 26. ágúst 2016, því ég vissi að það væru miklar líkur á að pabbi yrði ekki með okkur ennþá 17. júní 2017 & í dag er ég rosalega þakklát að við drifum í þessu því pabbi var með okkur á stóra deginum & fyrir það verð ég alltaf ótrúlega þakklát & glöð með <3

En komum okkur að efni þessarar færslu….ég fór að spá í því allt í einu hvað þetta hefur haft mikil áhrif á mig sem mömmu. Ég man að áður en pabbi veiktist þá var ég súpermamma, ég var mjög þolinmóð gagnvart Óla Frey & hann var ekki nema 12 mánaða þegar við ákváðum að reyna aftur & mánuði eftir það þá var Elín Kara komin undir & ég gat ekki beðið. Ég var svo mikið til í þetta allt saman.

En það breyttist allt þegar pabbi veiktist. Fyrstu mánuðurnir voru svo sem „ok“ þar sem hann fékk ekki nákvæma greiningu fyrr en um 8 mánuðum eftir að hann veiktist & þangað til þá vonaði maður að þetta væri ekki svo alvarlegt. En eftir að nákvæm greining lá fyrir þá fór ég á google & það sem ég sá var ekki gott. Ég googlaði & ég googlaði & allar heimildir sem ég fann sögðu það sama. Þannig að ég vissi það að meðal lífslíkur eftir nákvæma greiningu væru um 14 mánuðir. Í pabba tilfelli voru þetta um 16 mánuðir.

Eftir að ég vissi það að þetta væri svona alvarlegt þá einhvernveginn breyttist allt. Þráðurinn minn var styttri, ég var minna þolinmóð gagnvart börnunum mínum & ég bara breyttist. Fór minna & minna að hugsa um útlitið & um sjálfa mig. Hætti að nenna neinu.

Fyrir utan það að ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er svolítið búin að loka mig af síðustu mánuðina, þá var það ekki fyrr en núna eftir að pabbi lést sem ég gerði mér grein fyrir því að síðustu mánuðirnir í lífi barnanna minna hafa verið frekar slæmir gagnvart þeim. En, ég veit alveg að það er skiljanlegt, en ég fékk samt sting í hjartað að hugsa til þess hvernig lífið væri búið að vera ALLT öðruvísi ef pabbi hefði ekki veikst. Við værum ein stór hamingjusöm fjölskylda núna í ferðalaginu sem við erum í, en í staðinn vantar pabba & ég er enn að reyna að læra lifa með þessu & ég á langt í land….

Það sem verst er, við vorum að flytja & fengum íbúðina okkar afhenta 15 júlí, aðeins tæpum mánuði eftir að pabbi lést, þannig að síðustu vikurnar hafa farið í flutningana & börnin enn & aftur ekki að fá næga athygli né skemmtunina sem þau eiga skilið í sumarfríinu sínu!

Núna næstu dagana verðum við fjölskyldan saman í útilegu & mitt eina markmið hérna er að hugsa um börnin mín, rækta sambandið mitt við þau & reyna að vera betri mamma & læra að lifa með þessari sorg sem býr í hjarta mínu en vera samt góð mamma á sama tíma.

Ég er alls ekki að segja að börnin mín hafi það ekki gott, þau er mjög hamingjusöm & fá alla mína ást & umhyggju, en samt sem áður er þráðurinn minn styttri & það er svo margt sem ég hefði viljað gera með þeim í sumar, t.d. fara í göngutúr daglega (það er eitthvað sem ég gerði alltaf þegar Óli Freyr var lítill en hætti þegar pabbi veiktist) , fara í Húsdýragarðinn, fara oft í sund & svo framvegis….

En ég veit að þetta virkar þannig að maður tekur einn dag í einu & ég er að gera það. Ég er enn á því stigi að þetta er það erfitt að mig langar oft bara að loka mig af inn í herbergi & fá frið öðru hvoru en ég veit að þetta mun vera auðveldara með tímanum.

Eitt veit ég, það er að ég elska börnin mín meira en allt í öllum heiminum & það er ekkert sem ég myndi ekki gera fyrir þau & þess vegna ætla ég að reyna taka mig á núna & reyna að komast á betri stað. Við lifum bara einu sinni & við verðum að reyna njóta lífsins á hverjum degi, alveg sama hvað það getur verið erfitt oft á tíðum.

Pabbi elskaði að lesa það sem ég skrifa, honum fannst ég svo góður penni & það er það sem hvetur mig áfram. Ég hafði hugsað mér að hætta að blogga & snappa & hætta bara yfirhöfuð að vera virk á samfélagsmiðlum. EN, ég veit að það er ekki það sem pabbi hefði viljað & því ætla ég að halda áfram.

Núna eru eflaust einhverjir sem eru að fylgjast með mér á Snapchat sem hafa hugsað með sér “vá hvað hún er bara hress miðað við aðstæður” , en ég hef sagt það áður & ætla segja það aftur, það sem fólk sér á Snapchat er það sem fólk kýs að setja þar inn. Ég kýs að vera ekki að koma inn á Snapchat þegar ég er leið (eða það er alveg einstaka sinnum) heldur reyni ég að nota snappið í allt það jákvæða & mér finnst það hafa hjálpað mér.

Ég er svo innilega tilbúin að kverðja árið 2017, en þó er margt spennandi sem á eftir að gerast áður en því lýkur: Elín Kara mín er að byrja á leikskóla núna 21. ágúst, ég & mamma erum að fara til Glasgow í sept, ég & Arnór förum í smá brúðkaupsferð til Belfast í okt….bara svo eitthvað sé nefnt! En árið 2017 er & verður alltaf árið sem pabbi dó. Ég ætla reyna eins & ég get að taka 2018 með trompi & njóta lífsins. 

 

 

Þangað til næst!

 

 kynning-20
Litlu gullin mín <3 

 

TF

Snapchat & Instagram: tinnzy88

 

 

 

Besta túnfisksalatið í bænum –ótrúlega hollt & gott

$
0
0

Ég var að byrja í svaka átaki núna 15. ágúst. Ég er með það skemmtilega markmið að ég ætla að missa 9 kíló á 9 mánuðum. Ef mér tekst það þá mun ég vera jafn þung & ég var áður en ég var mamma. Auðvitað skipta kílóin ekki öllu en þetta er eitthvað sem mig langar virkilega mikið að gera & ég má alveg við því að missa nokkur kíló :)

Síðustu tvö árin hafa verið mér mjög erfið & ég hef alltaf notað það sem einhverskonar afsökun fyrir því að leyfa mér að borða ógeðslega óhollt, sem er alls ekki nógu gott! Þannig að núna er ég að súpa seyðið eftir alla óhollustuna & ætla mér að komast í flott form fyrir sumarið 2018. Ég meina hey, ég verð þrítug á næsta ári & það er aldrei of seint að taka sig á! Betra seint en aldrei, right….? 😉

Allavega. einu sinni var staður niður í bæ sem hét að mig minnir Beyglubarinn, hann er því miður ekki til lengur sem er algjör synd, en þar var verið að selja alveg ótrúlega góðar beyglur. Á þessum stað smakkaði ég beyglu með túnfisksalati sem er einmitt efni þessarar færslu!
(Ok ég smakkaði ekki bara, heldur fékk mér svona beyglu mjög oft áður en staðurinn lokaði, mjög, mjög oft..)

Þetta túnfisksalat var svo ótrúlega gott að ég ákvað að reyna prófa gera það sjálf heima eftir að staðurinn lokaði & ég varð ekki fyrir vonbrigðum þó svo að ég segi sjálf frá. Ég var að gera þetta salat núna áðan, en hef aðeins gert það nokkrum sinnum áður & það er mjög langt síðan ég gerði það síðast, en núna er ég búin að “mastera” það & það er svo gott að það er fáránlegt, því það er svo hollt, það er nú ekki slæmt að háma í sig einhverju sem er bæði hollt & gott! 

 

Það sem þarf í þetta túnfisksalat:

3 egg

Jalapeno – ég setti c.a. 8 stór

1 túnfiskdós – ég nota túnfisk í vanti

Kotasæla – ég notaði c.a. hálfa stóra dollu

1 grænt epli (þessi súru, mmmm) – ég reyndar notaði bara hálft núna því þetta var risastórt epli

Krydd – venjulega nota ég Season all, en ég átti það ekki til núna þannig að ég notaði kjúklingakrydd & það var mjög gott

 

20953194_10154987978709422_2481267962403540681_n 20842141_10154987978634422_8540437776972328046_n 20841174_10154987978554422_8416866078025308814_n 20841177_10154987978459422_3709176872832367256_n 20914299_10154987978364422_8984164582632910735_n 20882516_10154987978289422_8053544180670185591_n 20840957_10154987978119422_912495785756781081_n 20799534_10154987977649422_795622626343271814_n

 

Þið þurfið eflaust enga aðferð, en það þarf bara að sjóða eggin, kæla þau & svo skera, síðan eru eplin & jalapenoin skorin niður & öllu blandað saman við kotasæluna & túnfiksinn & að lokum er kryddað.

Mér finnst þetta svo sniðugt því þetta er meinhollt & því tilvalið sem t.d. hádegismatur 1-2 í viku :) Svo er hægt að setja salatið á svo margt, núna setti ég það á 2x próteinbrauðsneiðar en svo er líka gott að nota hrökkbrauð & nánast hvaða kex sem er.

 

20799534_10154987977649422_795622626343271814_n

 

Verði ykkur að góðu & vonandi finnst ykkur þetta jafn gott & mér.

 

 

Fylgið mér á Snapchat, Instagram & Facebook: tinnzy88

 

 TF

 

Ég ætla að missa 9 kíló á 9 mánuðum

$
0
0

 

Með þessari fyrirsögn er ég ef til vill að koma mér í smá vandræði með því að vera með svona staðhæfingu, en mér bara skal takast þetta!

Eftir mjög mikið sukk & óhollustu núna í langan tíma, er komið að því að ég taki mig saman í andlitinu & komi mér í form. Ég veit vel að kílóin skipta ekki öllu máli, en þau skipta mig máli, því ég er of þung & staðan er orðin þannig að mér líður ekki vel í eigin skinni. Ég er s.s. 9 kílóum þyngri núna heldur áður en ég var mamma & þess vegna langar mig mjög að vera jafn þung (létt) & ég var þá. Einfaldlega því þá leið mér miklu betur í eigin skinni & þyngdin sem ég var í þá hentar mér bara mjög vel.

Ég byrjaði í átaki núna 15. ágúst & ætla vigta mig 1x í viku & skrá þetta allt saman niður. Að sjálfsögðu ætla ég að leyfa fylgjendum mínum að fylgjast með þessu öllu saman á Snapchat. Þetta er að meðaltali 1kg á mánuði sem ég þarf að missa til að ná þessu, en ég býst nú við því að fyrstu 3-4 kílóin verði fljót að fara en svo mun eflaust hægjast á ferðinni.

Ég er búin að vera að byrja & hætta í átaki núna í að verða tvö ár & alltaf gefst ég upp. EN, það ætla ég ekki að gera núna. Einfaldlega vegna þess að ég ætla að hætta að nota endalausar afsakanir fyrir því að hætta alltaf. Ég ætla að hætta þessari sjálfsvorkun & drullast til að standa mig loksins. Þann 15. maí 2018 ÆTLA ég að koma með bloggfærslu fyrir ykkur með fyrir & eftir myndum. ÚFF hvað það verður erfitt þar sem fyrirmyndirnar eru skelfilegar, en vá hvað eftirmyndirnar verða flottar 😉

Ef mér tekst þetta, ég meina ÞEGAR mér tekst þetta, þá verð ég komin í drullugott form þegar ég verð þrítug á næsta ári & verð 30 & fabulous! Ok róa sig, það eru rúmir 15 mánuðir í að ég verði þrítug…. & ég veit alveg vel að maður getur verið fabulous sama hvað maður er þungur en mér líður svo sannarlega ekki eins & ég sé fabulous núna vegna þessara aukakílóa!

Það sem mér finnst erfiðast við þetta allt saman er mataræðið. Ég gæti lifað á pizzum, samlokum & basically bara öllu sem er óhollt, en þetta virkar víst þannig að mataræðið er 80-90% af árangri & hreyfing er 10-20%. Mér finnst ekki leiðinlegt né erfitt að stunda hreyfingu en ég viðurkenni fúslega að ég á mjög erfitt með mataræðið. Því er ég með nammidaga á laugardögum þar sem ég leyfi mér að fá mér það sem ég vil. Ef ég væri ekki með nammidaga þá myndi ég gefast upp fljótlega & því hentar það mér rosalega vel að vera með nammidag 1x í viku, þá fæ ég að njóta þess að fá mér alls konar sukk & þarf ekki að fá samviskubit & svo stend ég mig auðvitað vel hina dagana & svindla ekki, heldur bíð ég alltaf spennt eins & lítið barn á jólunum eftir laugardögum..

Ég ætla vera dugleg að fara út að hjóla & í göngutúra áður en veturinn kemur en svo í svona nóv-des ætla ég að kaupa mér kort í ræktina & fara 3x í viku. Markmiðið er að hreyfa mig a.m.k. 3x í viku en ég er aðallega að leggja áherslu á mataræðið. Ég er dugleg að sýna á Snapchat hvað ég borða & deili stundum uppskriftum af einhverju sem er spennandi & gott. Einnig reyni ég að vera peppandi fyrir þær sem eru í svipuðum sporum & ég. Ég veit að það eru mjög margar stelpur sem eru í sama pakka, byrja í átaki & hætta í átaki aftur & aftur & aftur….en núna skal mér (& ykkur) takast þetta!

Langar að taka það fram að ég þoli ekki öfga. Ég borða bara venjulegan mat & reyni að borða ekki of stóra skammta. Mér finnst persónulega duft að öllu tagi vera óþarfi, ég veit alveg að það eru mjög margir ósammála mér en ég ætla ekki að taka inn neitt prótein eða neitt þannig, heldur ætla ég bara að einbeita mér að því að borða hollt & gott! 

Núna er ég búin að vera í átaki (tjah, átak, megrun, nýr lífsstíll..hvað sem þið vilið kalla þetta) í viku & það hefur gengið mjög vel & ég hlakka svo mikið til að sjá árangur, en geri mér þó grein fyrir því að ég þarf að bíða í smá tíma þangað til ég fer að sjá & finna mun á mér. 

 

#fyrirpabba

 

Endilega fylgist með mér á Snapchat & Instagram: tinnzy88. Ég ætla að halda áfram að vera dugleg að leyfa fólki að fylgjast með mataræðinu, árangri & já bara öllu saman eins & vanalega :)

 

TF

 

Ljúffengur & hollur nýrnabaunaréttur

$
0
0

Mig langar til þess að deila með ykkur alveg ótrúlega góðum nýrnabaunarétt, svona þar sem ég er öll í hollustunni þessa dagana 😉

Þessi réttur hefur lengi verið einn af mínum uppáhalds & meira segja þegar ég er ekki í átaki þá elska ég hann, þannig þetta er ekki eitthvað sem ég er að pína ofan í mig í átakinu, heldur þá er þessi réttur hreint út sagt ótrúlega góður!

Ég er hlynnt því að borða ekki of mikið af kjöti, ég tel það ekki gott fyrir okkur að borða of mikið af kjöti, en allt er gott í hófi. Þannig að þessa dagana er ég er að reyna að bæta fleiri grænmetisréttum við fæðuna & ég er með nokkra sem eru alveg að slá í gegn hjá mér & þar á meðal þessi. Ég var búin að lofa að gefa upp uppskriftina á Snapchat en ákvað að skella í færslu frekar, þar sem þá getur fólk alltaf nálgast uppskriftina :)

 

Langar að taka það fram að þetta er uppskrift frá mömmu sem hún fékk í matreiðslubók sem hún átti fyrir mörgum árum. 

 

21106696_10155015375344422_4307625472794886156_n

 

Það sem þarf:

1/2 Púrrulaukur (samkv. uppskriftinni sem ég er með eru settir 2 laukar, en ég set 1/2 púrrulauk – smekksatriði)

1 paprika (ég set rauða)

2 gulrætur

400 gr tómatar í dós

2 dl vatn

2 súputeningar

1 tsk paprikuduft

1 tsk chilliduft

2 tsk cumin

Salt & pipar eftir smekk

1 dós nýrnabaunir

kartöflur

hrísgrjón

vefjur

 

Pabbi minn var vanur því að kvarta þegar þetta var í matinn því hann vildi kjöt, þannig að mamma hafði oft kjúkling með þessu fyrir hann, sem er líka gott. Þá er kjúllinn bara skorinn & steiktur á pönnu & svo er honum bætt við. Allt spurning um smekksatriði :)

 

Aðferð

Byrja á því að sjóða kartöflur & hrísgrjón. Næst er allt grænmetið skorið niður & það steikt á pönnu & látið krauma í smá stund (ég reyndar steiki það bara í botninum á pottinum sem ég nota fyrir réttinn!). Næst mauka ég tómatana & bæti þeim ásamt grænmetinu saman í pott & síðan er öllu bætt við (2 dl vatn, 2 súputengingar, & kryddið) nema nýrnabaununum, þær fara út í síðustu 5 mínúturnar. Þegar kartöflurnar eru reddý þá þarf að kæla þær aðeins & taka hýðið af. Síðan sker ég þær niður & bæti þeim út í réttinn. Áður en nýrnabaunirnar fara út í þá er best að taka allt vatn úr dósinni & skola baunirnar í sigti. 

Rétturinn er borin fram í vefjum (sem ég hita aðeins í ofninum) & með hrísgrjónum.

 

21077324_10155015374684422_9089175907844796218_n

 

21105723_10155015375109422_6050075540157740865_n

21106350_10155015375134422_7737096023857798821_n

21231156_10155015375214422_518092004727173148_n

 

 

Verði ykkur að góðu & mér þætti æði að fá myndir frá ykkur á Snapchat þið sem prófið að gera réttinn :)

 

Þið finnið mig á Snapchat, Instagram & Facebook: tinnzy88

 

TF

 

 

 

Baðherbergið gert upp frá A-Ö. Fyrir- & eftirmyndir

$
0
0

 

Við fjölskyldan fengum nýjú íbúðina okkar afhenta 15. júlí síðastliðinn & við tóku framkvæmdir & make over fyrir íbúðina.

Við vissum það þegar við ákváðum að bjóða í íbúðina að það þyrfti að gera upp baðherbergið….eða okey það ÞURFTI ekki, en það var kominn tími á að fríska upp á það. Þannig að við ákváðum að fara all in & gera það fokhelt & gera allt upp á nýtt. Ég meina við höfðum gert það 1x áður fyrir tveimur & hálfu ári þannig að af hverju ekki að gera það bara aftur því það er svoo skemmtilegt að vera bað- & klósettlaus & gista annars staðar í tvær vikur……..en án gríns svo mikið þess virði, eftir á! 😉

Við erum búin að gera mjög mikið fyrir íbúðina á stuttum tíma en þessi færsla snýst bara um baðherbergið & svo kemur færsla seinna með fyrir- & eftirmyndum af allri íbúðinni.

Við keyptum allt sem þurfti fyrir baðherbergið áður en við fengum afhent því við vildum vinda okkur beint í það að byrja strax & við fengum afhent þannig mér fannst pínu spes að vera að versla fyrir baðherbergið áður en við fluttum inn því ég hafði bara skoðað það mjög stutt tvisvar sinnum & átti eina mynd. En sem betur fer klikkaði ekkert hjá okkur & við gætum ekki verið ánægðari með útlitið & útkomuna.

Við keyptum vörur fyrir baðherbergið aðallega í Bauhaus, Ikea & í Húsasmiðjunni. Við keyptum flísarnar í Bauhaus, innréttingarnar í Ikea & svo baðkarið, blöndunartækin, handklæðaofninn & þess hátt vörur í Húsasmiðjunni. Einnig skiptum við um gluggann sem var orðinn hálf slappur greyið.

Arnór braut niður flísarnar sjálfur en svo fengum við múrarameistara til þess að flísa & auðvitað pípara til að pípa 😉 En það sparaði okkur mikinn pening að Arnór tók flísarnar af sjálfur.

Ég hreinlega gæti ekki verið ánægðari með baðherbergið & ætla að leyfa myndunum að tala sínu máli. 

 

41dfac9faeca8e690118628a9d58dc89502006fd
Fyrir breytingarnar

 

21151458_10155020725959422_2175995888044496257_n
Verk í vinnslu. Þarna er búið að skipta um gluggann.

 

21105698_10155020725994422_539869339789108219_n
Allt að gerast!

 

21230762_10155023620119422_3053656583164528643_n
Nýi glugginn

 

21231658_10155023620689422_4236960291497042085_n
Búið að flísa & þá vantar bara baðtækin! 

 

21106558_10155023620054422_1726888629717096929_n
Marmara flísar, finnst þær æði! 

 

21151195_10155023619944422_8413392516645289519_n
Handklæðaofninn kominn upp. Áður var venjulegur ofn niðri þannig það þurfti að brjóta upp í steypuna.

 

 21151217_10155023619819422_7867565958878124213_n
Komin með upphengt klósett & aðeins búin að sjæna flísarnar! Mig hafði dreymt um að eignast þessar flísar í nokkur ár & er alveg rosalega ánægð með þær <3

 

21192950_10155023620084422_784620259158609017_nLoftlistinn

 

21151538_10155023622009422_7004644815797487249_n
Sturtan góða. Við Arnór erum ekki baðfólk en settum bað fyrir börnin, en þessi sturta er draumur!!

 

21106868_10155023619769422_4126062762068087795_n

21150370_10155023622134422_7146891569594693725_n

 

21191937_10155023620164422_5389726548104564082_n

 

21106869_10155023619869422_5814709876988994512_n

 

21106687_10155023623839422_7240319393306154284_n

21125723_10155023623079422_284854110722791669_o Lokaútkoman

 

Það er tvennt sem mig langar að nefna við ykkur sem eruð í framkvæmdagír: reynslan mín er sú að þetta tekur alltaf lengri tíma en maður heldur & kostnaðurinn fer alltaf langt yfir áætlun. Það er allavega mín reynsla eftir að hafa nú gert upp tvö baðherbergi. Ég er alltaf með nákvæmt skipulag hvað varðar fjármál & var búin að gera ítarlegan lista með áætluðum kostnaði & fannst ég gera alveg rúmlega alls staðar en svo bara kemur upp aukakostnaður hér & þar. T.d. vorum við með tilboð frá flísara, en föttuðum svo ekki að bæta ofan á það öllu efninu sem hann notaði & þurfti að kaupa. Bara smá tips sem gott er að hafa í huga :)

 

 

Fylgið mér á Snapchat & á Instagram: tinnzy88

 

TF

 

Glasgow tips

$
0
0

Ég var að koma heim úr níundu Glasgow ferðinni minni fyrir nokkrum dögum. Ég fór fyrst árið 2006 & hef farið árlega síðan, fyrir utan 2007, 2008 & 2015. Það er óhætt að segja að ég ELSKA Glasgow & finnst alltaf skemmtilegasti partur ársins að fara þangað. Ég er ekki að fara í menningarferð þegar ég fer þangað heldur verslunarferð. Þá meina ég bókstaflega verslunarferð þar sem við verslum frá því búðirnar opna & þangað til þær loka. Við erum nokkrir hópar sem höfum farið saman en við höfum verið frá 3-8 manns. Ég hef alltaf farið með mömmu en svo er misjafnt hverjar hafa komið með hverju sinni. Þetta er alltaf jafn ótrúlega gaman <3

 

4240_78612629421_5414421_n
Ég & mamma í fyrstu Glasgow ferðinni minni árið 2006.

 

Ég sýndi frá öllu sem við gerðum á Snapchat þarna úti & ég veit að það eru mjög margar á leiðinni til Glasgow á næstunni sem bíða spenntar eftir þessari færslu & ég vona að þið munuð getað notað margt sem ég segi frá úti.

Ég kaupi alltaf flest allar jólagjafirnar & einnig föt á mig, börnin & Arnór. Þannig það mætti segja að ég „binge shoppi“ þarna einu sinni á ári 😉 Ég versla ekkert rosalega mikið á Íslandi vegna þess að það er ekki einu sinni hægt að reyna bera verðin saman. Við erum að tala um það að fötin sem ég er að versla þarna úti eru um 2-3x ódýrari þar heldur en hér heima.

 

1935090_149251059421_923589_n
Glasgow 2009, verið að fara yfir kaup dagsins.

 

Allavega, við skulum koma okkur að efni þessarar færslu, sem er m.a. hvar skal versla í Glasgow?
(fyrir þá sem vilja versla flott & góð föt, á góðu verði & eru ekki bara að spá í merkjum)
En svo ætla ég auðvitað líka benda ykkur á hvar er gott að borða & fleira sniðugt.

 

1376640_10151703003859422_1995193865_n
Glasgow 2013, fórum átta saman það árið.

 

Þær búðir sem ég versla helst í eru:

Primark – mjög ódýr búð & mér persónulega finnst barnafötin þarna vera ÆÐI, þau endast endalaust & eru bara fáránlega ódýr að maður trúir því varla. Ótrúlega flott föt á góðu verði. Kaupi líka slatta á mig & Arnór þarna. Keypti t.d. úlpu á Óla Frey núna á 14 pund! Við erum að tala um ótrúlega flotta & góða úlpu fyrir veturinn, hef nokkrum sinnum átt úlpur þaðan, bæði ég & börnin & þær eru æðislegar, mæli 100% með þeim.

H&M – alltaf flott & allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. H&M er dýrari en Primark en samt sem áður alls ekki dýr búð!

Matalan (er ekki á verslunargötunni heldur á móti Jurys Inn hótelinu, c.a. 2 mín labb frá verslunargötunni) – þessi búð er í miklu uppáhaldi hjá mér. Barnafötin þarna eru dásamleg & ég versla einnig mikið á mig & Arnór þarna. Svo er líka heimilisdeild & ég hef keypt sængurverasett & alls konar, margt annað en bara föt. Mjög ódýr búð, svipað ódýr & Primark, kannski örlítið dýrari.

Asda (opin allan sólarhringinn & er á Helen street) – þetta er búðin sem vakti hvað mesta athygli á Snapchat þegar við fórum þangað, því hún er ekki á verslunargötunni & það þarf að taka taxa þangað sem tekur um 10 mínútur. Þessi búð er frábær & það verða allir að fara þangað sem fara til Glasgow að versla! Við erum vanar að fara þangað eitt kvöldið þegar hinar búðirnar eru búnar að loka. Þessi búð er mjög ódýr, í svipuðum verðflokk & hinar sem ég versla í. Á efri hæðinni eru fötin, s.s. fyrir karla, konur & börn. Ég hef ekki verslað mikið á mig í þessari búð en þó eitthvað & þá aðallega nærföt, þau eru ótrúlega ódýr en mjög flott & góð. Ég kaupi mikið af barnafötum þarna og hef líka keypt föt fyrir Arnór & þá helst boli, sokka & nærbuxur. Þessi búð er eins & Hagkaup á sterum. Á neðri hæðinni eru matvörur & alls kyns heimilisvörur ásamt dóti. Ég mæli sérstaklega mikið með dótadeildinni, hún er rugl ódýr, rosa flott dót & flott merki eins & t.d. Fisher Price & þess háttar & verðið er bara grín. Ég keypti núna rosalega mikið af dóti í Asda! T.d. fær Elín Kara Blíðu & Blæ í afmælisgjöf sem ég keypti þarna, stór kassi með þeim í, ásamt töfrateppinu sem svífur & er með hljóði & alls konar sniðugu & ég borgaði 20 pund fyrir þetta & þetta er frá Fisher Price & er mjög veglegt dót! Já, ég mæli mjög mikið með Asda, þið verðið ekki fyrir vonbrigðum. 

Deichmann (skóbúð sem er alveg efst á verslunargötunni) – yfirleitt kaupi ég mér um sjö skópör þegar ég fer út. Stóð mig ekki eins vel núna & keypti mér bara tvö pör. En, Deichmann er uppáhalds skóbúðin mín þarna úti, það ætti ekki að koma ykkur neitt á óvart en þetta er ódýr skóbúð en þessir skór sem eru til sölu þarna eru oftast mjög flottir & fáránlega mikið úrval. Ég á t.d. tvö skópör þaðan sem ég keypti fyrir fjórum árum & hef notað þau mjög mikið & geri enn & það sér ekki á skónum! Það eru alls konar merki þarna eins & t.d. Nike & Adidas, ásamt fleiri merkjum.

Sports Direct – mjög góð búð & flott verð. Hef alltaf keypt eitthvað þarna, kaupi oft skó, bæði á okkur Arnór & á börnin. Svo hef ég keypt íþróttaföt á okkur þarna líka. Öll helstu merkin eru þarna eins & t.d. Nike, Adidas o.s.frv.

New Look – hef alltaf verslað eitthvað í þessari búð, hún er svipuð & Top Shop myndi ég segja, bæði hvað varðar fötin & verð. Flott föt & alls konar fallegir hlutir líka, núna keypti ég mér t.d. engin föt þarna, heldur seðlaveski, tösku, ananas sem er svona hvítur með ljósi, ásamt heimskorti.

Next – mér finnst Next alltaf flott þarna úti & hef alltaf keypt nokkrar flíkur á mig þarna & líka á börnin. Next er aðeins dýrari en t.d. Primark en samt alls ekki dýr búð að mínu mati.

Debenhams – þessi búð er á alvarlegum sterum þarna úti, hún er á nokkrum hæðum & það er vel hægt að eyða miklum tíma þarna inni. Við mamma versluðum mikið í Ted Baker deildinni núna, ekki ódýrustu fötin sem við versluðum en ó, svo falleg. Ég finn líka oft mikið af flottum nærfötum á mig þarna.

Superdrug & Boots – þetta eru æðisleg apótek, stútfull af snyrtivörum & alls kyns sniðugum vörum. Það er t.d. 3 fyrir 2 af flestum snyrtivörum í Superdrug, maður getur gert fáránlega góð kaup, fyrir utan það að verðið á sumum snyrtivörum þarna er hlægilegt miðað við hérna heima.

 

Þetta eru svona helstu búðirnar sem ég versla í þarna úti. Ég versla alveg í fleiri búðum, en þó mest í þessum sem ég fjallaði um. Verslunargatan er eins & „L“ í laginu & á henni eru tvö moll. Annað heitir Buchanan Galleries & hitt St. Enoch. Í báðum mollunum & á verslunargötunni eru fullt af búðum sem við förum alltaf í & verslum hér & þar. Margar af þessum búðum sem ég talaði um eru á tveimur eða fleiri stöðum á verslunargötunni eins & t.d. Primark, H&M & Sports Dircet.

 

73141_445953989421_2530289_n
Amma & mamma hressar í Primark árið 2010.

 

304030_10150330168324422_81603873_n
Ég meina, maður á aldrei of mikið af skóm. Glasgow 2011. 

 

21740310_10155061979189422_7565991492007165008_n
Það er óhætt að segja að við misstum okkur í Asda í ár..

 

Það er eitt sem mig langar að benda á varðandi búðirnar, t.d. eins & Primark. Það þarf að þræða búðirnar 😉 Maður gæti auðveldlega labbað hratt í gegnum konudeildina í Primark & sagt bara „Æ komum það er ekkert flott hérna.“ Ég skoða allt & þá meina ég allt, maður þarf oft að skoða vel inn á milli til að finna eitthvað flott. En ég á nú reyndar aldrei neitt erfitt með að finna mér dót til að versla sko hehe, en aðrir eiga það til kannski að horfa & dæma t.d. ef það eru gínur uppi í ljótum fötum, þá þarf bara að horfa framhjá því & fara að gramsa!

 

297152_10150330179194422_16203526_n
Svona var ástandið 2011, skelfilegt, en maður finnur samt alltaf eitthvað við hæfi þegar maður þræðir búðirnar almennilega 😀

 

Jæja þá er ég búin að segja ykkur aðeins frá uppáhaldsbúðunum mínum & þá er komið að nokkrum öðrum sniðugum ráðum:

Uppáhalds hótelið mitt er Jurys Inn. Maður er í 2-3 mínútur að labba á verslunargötuna þaðan. Ég hef verið á þessu hóteli í 7 af 9 skiptum þegar ég hef verið í Glasgow. Við höfum þá alltaf keypt pakkaferð hjá Icelandair þar sem pakkinn inniheldur flug, hótel & morgunverð. Þetta er mjög fínt hótel, góð staðsetning og alltaf góður morgunmatur. Ég mæli með því að þegar þið mætið á hótelið að biðja um herbergi að framanverðu en ekki bakvið húsið! Það er lestarstöð bakvið húsið & einu sinni lentum við í herbergi neðarlega að aftan & við Íslendingarnir erum nú ekki vön látum í lestum þannig ég svaf ekki vel fyrstu nóttina & við fengum að skipta um herbergi & það var ekkert mál.

Ég er alltaf í Glasgow í fjórar nætur. Þá er ekkert stress í gangi heldur hefur maður nægan tíma. Ég hef verið í þrjár nætur & mér fannst það ekki nóg, en þetta er auðvitað persónubundið en við mamma erum með þetta þannig að við plönum ferðina langt fram í tímann & við viljum vera í fjórar nætur.

Ég mæli með því að taka flugfreyjutöskurnar með að versla! Það er endalaust hægt að troða í þær & það er bara allt annað líf að setja pokana þar ofan í, í staðinn fyrir að halda á þeim & þurfa alltaf að leggja þá frá sér. Svo förum við 1-3x yfir daginn upp á hótel að „droppa“ pokum úr töskunni.

TaxFree. Það munar alveg um það að safna TaxFree. Athugið samt að það er enginn skattur á barnafötum þarna úti þannig að maður fær ekki TaxFree af þeim, en samt sem áður fær maður af öðru & margt smátt gerir eitt stórt. Eini gallinn er að það er leiðinlegt að fylla þetta út, en svo setur maður bara pappírana í póstkassa á flugvellinum áður en maður fer heim.

Ég hef nokkrum sinnum farið í bíó í Glasgow, það er æði! Ég elska að fara í bíó & hvað þá í Glasgow. Þetta er risastórt bíó á einhverjum sex hæðum. Bíóið heitir Cineworld & er staðsett ofarlega rétt fyrir utan verslunargötuna aðeins til hliðar (þið verðið bara að setja þetta í Maps hehe).

Við kíktum til Edinborgar í fyrra. Það tekur minnir mig u.þ.b. hálftíma að fara með lest þangað frá Glasgow. Edinborg er mjög fallegur staður & gaman að kíkja þangað. Við erum hins vegar svo miklir verslunarsjúklingar að við bókstaflega kíktum í Primark & H&M þegar við fórum þangað. En löbbuðum alveg alla lengjuna þarna & skoðuðum í kringum okkur þannig þetta var skemmtileg upplifun & tilbreyting að kíkja þangað.

Ég mæli með að kaupa aukatösku (bara á leiðinni tilbaka)! Ég var núna með tvær stórar töskur & svo flugfreyjutöskuna. Það munar alveg um það að vera ekki að troða öllu í eina tösku. Við kaupum alltaf aukatösku áður en við förum út & hún kostar um 5 þús á mann.

Varðandi mat þá finnst mér almennt allur matur góður í Glasgow, það er sama hvaða stað við prufum, alltaf er maturinn góður. En það eru þrír staðir sem mig langar að mæla með. Fyrst & fremst er það Indverskur staður sem heitir Mother India (passa sig að fara á réttan stað, það eru minnir mig þrír staðir sem heita Mother India þarna úti & hinir tveir eru kaffihús & bar! Gatan heitir: 28 Westminster Terrace). Það þarf að taka taxa þangað sem tekur u.þ.b. 10 mínútur. Við borðum alltaf þarna & þessi matur er sjúkur & þarna fæst besta hvítlauksnanbrauð í heimi! Þið bara verðið að prófa, ATH það þarf að panta borð! Síðan langar mig að mæla með Pizza Hut! Það er algjör snilld að kíkja á Pizza Hut eftir langan verslunardag, ef maður nennir ekki að fara eitthvað fínt út að borða. Pizzurnar þarna eru mjög góðar & þjónustan alltaf top nice. Hann er í tveggja mínútna göngufæri frá Jurys Inn, rétt hjá verslunargötunni. Að lokum er það kaffihúsið Costa. Við höfum alltaf farið mikið þangað & keypt okkur muffins, samlokur & drykki. Costa er út um allt í Glasgow.

 

67416_445954639421_4060750_n
Stuð úti að borða, árið 2010.

 

21751765_10155061983564422_6282976030821162992_n
Útsýnið út um hótelherbergisgluggann var ekki slæmt þetta árið :)

 

10686652_10152396976379422_2033679152526706499_n
Það var árið 2014 sem ég fékk Snapchat sloppinn minn fræga :’)

 

21742985_10155061979329422_437509463395658553_n
Maður verður að næra sig vel fyrir langan verslunardag!

 

21731057_10155061982869422_6859149349821751515_n
Það er alltaf tími fyrir ís!

 

21740308_10155061980114422_2360011726754267630_n
Það er svo sannarlega alltaf tími fyrir fíflaskap í Glasgow!

 

 316597_10150330159099422_246440847_n
Við Arnór í Glasgow 2011 :)

 

298389_10150330177544422_165617741_n
Mamma & ég á uppáhalds Mother India árið 2011 <3 

 

300981_10150330164829422_1334082994_n
Amma & Arnór, þarna vorum við á tælenskum veitingastað :)

 

248896_10151163911379422_1498427753_n
Það er alltaf búningapartý í Primark

 

64677_10151163919794422_1764093572_n
Þetta var mikið challenge, en tókst á endanum. Vá hvað við hlógum mikið þarna.

 

390227_10151163920469422_1050877344_n
Þetta tók sinn tíma.

 

1383693_10151703003384422_2086468124_n
Maður lætur ekkert óléttuna stoppa sig 😉 Var komin rúma fimm mánuði á leið þarna, árið 2013.

 

14344928_10154027498959422_5582655820712546793_n
Glasgow 2016.

 

14370049_10154027498554422_1324927759874130821_n
Maður veit aldrei hvernig dagurinn endar í Glasgow. Þarna erum við óvart mættar á djammið á teknó stað haha..

 

314043_10150330155849422_963038992_nHaha, mamma, Arnór & amma.

 

Núna koma nokkrar myndir af því sem ég verslaði núna úti, það vantar samt allar jólagjafir á myndirnar & jóla- & afmælisgjafirnar hans Arnórs.

 

21728333_10155061984079422_7393546826442070856_n
Alls konar make up dót & glingur. 

 

21728235_10155061983804422_2563002708159438869_n
Fötin sem ég keypti á börnin mín tvö.

 

21752488_10155061983899422_85074240781987668_n
Langaði bara aðeins að sýna ykkur þetta. 7 samfellur saman á 7 pund!!!! Sem gerir um 140 kr samfellan. Primark núna árið 2017.

 

21728517_10155061983924422_1656169393918360850_n
Dót & fleira fyrir börnin.

 

21740521_10155061984109422_7954902940279021183_n
Það sem ég verslaði á mig. Ef vel er að gáð má sjá tvo ketti á þessari mynd 

 

21752398_10155061984129422_1410432004067687077_n
Það sem Arnór fékk þegar ég kom heim. 

 

 Jæja þá hafið þið fengið smá innsýn í Glasgow ferðirnar mínar & ég vona að þið getið notað tipsin mín. Já talandi um tips, þá á að gefa tips í Glasgow fyrir ykkur sem ekki vita! Ég gef Glasgow allavega öll mín meðmæli fyrir fólk sem er að fara í verslunarferð! Annars erum við Arnór að fara til Belfast í október í smá brúðkaupsferð & ég hreinlega get ekki beðið. Ég hef farið 2x til Englands, 9x til Skotlands & loksins fer ég til Írlands & er þá búin að taka Bretland vel í nefið. Ég ætlaði að setja fleiri myndir inn en þær eru svo ótalmargar í viðbót sem mig langar að hafa með þannig hér koma þær fyrir neðan í smá svona myndasyrpu.

 

283367_10151163911129422_1215408175_n 302046_10150330176414422_2146987611_n 309090_10150330181289422_472403205_n 310478_10150330166559422_1113028835_n 311877_10150330161259422_839927881_n 316861_10150330171274422_974913395_n 399369_10151163910894422_2019061949_n 481760_10151163910189422_928773518_n 531155_10151163910474422_1129220487_n 546778_10151163918844422_1489954716_n 559032_10151163910084422_1146757681_n 563643_10151703000109422_631125807_n 598606_10151703002969422_682411735_n 604137_10151163915674422_1511224814_n 1011790_10151703000164422_553203127_n 1384142_10151703001234422_1125583927_n 10517451_10152402074344422_6308954363784195339_n 10632651_10152399549954422_3648681012997021784_n 10659180_10152399549899422_1121743178357213427_n 10698401_10152396977839422_8962940585899940230_n 10703874_10152397682109422_6173697621856128346_n 14332922_10154027497539422_1686286939736613649_n 14333055_10154027496864422_7005174228985252772_n 14359071_10154027496799422_4160022658219645168_n 14370188_10154027496109422_6066371935775561206_n 21728038_10155061981339422_7362643072567242718_n 21728068_10155061981499422_3549578356257636522_n 21730825_10155061979539422_3342918824278313307_n 21730902_10155061979149422_7726097238786116871_n 21740321_10155061981749422_3532087856592856182_n 21740678_10155061982614422_7261303972503614019_n 21751788_10155061979994422_2196853370243636252_n 21740504_10155061980529422_1985819033074349367_n 21751941_10155061979389422_5489125948170517154_n 21761599_10155061983739422_4531981585149751586_n 21761653_10155061979464422_5849899881144948342_n

 

Góða skemmtun í Glasgow & happy shopping! :)

 

Fylgist með mér á Snapchat, Instagram & Facebook: tinnzy88

 

TF

 

 

Crepes – ljúffengur kvöldmatur & einfalt að útbúa

$
0
0

Ég byrjaði að elska crepes fyrir mörgum árum þegar ég smakkaði það fyrst á Adesso í Smáralindinni. Síðan þá hef ég farið þangað & fengið mér svoleiðis öðru hvoru og það er alltaf jafn gott.

En fyrir nokkru síðan datt mér í hug að prófa að leika þetta eftir heima. Það sem kom rosalega mikið á óvart er hversu auðvelt er að gera þetta heima, svo er þetta líka alveg jafn gott heimatilbúið. Ég mæli klárlega með því að smakka crepes á Adesso, en í þessari færslu langar mig að deila því með ykkur hvernig ég geri crepes heima.

Þetta er súper einfalt & ótrúlega gott, klikkar ekki! Ekki skemmir fyrir að þetta er ódýr matur. 

Ég hef sýnt tvisvar sinnum frá því á Snapchat þegar ég geri crepes & í fyrra skiptið deildi ég uppskriftinni þar inni, en ég gerði þetta aftur í síðustu viku & ákvað að gera færslu í þetta skiptið. Ég sendi þó nokkrum uppskriftina sem báðu um hana & mér finnst alltaf jafn gaman þegar fylgjendur mínir senda mér mynd af mat sem þeir gera út frá uppskriftum sem ég sendi þeim! <3

 

Screenshot_20170519-192053

21768215_10155083553189422_1663538347619358480_n

21764766_10155083553154422_5387293398849473552_n

21765292_10155083553344422_8415342798838199757_n

21687953_10155083553349422_706270452632671775_n

Nokkrar crepes myndir frá fylgjendum :) 

 

 

Hér kemur uppskriftin: Crepes fyrir fjóra:

2 egg

¼ tsk salt

1 bolli hveiti

1 tsk lyftiduft

2 msk smjör (bræða)

1 bolli mjólk (ég nota fjörmjólk eða léttmjólk)

 

Mjólk & eggjum blandað saman & síðan eru þurrefnunum bætt út í & að lokum smjörinu (bræða það fyrst). Síðan eru pönnukökurnar steiktar á pönnu. Mér finnst langbest að setja svo hrísgrjón, steikta skinku með osti ofan á (gott að setja svo season all ofan á ostinn), papriku & púrrulauk í pönnukökurnar (ég steiki ekki grænmetið) & svo að lokum hvítlaukssósu (ég nota frá E.Finnsson eða Bónus). 

Það er hægt að setja nánast hvað sem er í pönnukökurnar en þetta er það sem mér finnst best, um að gera prófa sig áfram :)

 

Verði ykkur að góðu, endilega sendið mér mynd á Snapchat svo af meistaraverkinu ykkar!

 

21765148_10155083554469422_2066833309014282944_n

 

Þið finnið mig á Snapchat, Instagram & Facebook: tinnzy88

 

TF

 

 


Flutningsævintýrið okkar – fluttum 9x á rúmum 5 árum

$
0
0

 

Við Arnór byrjuðum að búa saman í mars 2012, þá var hann 20 ára & ég 23 ára & við vorum búin að vera saman í tæpt ár. Við vorum ótrúlega spennt að byrja að búa saman, en þarna höfðum við ekki hugmynd um hversu oft við ættum eftir að flytja næstu rúmu 5 árin!

Við fluttum inn í litla sæta íbúð í Hafnarfirðinum, ég sakna hennar enn í dag, gamalt hús, en ótrúlega kósý & mér þótti mjög vænt um þessa íbúð. En við vorum bara í henni í eitt ár þar sem að við ákváðum að flytja inn til mömmu Arnórs & byrja að safna okkur pening svo við gætum keypt okkar eigin íbúð. Þegar við vorum búin að búa hjá mömmu hans Arnórs í nokkra daga tók ég óléttupróf & komst að því að við Arnór ættum von á barni. Þannig að við vissum ekki alveg hvað við ætluðum að gera, hvort við ættum að vera áfram hjá mömmu hans Arnórs eða fara að leigja aftur. Upp kom sú staða að kunningjakonu minni vantaði leigjendur & við ákváðum að slá til. Nema hvað að sú íbúð var á sölu & búin að vera lengi en svo auðvitað seldist hún þegar við vorum búin að vera þarna í um 3 vikur þannig að við leigðum hana bara í einn mánuð! Þannig að ég fór á fullt að reyna að finna aðra íbúð, komin mjög stutt á leið & við vildum endilega finna einhverja litla sæta íbúð & koma okkur vel fyrir áður en erfinginn myndi mæta á svæðið.

Ég sá auglýsingu á bland.is & eftir á að hyggja tel ég að örlögin hafi átt sinn þátt í þessu öllu saman, en ég hringdi s.s. í leigjandann & hann var frekar pirraður í símann & greinilega mjög margir búnir að hringja í hann varðandi íbúðina. Ég spilaði „óléttuspilinu“ á hann & sagði að við ættum von á barni & að þessi íbúð væri fullkomin fyrir okkur, þrátt fyrir að vera bara 50m2 & með einu svefnherbergi. Hann sagði mér að hann væri að biðja fólk um að hringja bara í sig í hádeginu daginn eftir, sem var laugardagur. Daginn eftir var ég alveg á nálunum & hringdi í hann rétt fyrir kl 12, ég var greinilega sú fyrsta til að hringja því hann bauð okkur að koma strax að skoða þannig að við mættum að skoða seinna sama dag & með pening fyrir leigunni & ákváðum að slá til. Íbúðin var samt vægast sagt ÓGEÐSLEG, s.s. mjög illa þrifin, eða já, ekkert þrifin & örugglega 100 kettir sem hafa átt heima þarna því lyktin var viðbjóður. Þannig að við tók margra daga þrifvinna & við vorum staðráðin í því að gera íbúðina kósý & að við vildum vera þarna. Staðan var bara það slæm á leigumarkaðnum að maður tók bara því sem var í boði! (er það ekki annrs ennþá svoleiðis?)

 

Íbúðin var orðin mjög kósý & flott á stuttum tíma & okkur leið mjög vel þarna. En við höfðum það samt alltaf á bakvið eyrað að okkur langaði að kaupa íbúð sem fyrst. Þegar við vorum búin að búa þarna í um eitt ár þá ákváðum við að flytja til mömmu & pabba & safna pening svo við gætum keypt íbúð sem allra fyrst. Þannig að bróðir minn fór í íbúðina sem við vorum að leigja & við fórum í herbergið hans í bílskúrnum hjá mömmu & pabba. Þarna var Óli Freyr um hálfs árs gamall, en það fór mjög vel um okkur hjá mömmu & pabba & í dag er ég svo extra glöð í hjartanu að við slógum til því pabbi & Óli Freyr áttu þarna margar dýrmætar stundir & fyrir það verð ég ævinlega þakklát.

Flutningssögu okkar er svo sannarlega ekki lokið þarna, á þessum tíma vorum við búin að flytja fimm sinnum á rúmum tveimur árum & vissum ekki að við ættum fjögur skipti eftir, á þremur árum! Þegar við vorum búin að vera hjá mömmu & pabba í um þrjá mánuði þá hringir leigusalinn okkar í okkur & tilkynnir okkur það að hann ætli að setja íbúðina á sölu. Það fyrsta sem mér datt í hug var að við myndum reyna að kaupa hana. Þannig að ég ræddi þetta við mömmu & pabba & var orðin æsispennt fyrir þessu & sagði Arnóri frá þessari hugmynd þegar hann kom heim úr vinnunni & eftir smá (okey mikla) sannfæringu þá var hann líka til. Málið var neflilega að íbúðin var lítil & aðeins með einu svefnherbergi & við komin með barn þannig að stærðin var kannski ekki alveg hentug. EN mér var alveg sama um það, því ég vissi að einhversstaðar þarf maður að byrja & betra að byrja „á botninum“ & vinna sig upp! Ég vildi bara koma okkur á markaðinn sem fasteignaeigendur.

Við vorum ekki alveg búin að safna okkur nægum pening á þessum þremur mánuðum til þess að eiga nóg fyrir 15% útborgun, en ég náttúrulega átti mömmu & pabba sem gerðu allt fyrir litlu prinsessuna sína & þau lánuðu okkur Arnóri það sem við þurftum. Ef þau hefðu ekki gert það, þá hefðum við ekki getað keypt þessa íbúð, það er alveg á hreinu að þetta er allt þeim að þakka & ég hugsa OFT til þess að við erum á þeim stað sem við erum í dag vegna þeirra. Ég gæti ekki hafa verið heppnari með mömmu & pabba <3

Þannig að þetta gekk allt saman upp & við fluttum aftur inn í íbúðina & loksins orðnir fasteignaeigendur! Þetta var sumarið 2014. En í dag, rúmum þremur árum seinna erum við nýflutt inn í þriðju íbúðina sem við festum kaup á!

En ég ætla halda áfram með söguna. Við gerðum litlu sætu íbúðina okkar ótrúlega flotta, máluðum, skiptum um parket í svefnherberginu, pabbi málaði eldhúsinnréttinguna háglanshvíta, við skiptum um höldur keyptum nýtt helluborð & nýjan háf, keyptum ný blöndunartæki á eldhúsvaskinn, gerðum upp baðherbergið & fleira þannig að íbúðin var rosalega fín & allt önnur miðað við hvernig við tókum við henni!

Elín Kara fæddist svo 8. október 2015 & þá vorum við orðin fjögurra manna fjölskylda í 50m2 íbúð. En mér var alveg sama, ég var bara ánægð að við vorum búin að kaupa okkur íbúð. Við hefðum auðveldlega getað farið að leigja mikið stærri íbúð en ég vildi frekar eiga pínulitla íbúð. Þegar Elín Kara fæddist vorum við Arnór í stofunni með hana, breyttum stofunni í stofu & svefnherbergi & Óli Freyr fékk að vera einn í svefnherberginu alveg í friði. En svo breyttum við aftur & vorum öll fjögur saman inn í svefnherberginu. Þannig að herbergið var bókstaflega ekkert nema eitt hjónarúm & tvö barnarúm, en það var alveg mega kósý sko :)

Ég er algjör fasteignaperri & hef legið svoleiðis heilu kvöldin inn á mbl.is að skoða fasteignir, mér finnst það bara ógeðslega skemmtilegt! Svo var það í febrúar 2016 sem ég var eitthvað að skoða fastiegnir á mbl.is eins & vanalega & ég fékk flugu í hausinn, að við gætum mögulega stækkað við okkur. Ég tók eftir því hvað fastieignir höfðu hækkað svakalega mikið í verði síðan við keyptum, u.þ.b. 18 mánuðum áður. En þessi hugsun fór samt ekkert lengra & ég ætlaði ekkert að skoða þetta neitt frekar strax. En svo fæ ég mjög random símtal einn daginn, frá fasteignasölu í Reykjavík & mér er tilkynnt að „það sé hugsanlega einn sem vill kaupa íbúðina okkar á mjög góðu verði.“ Ég segi að við séum ekki búin að vera í söluhugleiðingum en var forvitin & leyfði honum að koma & gera ókeypis verðmat. Svo kom það auðvitað í ljós að þessi „kaupandi“ var bara uppspuni & ég vildi ekki eiga frekari viðskipti við þessa fasteignasölu. En eftir þetta fór ég enn frekar að hugsa út í að selja & hafði samband við starfsmann hjá Ás Fasteignasölu í Hafnarfirði (sem ég mæli by the way með fyrir allan peninginn! Mjög góð þjónusta & ég myndi aldrei fara annað með mín viðskipti framar, enda hafa þeir selt fyrir okkur 2 íbúðir) & okkur leist mjög vel á hann.

Við fundum íbúð sem okkur langaði að kaupa en það gekk ekki eftir, en fasteignasalinn sagði við okkur að hann væri mögulega með íbúð fyrir okkur sem var ekki komin á sölu. Þannig að við skelltum okkur með honum á Vellina í Hafnarfirði í íbúð í nýbyggingu þar sem allar íbúðirnar voru fokheldar (afhentust samt alveg tilbúnar með  öllu). Þessi íbúð var á jarðhæð, með sérinngang, pall & tveimur svefnherbergjum. Íbúðin var ekki stór, eða um 62m2 & með fylgdi 2m2  geymsla sem var eins & skápur!! En hún var þó stærri en sú sem við áttum & tvö svefnherbegi voru nóg fyrir okkur í bili þannig að við ákváðum að slá til. Eignin okkar seldist strax eftir opið hús þannig að framundan voru flutningar. Við þurfum að afhenta okkur íbúð áður en við fengum nýju afhenta þannig að við þurftum að flytja inn til mömmu & pabba í tvo mánuði. Svo var það í júní 2016 sem við fluttum inn í glænýju íbúðina okkur sem okkur leið rosalega vel í.

Þannig að nýja planið okkar var að búa á Völlunum á næstunni & flytja í „framtíðarhverfið“ áður en Óli Freyr myndi byrja í grunnskóla (svo að við myndum ekki flytja hugsanlega í annað hverfi stuttu eftir að hann myndi byrja í grunnskóla). Þarna var hann 2.5 ára gamall. Það fór vel um okkur í litlu nýju sætu íbúðinni okkar & það truflaði okkur ekki að hún var lítil, okkur leið frekar eins & í höll því loksins vorum við komin með 2 svefnherbegi & ekki skemmdi fyrir að við keyptum glænýja íbúð. Svo héldu allir sem komu í heimsókn að íbúðin væri um 70-80m2 því fermetrarnir voru rosalega vel nýttir!

Þeir sem þekkja mig vel vita að ég er skipulagsperri dauðans. Ég er alltaf að skipuleggja allt, alveg óþarflega mikið myndu sumir segja. Þannig að þrátt fyrir að við vorum nýflutt þá hélt ég alltaf áfram að skoða fasteignir á mbl.is, einfaldlega því mér fannst (& finnst enn!) það svo gaman. Þegar við fluttum á Vellina þá ætluðum við að færa Óla Frey yfir á leikskólann sem var bóstaflega við hliðina á blokkinni okkar & við sóttum um flutning & breyttum leikskólaumsókninni hennar Elínar Köru yfir á þann leikskóla líka. En akkurat á þessum tíma var pabbi minn mjög veikur & við vissum að hann ætti ekki langt eftir. Þannig að það kom alltaf upp hugsun hjá mér að ég vildi aftur flytja aftur miðsvæðis í Hafnarfirði, svo við værum nær mömmu. Við ákváðum að hætta við að setja börnin á leikskóla á Völlunum því mér datt í hug að við myndum stækka við okkur fyrr en áætlað var.

Áfram hélt allt að hækka & við komumst að því að nýja íbúðin okkar var búin að hækka vel í verði þannig ég fór að skoða þann valmöguleika að stækka við okkur í nánustu framtíð. En eins & þetta er alltaf með okkur Arnór þá á allt til að gerast einn, tveir & tíu hehe. Við fórum bæði að skoða fasteignir á fullu & vorum orðin mjög spennt. Staðan var mjög slæm á fasteignamarkaðnum akkurat þarna því það var bókstaflega slegist um íbúðir, þannig að við höfðum engar áhyggjur af því að við myndum ekki ná að selja, heldur höfðum við áhyggjur af því að fá ekki íbúð sem okkur myndi langa í. Þetta endaði síðan þannig að við buðum í, & reyndum að kaupa þrjár íbúðir, áður en við fundum okkar. Við erum að tala um það að við buðum yfir ásett verð í tvær íbúðir, en nei það var ekki nóg. Svo kom að því að ég sá íbúðina okkar á sölu, mér fannst hún of dýr. Eða ég vissi að hún væri aðeins fyrir ofan okkar budget þannig ég spáði ekki meira í því. Þarna vorum við orðin frekar pirruð því við vorum búin að vera spennt fyrir þremur íbúðum sem ekki gekk upp að kaupa! Nema hvað að svo kom okkar íbúð (s.s. þessi sem við eigum núna hehe) aftur inn á mbl.is nema að það var búið að lækka hana um 1 mills, nú vorum við að tala saman!

Það voru þó nokkur atriði sem íbúð þurfti að hafa svo dæmið myndi ganga upp því við ætlum sko EKKI að flytja aftur næstu árin, þannig að hún þurfti að vera með þremur svefnherbergjum & svo þurfti hún að vera þannig að við gætum verið með kisubúr á pallinum/svölunum svo kettirnir gætu farið inn & út eins & þeir voru vanir (innikettir). Það er oft þannig með íbúðir að það er t.d. bara einn gluggi fyrir ofan svalahurðina & þá myndi það ekki ganga upp. En svo voru nokkur önnur atriði sem væru algjörir kostir: vera á jarðhæð, hafa pall & hafa fjögur svefnherbergi & vera misvæðis í Hafnarfirði. Íbúðin okkar hafði alla þessa kosti þannig við vorum mjög spennt & sérstaklega þar sem íbúðin eru 110m2  & geymslan eru 5m2! Ég hringdi í fasteignasalann & spurði hvort við mættum koma að skoða & það gekk upp daginn aftir.

Svo var það svona korteri eftir að við skoðuðum sem við hringdum í hann & buðum í íbúðina, okkur fannst þetta svo mikið ment to be því Óli Freyr var enn á gamla leikskólanum & þessi íbúð í því hverfi þannig að hann þurfi svo aldrei að skipta um leikskóla, þannig að núna erum við MJÖG fegin að hafa aldrei fært hann yfir á Vellina því annars hefðum við þurft að flytja hann aftur yfir á gamla leikskólann. Dæmið gekk upp, við vorum með opið hús hjá okkur & hún var seld daginn eftir! Þannig að við vorum akkurat í eitt ár á Völlunum.

Núna erum við búin að vera í nýju íbúðinni okkar í 2.5 mánuði & erum búin að breyta henni frekar mikið: mála, gera upp baðherbergið (færsla með fyrir- & eftirmyndum HÉR) , fríska upp á eldhúsið, flísa þvottahúsið & fleira! Erum ótrúlega ánægð að hafa stokkið á þetta & LOKSINS get ég sagt að ég er ekki að fara flytja aftur næstu árin!! Næst þegar við flytjum (sem verður vonandi eftir 10 ár!) þá verður það í einbýlishús/raðhús/parhús, en þangað til ætlum við sko að NJÓTA þess að vera hér.

Ég vil meina að örlögin hafi spilað inn í þetta hjá okkur, símtalið í maí 2013, ef einhver annar hefði náð á leigusalann á undan mér þá hefði hann leigt einhverjum öðrum íbúðina & við hefðum ekki keypt hana & þá hefði þetta allt saman spilast allt öðruvísi!

Mig langar að benda ykkur á eitt sem eruð í fasteignahugleiðingum: ekki miða of hátt, það er betra að byrja á því að kaupa litla sæta íbúð sem er ekki of dýr & vinna sig upp út frá því, þröngt mega sáttir sitja! Við hefðum auðveldlega getað enn verið í litlu íbúðnni á Völlunum, við fluttum ekki vegna stærðar, heldur aðstæðna! Það hefði alveg farið vel um okkur þar í nokkur ár í viðbót. Auðvitað er skemmtilegra að hafa mikið pláss, ég segi það nú ekki en þið fattið hvað ég meina :) Það er mjög sniðugt að fara inn á t.d. landsbankinn.is & prófa sig áfram í reiknivélinni, skoða lánin & greiðslubyrði.

 

Bráðum geri ég svo færslu með fyrir- & eftirmyndum af nýju íbúðinni! :)

 

Þið finnið mig á Snapchat, Instagram & Facebook: TINNZY88

TF

Munurinn á hárinu mínu eftir einn skammt af Hair Burst

$
0
0

Hann Hemmi vinur minn á Modus var svo yndislegur að gefa mér nokkrar vörur um daginn og ein af þeim vörum var Hair Burst. Ég hafði heyrt mjög mikið um þessar töflur og var varla að trúa því sem ég hafði heyrt, þannig ég var mjög spennt að prófa! 

Það er s.s. hægt að velja um gúmmítöflur eða bara þessi týpísku hvítu hylki- ég valdi hylkin. Þetta er ein dolla sem ég er búin með, mánaðarskammtur (60 töflur) og maður tekur tvær á dag með hádegismatnum.

Ég finn mikinn mun á hárinu mínu og get mælt 100% með þessum töflum, ég er varla að trúa þessum árangri eftir aðeins eins mánaðarskammt. Hárið er miklu heilbrigðara og fallegra, ég sé augljósan mun á síddinni og það er bókstaflega komið nýtt STELL af hárum eins og ég kalla það 😉 Þannig það er ALLT út í nýjum hárum, ég sem hélt að hárið væri búið væri búið að jafna sig eftir barneignir (ég missti mikið af hári)….en nei það var ekki rétt því núna eru að koma endalaust af nýjum hárum.

Ég ætla ekki að hafa þessa færslu neina langloku, heldur ætla ég að leyfa myndunum að segja sitt. Ég gerði ekkert við hárið mitt nema slétta það létt yfir fyrir myndatökurnar.

 20170828_185207

20170828_185152

Svona var hárið sama dag og ég byrjaði að taka töflurnar.

 


 

 

IMG_1925

 

IMG_1939

Þarna var ég nýbúin að þvo á mér hárið og það eina sem ég gerði var að slétta það, setti ekki einu sinni olíu! Það er bara svona sjúklega glansandi eftir töflurnar og hármaskann frá REF sem ég er líka að nota.

 

 

IMG_1571

Þessi fær að fylgja með svona í gamni til að sýna nýja stellið 😉 

 


 

Ég er með AFSLÁTTARKÓÐA fyrir ykkur sem þið getið notað inn á harvorur.is og þá fáið þið 25% afslátt af Hair burst töflunum….já og 25% afslátt líka af ÖLLU inn á síðunni, gildur út 19. okt!! :)
Kóðinn er “0312″

 

Þið finnið mig á Snapchat, Instagram & Facebook: TINNZY88

TF

Tveggja ára afmælispartý með Blíðu og Blæ þema

$
0
0

Elín Kara mín varð 2 ára þann 8. okt síðastliðinn og við vorum með afmælisveisluna hennar núna laugardaginn 21. okt. Við vorum með Blíðu og Blæ þema, þar sem Elín Kara dýrkar þær og líka Óli Freyr bróðir hennar :) Mamma mín var nýlega út á Spáni og keypti þar allt sem þurfti: dúk, diska, servíettur, skeiðar, diska, veifur og blöðrur :) 

Ég ákvað að gera skinkuhorn, túnfisksalat og “hollustu” kókóskúlur fyrir veisluna núna alveg eins og ég gerði í fyrra. Uppskrift af skinkuhornunum má finna HÉR og uppskrift af kókoskúlunum má finna HÉR

Ég nennti ekki alveg að gera allt sjálf í ár og á margar góðar að sem voru svo yndislegar að hjálpa mér. Vinkona mín kom með Oreo-osta köku. Aníta Fagurkeri kom með fræga heita réttinn sinn, uppskrift af honum má finna HÉR. Hrönn Fagurkeri kom með Blíðu og Blæ cakepops. Mamma mín kom með stóra maregns tertu og tvær heitar brauðrúllur.

Ásamt þessum veitingum vorum við með dásamlega afmælisköku frá Bakarameistaranum, sem við fegnum að gjöf. Ég hafði áður keypt hjá þeim svona marsipanmynd þegar Óli Freyr var 2 ára og setti hana á köku sem ég bakaði og mér fannst það mjög sniðugt. En núna ákvað ég að fá tilbúna köku hjá þeim, þar sem ég hef oft verið í afmælum þar sem svona kaka er í boði þannig ég vissi að hún væri mjög góð. Það er s.s. hægt að velja hvaða mynd sem er, t.d. einhverja teiknimyndafígúru eða bara mynd af afmælisbarninu o.s.frv. Svo skemmir ekki fyrir að þessar kökur eru á mjög góðu verði. Hægt er að skoða úrvalið betur HÉR.  

Við buðum svo upp á appelsínu- og eplatrópí, ásamt gamla góða Coca Cola og Coca Cola Zero Sykur, en gosið og trópíana fengum við að gjöf frá Vífilfelli. 

 

22730379_10155151326059422_1094884045558740789_n
Fína og flotta kakan!

 

22687596_10155151327004422_2414217858234940337_n
Já það er eins gott að það var nammidagur!

 

22552383_10155151326334422_3667533394274881402_n
Krakkarnir voru mjög spenntir fyrir kökunni og voru löngu byrjuð að borða nammið af henni áður en við sungum afmælissönginn.

 

22554898_10155151326089422_9073949706253378602_n

 

22780251_10155151326099422_3497804311397637288_n
Nóg af Trópí fyrir krakkana :)

 

22751925_10213438150564422_260243982_n
Þarna vantaði enn nokkra rétti á borðið þannig við ákváðum að færa drykkina í gluggakistuna.

 

22552861_10155151328574422_7621189445037478913_n

 

22555244_10155151329714422_1778675774997393570_n
Fínu og flottu cakepopsin frá Hrönn vinkonu. Svo fallegt og gott! 😛

 

22711781_10213438151204438_1577800051_o
Mamma snilli gerði þessa! :)

 

22752202_10213438150444419_1786003482_n
Sæta afmælisprinsessan mín og allur góði maturinn. Það vantar reyndar alveg Oreo-ostakökuna á myndirnar þar sem hún kom aðeins seinna á borðið :)

 

22709741_10213438149884405_1867532381_n

 

22730488_10155151329469422_2113778591745562708_n
Veitingarnar fengu fullt hús stiga frá Óla Frey 😉

 

22780521_10155151330664422_3142038474416354642_n
Namminamm..

 

22729175_10155151326999422_1727846302836718138_n
Vorum svo líka með fullt af blöðrum, en í öllum æsingnum gleymdist að ná fleiri myndum :)

 

22730431_10155151327224422_3453609802198237209_n

 

22555184_10155151334444422_8816323567473314381_n

 

22552716_10155151334744422_6408579146436405406_n
Sæta breddan mín var mjög södd og sátt eftir daginn <3 

 

Jæja hef þetta ekki lengra í bili..

Þið finnið mig á Snapchat, Facebook og Instagram undir notendanafninu tinnzy88

 

TF

 

 

Af hverju fasta ég í 16 klst á sólarhring?

$
0
0

Eftir að ég sagði frá því á Snapchat að ég væri að fasta í 16 klst á sólarhring þá hef ég verið að fá rosalega margar spurningar út í það. Fólk sem hefur ekki prófað að fasta er mjög forvitið um þetta og margir með fordóma og halda að fasta = svelta. Þannig að mig langaði að skella í smá færslu og útskýra þetta aðeins. Ekki það að ég sé neinn sérfræðingur samt, en þá langar samt að deila því með ykkur sem ég er að gera til þess að reyna standa við markmiðið mitt: missa 9kg á 9 mánuðum! Færslan mín um það er HÉR.

Allavega, þetta snýst sem sagt um að fasta í X klst og borða í X klst. Það er engin heilög regla í þessu en 16:8 leiðin er mjög vinsæl og hún er víst algengust og persónulega finnst mér ekkert mál að fasta, en það hentar ekki öllum og því er um að gera að prófa sig áfram. Þetta virkar s.s. þannig að glugginn sem ég hef til þess að borða eru 8 klst á sólarhring. Ég er með þetta þannig að það er kvöldmatur um kl 19 og svo fasta ég eftir hann og þá er ég að fá mér morgunmat/hádegismat um kl 11 daginn eftir. Ég veit nú að það er alveg vitað mál að mælt er með að borða ekki eftir kvöldmat, en þarna er ég einmitt að fara eftir því og svo plús það að borða ekki þangað til kl 11 daginn eftir, í stað t.d. kl 7 eða 8 á morgnanna, sem ég gerði hvort sem er aldrei þannig að eini munurinn hjá mér er í raun að ég borða ekki lengur sukk á kvöldin!

 
Ég var reyndar að fatta það núna að síðan ég byrjaði að vinna 9. okt þá er ég búin að vera fasta 17:7 því ég hef verið að borða fyrst um kl 12, en eins og ég segi það er ekkert heilagt í þessu 😉

Ég hef aldrei verið morgunmatar manneskja og þess vegna finnst mér þetta frekar auðvelt. En kannski er best að taka það strax fram að það er “leyfilegt” að drekka vatn, te og svart kaffi í föstunni.

Sumir eru með þetta þannig að þeir fasta t.d. 17:7 og aðrir 15:9 o.s.frv., hver og einn verður að finna út hvað hentar fyrir sig.

En mig langar að segja ykkur af hverju ég er að þessu. Sko, að fasta er umdeilt fyrirbæri en það eru mjög margir læknar t.d. sem mæla með þessu því þetta er mjög góð hvíld fyrir meltinguna. Plúsinn er svo að þetta er fín leið til þess að ná góðum árangri ef maður er í átaki, því þá er maður ekki að troða í sig einhverju sukki eða öðru eftir kvöldmat, sem ég stundaði öll kvöld (ég er samt með nammidag á laugardögum og þá er ég ekki með neina föstunarreglu). 

En höfum eitt á hreinu, það að fasta þýðir ekki að maður eigi að borða minna, ónei, þú s.s. borðar allt sem þú átt að borða á þessum tíma sem þú ákveður að borða, t.d. hef ég 8 tíma glugga á dag til þess að borða ef ég ætla að fara eftir þessu, þannig að á þessum 8 tímum borða ég jafn mikið og ég hefði gert t.d. á 14 tímum. Þannig að = borða jafn mikið, nema bara á styttri tíma, þ.e. stutt á milli máltíða / millimála.

Það sem ég elska við þetta er að þetta er í raun að gefa mér góðan árangur en samt finnst mér ég ekkert þurfa að hafa fyrir því að fasta, mér finnst það mjög auðvelt og þegar maður er að byrja þá er það kannski erfitt í 2-3 kvöld að kveðja nammið (ég t.d. borðaði nammi öll kvöld fyrir ekki svo löngu) en svo er þetta bara ekkert mál! :) Ég þoli ekki einhverja kúra og eitthvað sem á að “láta mann grennast” sem er vesen eða eitthvað sem maður þarf að pína sig í, hver og einn verður að finna það sem hentar fyrir sig! Það hentar mér t.d. rosalega vel að vera með nammidag 1x í viku og vera dugleg í matarræðinu hina dagana, á meðan það hentar sumum að vera með engar reglur og vinna með “það er allt gott í hófi” regluna. Ég hef nefnilega alveg prufað það, oft og mörgum sinnum, ég er bara svo mikið allt eða ekkert manneskja að þá leyfi ég mér bara allt og hollustan sópuð undir teppið hehe..

Ég hef prófað að vera ekki í neinu matarræðis átaki en fastað samt (s.s. sukkað feitt nema bara í þessa 8 tíma) og þá stóð ég í stað á vigtinni, en núna borða ég hollt (nammidagur 1x í viku) og þá sé ég töluna á vigtinni fara hægt og rólega niður! :)

Mig langar að segja ykkur c.a. hvernig einn dagur í mínu “matarlífi”:

Frá 07-12: Þrjú stór vatnsglös (um 1L) og einn Nocco.
Frá 12-19: Hádegismatur, 2-3 millimál, (t.d. flatkaka, froosh, banani) kvöldmatur og já nokkur vatnsglös.
Svo er það fastan frá kl 19 og þangað til 11/12 daginn eftir.

Jæja ég ætla ekkert að hafa þetta neitt lengra, en langar að taka það fram að maður á auðvitað ekki að fasta svona að staðaldri myndi ég segja, ég geri þetta kannski í 2-3 mánuði í einu og hætti svo í X langan tíma og byrja svo aftur þegar ég er í stuði! 😀 

 

En svona í hnotskurn þá eru kostir föstunnar að mínu mati:
-grennandi
-gott fyrir meltinguna
-borða þá ekki nammi og sukk á kvöldin
-ég drekk MIKLU meira vatn þegar ég fasta

 

Hérna eru mjög skemmtilegar upplýsingar um föstu! :)

 

 

Þið finnið mig á Snapchat, Facebook og Instagram –> tinnzy88

 

TF

 

 

 

 

Fyrstu jólin án pabba

$
0
0

 

Þessi jólin verða mjög skrítin. Það er hálft ár síðan pabbi lést, stundum líður mér eins og ég hafi ekki séð hann í mörg ár og stundum líður mér eins og það sé frekar stutt síðan ég sá hann síðast. Hann veiktist í júní 2015 og lést í júní 2017, síðustu 2.5 ár hafa verið mér og fjölskyldu minni ótrúlega erfið.

Þannig að þetta verða fyrstu jólin án hans. Við vorum vön því að vera alltaf hjá mömmu og pabba á jólunum en höfum ákveðið að vera heima hjá mér í ár. Þannig mamma bara mætir til okkar og þarf ekkert að vera stressa sig á einu né neinu, okkur fannst algjörlega við hæfi að breyta til og halda jólin hjá okkur og leyfa mömmu að slaka á og þurfa ekki að vera í einhverju stressi að elda og gera allt heima hjá sér, heldur þá bara mætir hún til okkar og hefur það kósý.

Áður en pabbi veiktist þá hvarlaði aldrei að mér að ég myndi missa foreldri svona ung, pabbi var bara rétt nýorðinn 54 ára þegar hann lést, langt fyrir aldur fram. Áður en hann veiktist vorum við þessi týpíska fullkomna fjölskylda, allir alltaf saman og vorum (og erum samt enn) mjög samrýnd og náin. Lífið mitt í dag er búið að breytast svo mikið á þessum 2.5 árum síðan pabbi veiktist. Áður en hann veiktist þá var ég mjög hamingjusöm. Hafði litlar sem engar áhyggjur af neinu og naut þess í botn að lifa. Átti 18 mánaða strák og komin 6 mánuði á leið með stelpuna mína, lífið lék við okkur. Svo eftir að pabbi veiktist og greindist með ólæknandi krabbamein þá breyttist allt smátt og smátt.

Núna er ég leið, sár, þunglynd, kvíðin, reið og fullt af alls konar neikvæðu. Jólin eru eftir viku og ég hef aldrei verið jafn lítið spennt fyrir þeim og myndi helst vilja sleppa þeim. EN, ég á tvö lítil börn sem eiga það skilið að eiga hamingjusama mömmu sem hlakkar til jólanna með þeim, þannig ég er að reyna eins og ég get.

Ég var eitthvað að tala við bróður minn um daginn um alls konar, og sagði honum að mér liði mjög illa, væri alltaf þreytt og væri bara ekki að njóta þess að vera til. Hann gaf mér smá „wake up call“ því hann tók dæmi um að t.d. einhver annar í kringum okkur myndi veikjast/slasast/deyja, þá myndi mér líða enn frekar illa að hafa verið svona leið alltaf og ekki að halda áfram með lífið og myndi eflaust velta mér mikið upp úr því að hafa verið svona leið alltaf í staðinn fyrir að vera jákvæðari og halda áfram með lífið.

Þannig að ég ætla reyna eins og ég get að setja jólaskapið í gang og njóta jólanna með fólkinu í kringum mig. Það þýðir ekkert að vera velta sér upp úr því sem liðið er, þó það sé algjörlega eðlilegt að syrgja, þá verður maður samt að halda áfram að lifa lífinu.

Ég vona að þið munuð öll eiga gleðileg jól og áramót með fólkinu í kringum ykkur, ég ætla allavega svo sannarlega að gera það, ég veit að það er það sem pabbi hefði viljað!

Gleðileg jól, p.s. ég mun taka mig á í blogginu eftir áramót! :)

 

 

Átakið er hálfnað, hver er staðan? Næ ég að missa 9 kg á 9 mánuðum?

$
0
0

Svarið er mjög líklega nei. En ég ætla samt ekki að gefast upp, þó svo að ég sé basically búin að vera skíta upp á bak undanfarið.

Ég byrjaði í svaka átaki 15. ágúst og ætlaði mér s.s. að missa 9 kg á 9 mánuðum og núna er átakið hálfnað. Ég stóð mig mjög vel í rúma 2 mánuði en er búin að ver drolla við þetta síðan í lok okt og ætli ég sé ekki búin að missa svona 2-3 kg samtals núna (hef ekkert vigtað mig núna í smá tíma og langar það í raun ekkert eftir jólasvindlið hehe).

En á ég að segja ykkur? Mér er eiginlega alveg sama hvort ég missi 5, 6, 7, 8 eða 9 kíló (ok, þarna sjáið þið að mér finnst 5 kg lágmarkið og vona að ég nái amk því). Ég veit bara að ég ætla ekki að gefast upp og þann 15. maí mun ég koma með bloggfærslu með lokaniðurstöðum, skelli líka í fyrir- og eftirmyndir, ef ég verð í stuði. En eins og staðan er núna þá er enginn útlitslegur munur á mér haha..en ég verð rosa sátt með 5kg + því þá er ég að mínu mati búin að standa mig vel en ég vona það svo sannarlega að ég nái 9 kg, en eins og ég segi þá er svolítið hæpið að ég sé að fara missa 6-7 kg á rúmum 4 mánuðum sem eftir eru af átakinu en ég meina hey, aldrei að segja aldrei!

Ég er alveg ákveðin í því að standa mig það sem eftir er af átakinu því núna er að duga eða drepast! Ég er að byrja í ræktinni núna á fimmtudaginn og ætla að mæta 3x í viku og taka líka matarræðið alveg í gegn aftur eftir alltof langt svindl!

Ég hlakka til að leyfa ykkur að halda áfram að fylgjast með mér á snappinu og að sjálfsögðu ætla ég að halda áfram með “WEIGH IN WEDNESDAY” alla miðvikudaga :)

 

Þangað til næst..

19959092_10154892662749422_4851378528896000840_n

 

 

TF

Bestu núðlurnar

$
0
0

Ég er oft með Kínanúðlur í matinn, eins og við kjósum að kalla þær á mínu heimili. Þær eru í mjög miklu uppáhaldi hjá mér, sérstaklega þar sem þetta er frekar ódýr matur en samt fáránlega góður og hollur-ish.

Alltaf þegar ég er með þessar núðlur í matinn rigna inn spurningar á Snapchat um það hvernig við gerum þetta (eða ég geri nú reyndar ekki neitt heldur sér Arnór alfarið um að elda þennan rétt hehe) og ég átti alltaf eftir að gera færslu um þennan rétt og finnst tilvalið að gera það núna eftir smá “bloggstíflu” undanfarið.

En ok ég ætla reyna að babbla ekki endalaust eins og vanalega og ætla koma mér að efninu:

 

Það sem þarf:

Núðlur – ég kaupi frá Thai choice sem fást m.a. í Bónus og finnst þær ÆÐI. Einn pakki er alveg fyrir c.a. 4 fullorðna.

Grænmeti – þetta er bara smekksatriði en við setjum alltaf tvær tegundir í réttinn, t.d. púrrulauk og papriku, papriku og sveppi eða papriku og gulrætur.

Egg – c.a. 9 stk

Hrísgrjón

Sweet chilli sósa – möst á hrísgrjónin! 

 

Aðferð:

Taka núðlurnar úr pakkanum og skola þær með köldu vatni.

Sjóða svo núðlurnar í c.a. 10 mínútur og skola þær svo aftur með köldu vatni, láta þær svo standa (taka vatn af).

Steikja grænmetið og nokkur egg saman á pönnu (c.a. 3 stk) og krydda smá. Setja í skál og geyma til hliðar.

Setja núðlurnar á pönnuna og ágætlega af olíu og bæta eggjunum við (c.a. 6 stk). krydda núðlurnar og velta vel á pönnunni  (val á kryddi fer auðvitað eftir smekk….og jafnvel skapi). Bæta grænmetinu síðan við þegar eggin eru orðin ágætlega vel steikt. Arnór blandar svo smá sweet chilli sósu við þetta allt saman.

Sjóða hrísgrjón.

 

26993970_10155392055829422_4815311313805743715_n

27540324_10155392055679422_1516602664182209070_n

27072390_10155392055529422_6077014379184111421_n

27459343_10155392040344422_3032991633719855543_n

27067253_10155392055399422_2398457052792550482_n

 

Þetta er ekki flóknara en þetta, en mæli 1000% með að setja sweet chilli sósu út á hrísgrjónin, þetta væri ekki eins gott án hennar.

 

Verði ykkur að góðu! :)

 

 

TF

Snapchat og Instagram: tinnzy88

 

 

 


Helgarferð til Belfast

$
0
0

Ég og Arnór minn giftum okkur sumarið 2016. Við ætluðum alltaf að gifta okkur 17. júní 2017 en hlutirnir breyttust hratt þegar pabbi minn veiktist þannig að við giftum okkur með stuttum fyrirvara og ákváðum að bíða með brúðkaupspartý og brúðkaupsferð. Það var svo í maí 2017, einhverjum 9 mánuðum eftir að við giftum okkur sem að ég sá einhverjar tilboðsferðir hjá Icelandair. Ég sá ferð til Belfast og ég heillaðist af þessu og sýndi Arnóri og við ákváðum strax að panta, ferðin var 26-29. okt 2017, alveg 14 mánuðum eftir giftingu en ég verð að segja að það var toppnæs að eiga þetta inni hehe.

Upprunalega ætluðum við alltaf að fara í brúðkaupsferð til Ítalíu og vera í 1-2 vikur, en svoleiðis ferð hefði ekki hentað á þessum tíma, þannig að hún bíður, í bili :) Aðalmálið fyrir okkur var að drulla okkur loksins til útlanda bara við tvö og njóta saman! Þetta var alveg yndislegt og svo nauðsynlegt fyrir sambandið að fá smá breik frá mömmu- og pabbahlutverkinu.

Ég var mjög spennt fyrir Belfast því ég hef farið 9x til Glasgow og 2x til Englands og átti því eftir að heimsækja Írland til að geta sett eitt feitt X við allt Bretland :) Langar samt rosalega til Dublin einn daginn, enda á það að vera allt önnur upplifun heldur en Belfast, því Írland skiptist víst í einhverja hluta sem eru eins og sitthvort landið og það er ekki einu sinni sami gjaldmiðilinn í Dublin og Belfast!

Jæja ég ætla hætta röfla núna og leyfa myndunum að tala sínu máli. Set smá texta undir hverja og eina.

 

 

27540190_10155408755479422_1758666974932104453_n

Tókum margar skemmtilegar myndir á leiðinni í Titanic safnið. Það er ágætis rölt að labba þangað en algjörlega þess virði

 

27459964_10155408756919422_2728620847737289634_n

Bara basic að kyssa fishyfish

 

27459845_10155408757944422_7548751394527306469_n

Smá selfie

 

27752114_10155408754444422_7770231523403216148_n

Sætastur í morgunmat á hótelinu :)

 

27657739_10155408754734422_5810771766456144281_n

Við Arnór elskum að fara í bíó og þá sérstaklega í útlöndum og að sjálfsögðu fundum við bíó og löbbuðum þangað eitt kvöldið :)

 

27654451_10155408754909422_808895413392091691_n

Mega góðar pizzur á Pizza express, brauðbollurnar sem við pöntuðum í forrétt voru ógeðslega góðar!!

 

27459584_10155408754084422_6910621697356247224_n

Hehe, sko það er aldrei erfitt að finna búðir og missa sig smá..

 

IMG_3318

Titanic safnið!

 

27337083_10155408754794422_3132176791657756521_n

Haldið ekki að Arnór hafi gefið gömlu þennan svaka flotta Titanic hring 😉

 

IMG_3439

Ég elska Costa! 

 

27459956_10155408752884422_6088820932741077645_n

Smá skvísulæti hér og þar..

 

27541090_10155408757224422_5620597240825143466_n

Ein aðalgatan

 

27750365_10155408757419422_2013533127417082471_n

Já kæra fólk við Arnór elskum pizzu og fórum að sjálfsögðu líka á Pizza Hut hehe..

 

27749840_10155408752874422_913233358482068659_n

Prófa nýjar flíkur og þá er pósað

 

27540499_10155408755774422_7298512108813346207_n 27655183_10155408755194422_8098491986842382131_n

Aðeins að heilsa upp á Charlie vin okkar

 

27544751_10155408758164422_8724379860668055346_n

Alsæl með nýju sólgleraugun

 

27657362_10155408756274422_5419220211576654490_n

Fallegt!

 

27460062_10155408755359422_4894320281640589709_n

Hvílt þreytta fætur

 

27654601_10155408752779422_5920962694112978132_n

Halló Ísland!

 

 

Langar að enda færsluna á smá kostum/göllum við Belfast að mínu mati og það sem kom á óvart.

 

Kostir:

-stutt flug

-fínt að verlsa

-lítill krúttlegur staður

-flott úrval af veitingastöðum

-gaman að labba um, margt fallegt að sjá 

-Titanic safnið, mjög skemmtilegt að kíkja þangað. Mæli með að labba þangað, ótrulega gaman og margt fallegt og skemmtilegt að sjá í leiðinni :)

 

Gallar

– í raun eru engir gallar per se, en að mínu mati átti Belfast ekki séns í Glagsow, verslunarlega séð. En þar sem við vorum ekki beint í verlsunarferð (en þetta erum við þannig við versluðum alveg slatta sko hehe) þá skipti það ekki miklu en Belfast er flottur staður til að fara bara til að slaka á njóta, fara í göngutúr, borða og versla smá. En þið sem eruð að fara þangað í verslunarferð þá tókum við taxa í Asda (Superstore) og Matalan. Þær eru á sitthvorum staðnum en það var svo þess virði að fara því við versluðum mikið á báðum stöðum! Matalan er HUGE og á tveimur hæðum.

 

 

Það sem kom á óvart

-Belfast búar eru ekki jafn kurteisir og Skotar! Það kom alveg á óvart, manni fannst fólkið þarna vera smá “dónalegt” eins og við Íslendingar eigum það til að vera. Maður bjóst við sömu kurteisi eins og í Skotlandi og Englandi en það var ekki svoleiðis.
Hef samt heyrt að fólkið í Dublin sé rugl kruteist,  greinilega mjög ólíkir staðir þó þeir séu í sama landinu.

-PUND EN EKKI EVRUR. Úff sko, við fórum í bankann að sækja gjaldeyri einhverju fyrir ferðina og sögðum starfsmanninum að við værum að fara til Írlands, eða réttara sagt Belfast. Þá tilkynnir hún okkur að það séu Evrur í Írlandi (okkur datt ekki í hug að það væru tveir gjaldmiðlar í sama landinu þannig við treystum henni auðvitað). Meira segja fór hún og spurði annan starfsmann hvort það væru ekki Evrur í Írlandi og jújú, mikið rétt. Svo mætum við út, alveg eldhress með allar Evrurnar okkar (ég er svo gammeldags að ég tek alltaf allt í CASH) en neibb, ÞEIR NOTA EKKI EVRUR HELDUR PUND. Oh my gosh, jæja þetta var enginn heimsendir en fyrsti dagurinn byrjaði svona hressandi að við fórum að finna banka og skipta peningnum, svo þurftum við að skrifa undir eitthvað skjal og útskýra af hverju við værum að skipta svona miklum pening, en jæja allt er gott sem endar vel. Munið bara að Dublin = Evrur og Belfast = Pund. Það er víst ekki nóg að treysta bara á bankann hehe.

 

-Vonandi fannst ykkur fínt að lesa þetta yfir fyrir Belfast ferðina ykkar og ég segi bara góða skemmtun! :)

 

Þangað til næst..

 

TF

Snapchat, Instagram og Facebook: tinnzy88

 

Launch Partý: Törutrix vörurnar að fara í sölu hjá 4 You

$
0
0

4 You opnaði í byrjun nóvember í fyrra í Firðinum Hafnarfirði. Þar er m.a. að finna mikið úrval af glæsilegum tískufatnaði, veskjum, töskum, ásamt snyrti- og förðunarvörum. 

 

D257F25B-E148-4FE9-9B2F-F16F781F87C4
Dísa sæta, eigandi 4 You.

 

 4 You selur snyrtivörur frá nokkrum flottum gæðamerkjum og þar má t.d. nefna vörurnar frá Daríu

Einnig fást snyrtivörur frá danska merkinu Møllerup sem er nýtt merki á markaðnum. Vörurnar eru unnar úr hampi sem hefur gríðarlegan lækningarmátt og þær eru einnig lífrænar og cruelty free.

Sugarbearhair vörurnar eru líka fáanlegar í búðinni svo eitthvað sé nefnt, en sjón er sögu ríkari.

 

 A403037D-9281-4270-BF76-6FF5061033C6

 

Ég kíkti í búðina um daginn og verð að segja að hún er glæsileg. Ótrúlega flott og stílhrein. Ég mæli með að allir kíki í partýið, ég meina það er alltaf gaman að fara í partý á miðvikudögum og jafnvel versla smá í leiðinni! 😀 Ég varð að fá mér geggjaðar buxur sem ég sá, þær eru frá Kaffe og eru sjúkar, ég er auðvitað svo mikill plebbi að ég er ekki enn búin að taka mynd af mér í þeim en vá þær eru dásamlegar. Uppháar og hægt að fara í þeim í vinnuna og á djammið, svona flík sem virkar við öll tilefni. Þjónustan sem ég fékk var líka upp á 100%, ég var með bæði börnin með mér og Dísa var með allt til alls og lánaði krökkunum iPad meðan ég var að máta buxurnar hehe.

 

24900260_175159226404442_5255145993510368377_n

 

24899792_175159713071060_8288858281905543432_n

  

22769647_162831907637174_6206680158529273707_o

 

 N.k. miðvikudag verður glæsilegt launch partý þar sem frábæru vörurnar frá Törutrix verða fáanlegar í búðinni. En 4 You er fyrsta búðin sem mun selja vörurnar frá Törutrix :)

Partýið er frá kl 17-19 og verða flott tilboð í gangi, bæði á vörum frá Törutrix en einnig öðrum merkjum líka, svo verða líka gjafir og vinningar í boði!

 

 

0998CFE1-2114-46CD-AECE-6D0178B01514
Moroccan oil vörurnar eru líka fáanlegar hjá 4 you! :)

 

HÉR er linkur á viðburðinn.

4 You er með Facebook like síðu og hana má finna HÉR.

 

 

Þangað til næst

TF

19959092_10154892662749422_4851378528896000840_n

Er líka á Instagram: tinnzy88

Dásamlegt kjúklinga lasagna!

$
0
0

Ég er eflaust sá allra versti bakari sem fyrirfinnst í alheiminum en ég má alveg eiga það að ég er ágæt í að elda góðan mat.

Eða tjah, ágæt í að elda góðan mat eftir uppskrift allavega 😉

Mamma mín eldar að mínu mati allra besta matinn (segja þetta ekki annars allir eða?!) og ég er með nokkrar uppskriftir frá henni sem ég hef verið að leika eftir og verð að fá að deila með ykkur.

Við vorum með kjúklingalasgna í matinn í gær og vorum að gera það sjálf heima í annað sinn, annars erum við vön að fá þetta hjá Hótel Mömmu öðru hvoru. Í fyrsta sinn sem við gerðum það þá var það ekki alveg jafn gott og hjá mömmu en í gær var það DELISH! Samt fórum við í bæði skiptin eftir uppskrift þannig ég veit ekki hvað klikkaði fyrst hehe..

 

Þið verðið að prófa þennan rétt, hann er sjúklega góður!

 

Innihald: (fyrir c.a. fjóra)

Lasagna plötur (við notuðum 9 stk og lögðum þær í bleyti í hálftíma áður en við byrjuðum til að mýkja þær upp)

400 gr kjúklingur (við settum samt heilan bakka af bringum sem var um 750 grömm)

1 dl matreiðslurjómi (við áttum bara venjulegan rjóma og notuðum því hann)

1 krukka hot salsa (við notuðum mildu Doritos salsa sósuna útaf krökkunum)

1 pakki fahitas krydd

1 púrrulaukur

1-2 msk hveiti

Rifinn ostur 

1-2 dl vatn

1 paprika

 

Aðferð:

Kjúllinn er steiktur á pönnu og síðan paprikan og púrrulaukurinn.
Strá hveiti yfir ásamt fahitas kryddinu og síðan er vatninu, rjómanum og salsa sósunni bætt við.
Látið malla í 10 mín.
Síðan er einfaldlega raðað til skiptis fyllingunni og lasagna plötunum í eldfast mót og osti stráð ofan á og að lokum bakað við 185 gráður í c.a. 20 mín.
Við vorum með hrísgrjón og gular baunir með í gær, en það er líka geggjað að hafa hvítlauksbrauð.

 

29249972_10155506453009422_1340680715825577984_n

29214391_10155506453429422_4356482205615128576_n

Verði ykkur að góðu! 😀

 

Þangað til næst..

 

TF

 

19959092_10154892662749422_4851378528896000840_n

Finnið mig líka á Instagram: tinnzy88

 

Besta sósan

$
0
0

Langar að deila með ykkur uppskrift af sósu sem mér finnst alveg rosalega góð. Hef gert þessa sósu síðan við Arnór byrjuðum að búa og fæ aldrei leið á henni. Hún passar með svo mörgu, t.d. pasta, kjötréttum, góð grillsósa..

Alltaf þegar ég fæ fólk í mat þá er talað um að sósan sé svo góð og á mínu heimili er hún kölluð “mömmusósa.” :)

Ég er ekkert að finna upp neitt hjól hérna en ef það eru einhverjir sem eru ekki vanir því að gera heita sósu með matnum eða einhverjir sem vilja prófa eitthvað nýtt þá mæli ég svo innilega með því að prófa þessa. Það er alveg rosalega einfalt og fljótlegt að útbúa sósuna.

 

Innihald:

1/2 L matreiðslurjómi (stundum nota ég frekar mjólk og smá vatn ef ég á ekki til matreiðslurjóma) 

Dass af mjólk eða vatni 

1/2 kjúklinga súputeningur (hægt að nota frekar nauta- eða grænmetis en ég hef alltaf notað kjúklinga)

Sveppasósugrunnur (hægt að sleppa – en hann gefur mikið og gott bragð. Sá sem ég nota fæst í Bónus og mér finnst hann mjög góður)

1/2 villisveppa- og 1/2 hvítlauksostur (ég notaði þessa osta í gær en nota lang oftast 1/2 pipar- og 1/2 villisveppaost, en hægt að nota hvaða ost sem er, hægt að setja t.d. heilan piparost eða 1/2 og 1/2 af tegund sem þið viljið blanda saman)

Salt og pipar eftir smekk

30738977_10155587349919422_3513820325198430208_n

 

Aðferð:

Byrja alltaf á því að hella matreiðslurjómanum í pott og kveiki á hellunni, fer svo beint í það að skera ostinn, sker hann í litla bita og set þá beint út í. Set næst súputeninginn og þegar það er kominn góður hiti á þetta set ég sveppasósugrunninn út í og hræri vel saman. Bæti við mjólk (eða vatni) eftir þörfum, til að þykkja eða þynna. Svo set ég salt og pipar, alveg ágætlega af því og hræri sósuna bara vel allan tímann og hún er tilbúin þegar ostarnir eru eiginlega alveg bráðnaðir (mega vera pínu kögglar eftir sem mér finnst bara fínt).

 

30704942_10155587349879422_19843122569674752_n

 

30743986_10155587349739422_5948799858402918400_n

 

 

TF

 

19959092_10154892662749422_4851378528896000840_n

Fjölskylduferð til Spánar

$
0
0

Við fjölskyldan erum nýkomin heim úr yndislegri Spánarferð (Tjah eða við vorum nýkomin heim þegar ég byrjaði á færslunni en nú eru komnar sex vikur….svaka blogg metnaður í gangi hjá mér þessa dagana/mánuðina hehe) .

Við fórum nokkur saman s.s. ég, maðurinn minn, börnin okkar tvö, mamma, tveir bræður mínir og dóttir bróður míns – vorum með þrjú börn og þau öll undir fimm ára.

Þið veltið því kannski fyrir ykkur hvernig það hafi verið að vera með þrjú börn undir fimm ára í svona ferð, ég get alveg sagt ykkur það að það var alveg frábært – þó ég myndi ekki segja að það mætti beint kalla þetta 100% frí því maður er náttúrulega alltaf að passa upp á elsku börnin, en þetta gekk furðuvel. Frænkurnar Elín Kara og Tinna Rut eru báðar fæddar í október 2015 og eru því nánast alveg jafn gamlar og ná mjög vel saman og Óla Frey fannst bara mjög gaman að leika með þeim þó hann sé svona “stór” :)

Flugið út gekk furðuvel, þetta voru c.a. 4,5 klst og börnin mín voru alveg ótrúlega góð og róleg allan tímann, Tinna Rut, dóttir bróður míns var aðeins með smá vesen en það gekk svo yfir eftir að hún sofnaði. Svo á leiðinni heim var Tinna Rut eins og engill en þá var auðvitað Elín Kara ekki að nenna vera í sætinu sínu og var mikið að flakka á milli og smá lítil í sér en svona over all gengu flugin mjög vel. Ég sem hafði hugsað með mér að þetta yrði algjört vesen að vera með krakkana í svona tiltölulega löngu flugi en svo var ekki! Við smurðum nesti fyrir leiðina út, vorum með ávaxtarúllur, smurðar flatkökur, kex, banana og skvísur sem var mjög þægilegt að grípa í! Einnig tókum við iPadana með fyrir krakkana þannig þau voru að horfa á Hvolpasveit og Frozen á leiðinni og eitthvað að leika sér í “öppum” – sem var algjör snilld, mæli með :)

Börnin voru að ELSKA að vera í sólinni (og voru með 50 sólarvörn allan tímann) og fannst æði að fara á ströndina og chilla á veröndinni. Elín Kara leggur sig enn á daginn og hún svaf alltaf bara í kerrunni sinni, settum hana í skugga og teppi ofan á hana og hún svaf mjög vel! :)

Við gistum 11 nætur og gerðum margt skemmtilegt í ferðinni, þar má nefna strandaferðir, roap trip til Alicante, fórum oft í moll, göngutúrar, chilla “heima” í sólbaði og fleira :)

Við pöntuðum ferðina í janúar og fórum út 28. apríl þannig þetta var ákveðið með frekar stuttum fyrirvara, en bróðir mömmu á hús þarna (Los altos, rétt fyrir utan Torrivieja) og það var akkurat laust um páskana þannig við ákváðum að skella okkur. Við vorum á tveimur bílum og pöntuðum þá og flugið í gegnum Dohop.com – mæli með því! 

Við flugum með Primera air og ég hef verið að fá spurningar út í það, mér fannst bara mjög fínt að fljúga með þeim, ekkert öðruvísi en að fljúga með WOW eða Icelandair :) En fyrir þá sem ekki vita þá er ég flughrædd, getið lesið færslu sem ég gerði: “Flughræðslu-tips Tinnu” HÉR

Ferðin gekk ekki alveg eins og í sögu en upp komu veikindi og bókstaflega allir urðu veikir nema ég. Hressandi upp og niður pest sem gekk línuna (ég ákvað bara að vera súkkulaðikleina hehe). Það var alveg glatað að eyða tíma í veikindi í fríinu en Arnór minn var alveg fárveikur í þrjá daga og Óli Freyr byrjaði svo að gubba þegar Arnór var orðinn hress, en honum leið ekkert illa þannig við létum þessi veikindi ekkert stoppa okkur neitt í að njóta ferðarinnar og tókum t.d. æludall með okkur þegar við fórum í dýragarðinn svona just in case 😀

 

Ég ætla bara að bomba inn fullt af myndum, það er skemmtilegra fyrir ykkur að skoða þær bara frekar en að lesa ritgerð 😉

 


 

 

33157685_10155655791389422_6593695803557019648_n

 Óli Freyr spenntur að fara í flugvélina

 

33234775_10155655791434422_7132089448967176192_n 33173077_10155655791424422_432823241900294144_n

Gott að lúlla í vélinni <3 

 

 

33199780_10155655791619422_7411534984910995456_n 33338892_10155655791534422_6432490820351295488_n

 Mætt til Spánar! :)

 

 

 33189369_10155655791419422_5649126083056893952_n

 Keyptum okkur þessar sætu kerrur fyrir ferðina, vá hvað það var góð ákvörðun! Óli verður 5 ára í des en notaði kerruna mikið!

 

33105204_10155655792154422_1571303430075449344_n 33300389_10155655792469422_1412502945655685120_n 33091393_10155655792319422_4410664437824880640_n 32936097_10155655792269422_1400479588437458944_n

 

 33300734_10155655792289422_2844929492978237440_n

 33432932_10155655792024422_2418196093796876288_n

Gaman á róló! <3 

 

 

33401820_10155655797104422_5742615868844539904_n 33381468_10155655797839422_6327631607591075840_n 33186841_10155655797309422_4789736748131287040_n 33149386_10155655793109422_1707261788061433856_n 33126645_10155655793044422_8181929440662519808_n 33076833_10155655797889422_3566247582231429120_n

 33423443_10155655797109422_1543827029634318336_n

33147916_10155655797089422_1713494580176879616_n

33222864_10155655797124422_496727660865519616_n

Krökkunum fannst ÆÐI á ströndinni! Og mér líka….;)

 

 

33136385_10155655791644422_5444134994895175680_n

Gömlu!

 

 

33359917_10155655792814422_8513151640583274496_n 33357375_10155655792649422_1158580420372070400_n 33189352_10155655792589422_4914792602219315200_n

 Aldrei leiðinlegt að versla..

 

 

33303697_10155655791989422_5349243602365054976_n 33141809_10155655791909422_5297748005342937088_n

Dúllurnar mínar :)

 

 

33464609_10155655798344422_6775502271707873280_n 

Það var skellt sér aðeins út á lífið eitt kvöldið :)

 

 

33248907_10155655797494422_7405224277793832960_n 33157681_10155655797314422_680326753876443136_n 33154380_10155655797499422_6314057921797816320_n 33115503_10155655797509422_4983335435540365312_n

33170096_10155655797674422_5733417607969636352_n

33138461_10155655797649422_7968624451161948160_n

Sjúklega gaman að kíkja í dýragarðinn!! 😀

 

 

33134465_10155655798254422_4248990671823699968_n

Father and daughter <3 Adam og Tinna Rut! :)

 

 

33126642_10155655798584422_7781862106147586048_n

Fullorðnir leika sér líka..

 

 

 

33046831_10155655798779422_3282304794621902848_n

<3

 

 

33147995_10155655798099422_8747261713658675200_n 33216316_10155655791814422_2662766701455605760_n 33216248_10155655798834422_4173172108068651008_n 33207222_10155655798364422_4387425593851904000_n

 Börnunum fannst svo ótrúlega gaman á Spáni, langar aftur núna!

 

 

 

33152744_10155655792624422_3249984199351861248_n

Sæti minn :)

 

 

33170144_10155655797374422_4290573114959462400_n

Pís!

 

 

33183947_10155655792294422_3892671388854517760_n

Óli var í fílu þarna en vildi samt gefa mömmu koss.. :)

 

 

33161864_10155655798084422_8601816262542098432_n

Systkinin :)

 

 

33194646_10155655792829422_7909720976152068096_n

Frænkurnar <3

 

 

 

 

33197414_10155655793009422_3556835397625446400_n 33197440_10155655791634422_4108531411449806848_n 33303704_10155655792844422_2398125514054172672_n 33343141_10155655791954422_7338830487193911296_n 33341448_10155655792709422_5840625527890640896_n 33397541_10155655791734422_5835676930996699136_n

 

33386588_10155655792424422_6793100122814152704_n

Verður ekki alltaf að vera selfie líka?!?!

 

 

33207176_10155655793034422_5059288676584914944_n

:)

 

33160490_10155655791799422_6944218074677510144_n

33189412_10155655791839422_1472749358154776576_n

 

 

33144999_10155655798474422_4711131983256748032_n

Mæli með að allir í nágrenni við Alicante skelli sér á Mano’s!
Þar er hægt að fá sjúklega góðar pizzur, samlokur og vefjur! NAMM! Íslendingar eiga staðinn og ég get ekki mælt meira með! :)

 

33149412_10155655797224422_7663102875978956800_n

Arnór, krakkarnir og ælufatan :’D

 

 

33135313_10155655792074422_9045932687155527680_n

 

33154418_10155655792809422_6239635591781154816_n

33154406_10155655797929422_3654797979535015936_n

Vorum úti um páskana og að sjálfsögðu fengu krúttin páskaegg :)

 

 

33174637_10155655798534422_7395579013902630912_n

 

33138463_10155655797714422_5014319205059657728_n 33116201_10155655797709422_650523623622180864_n

Gott að lúlla í bílnum

 

 

33397509_10155655798884422_8762791134285004800_n

Stuð í flugvélinni á leiðinni heim!

 

 

33141869_10155655797919422_7164600568986468352_n

Eina myndin af okkur öllum saman í ferðinni! <3 

  


  

Vá ég get ekki beðið eftir næstu ferð! Langar að ferðast aftur í tímann eftir að hafa skoðað myndirnar aftur! :)

 

Ætla samt ekkert að halda í mér andanum en vonandi förum við aftur eftir nokkur ár, þetta var svo yndislegt.

Vá hvað ég mæli með svona fjölskyldu- sólarlandaferð fyrir alla! <3

 

 

Þangað til næst!

SNAPCHAT OG INSTAGRAM: TINNZY88

19959092_10154892662749422_4851378528896000840_n

TF

 

 

Viewing all 87 articles
Browse latest View live