Ég var að koma heim úr níundu Glasgow ferðinni minni fyrir nokkrum dögum. Ég fór fyrst árið 2006 & hef farið árlega síðan, fyrir utan 2007, 2008 & 2015. Það er óhætt að segja að ég ELSKA Glasgow & finnst alltaf skemmtilegasti partur ársins að fara þangað. Ég er ekki að fara í menningarferð þegar ég fer þangað heldur verslunarferð. Þá meina ég bókstaflega verslunarferð þar sem við verslum frá því búðirnar opna & þangað til þær loka. Við erum nokkrir hópar sem höfum farið saman en við höfum verið frá 3-8 manns. Ég hef alltaf farið með mömmu en svo er misjafnt hverjar hafa komið með hverju sinni. Þetta er alltaf jafn ótrúlega gaman <3
![4240_78612629421_5414421_n]()
Ég & mamma í fyrstu Glasgow ferðinni minni árið 2006.
Ég sýndi frá öllu sem við gerðum á Snapchat þarna úti & ég veit að það eru mjög margar á leiðinni til Glasgow á næstunni sem bíða spenntar eftir þessari færslu & ég vona að þið munuð getað notað margt sem ég segi frá úti.
Ég kaupi alltaf flest allar jólagjafirnar & einnig föt á mig, börnin & Arnór. Þannig það mætti segja að ég „binge shoppi“ þarna einu sinni á ári
Ég versla ekkert rosalega mikið á Íslandi vegna þess að það er ekki einu sinni hægt að reyna bera verðin saman. Við erum að tala um það að fötin sem ég er að versla þarna úti eru um 2-3x ódýrari þar heldur en hér heima.
![1935090_149251059421_923589_n]()
Glasgow 2009, verið að fara yfir kaup dagsins.
Allavega, við skulum koma okkur að efni þessarar færslu, sem er m.a. hvar skal versla í Glasgow?
(fyrir þá sem vilja versla flott & góð föt, á góðu verði & eru ekki bara að spá í merkjum)
En svo ætla ég auðvitað líka benda ykkur á hvar er gott að borða & fleira sniðugt.
![1376640_10151703003859422_1995193865_n]()
Glasgow 2013, fórum átta saman það árið.
Þær búðir sem ég versla helst í eru:
Primark – mjög ódýr búð & mér persónulega finnst barnafötin þarna vera ÆÐI, þau endast endalaust & eru bara fáránlega ódýr að maður trúir því varla. Ótrúlega flott föt á góðu verði. Kaupi líka slatta á mig & Arnór þarna. Keypti t.d. úlpu á Óla Frey núna á 14 pund! Við erum að tala um ótrúlega flotta & góða úlpu fyrir veturinn, hef nokkrum sinnum átt úlpur þaðan, bæði ég & börnin & þær eru æðislegar, mæli 100% með þeim.
H&M – alltaf flott & allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. H&M er dýrari en Primark en samt sem áður alls ekki dýr búð!
Matalan (er ekki á verslunargötunni heldur á móti Jurys Inn hótelinu, c.a. 2 mín labb frá verslunargötunni) – þessi búð er í miklu uppáhaldi hjá mér. Barnafötin þarna eru dásamleg & ég versla einnig mikið á mig & Arnór þarna. Svo er líka heimilisdeild & ég hef keypt sængurverasett & alls konar, margt annað en bara föt. Mjög ódýr búð, svipað ódýr & Primark, kannski örlítið dýrari.
Asda (opin allan sólarhringinn & er á Helen street) – þetta er búðin sem vakti hvað mesta athygli á Snapchat þegar við fórum þangað, því hún er ekki á verslunargötunni & það þarf að taka taxa þangað sem tekur um 10 mínútur. Þessi búð er frábær & það verða allir að fara þangað sem fara til Glasgow að versla! Við erum vanar að fara þangað eitt kvöldið þegar hinar búðirnar eru búnar að loka. Þessi búð er mjög ódýr, í svipuðum verðflokk & hinar sem ég versla í. Á efri hæðinni eru fötin, s.s. fyrir karla, konur & börn. Ég hef ekki verslað mikið á mig í þessari búð en þó eitthvað & þá aðallega nærföt, þau eru ótrúlega ódýr en mjög flott & góð. Ég kaupi mikið af barnafötum þarna og hef líka keypt föt fyrir Arnór & þá helst boli, sokka & nærbuxur. Þessi búð er eins & Hagkaup á sterum. Á neðri hæðinni eru matvörur & alls kyns heimilisvörur ásamt dóti. Ég mæli sérstaklega mikið með dótadeildinni, hún er rugl ódýr, rosa flott dót & flott merki eins & t.d. Fisher Price & þess háttar & verðið er bara grín. Ég keypti núna rosalega mikið af dóti í Asda! T.d. fær Elín Kara Blíðu & Blæ í afmælisgjöf sem ég keypti þarna, stór kassi með þeim í, ásamt töfrateppinu sem svífur & er með hljóði & alls konar sniðugu & ég borgaði 20 pund fyrir þetta & þetta er frá Fisher Price & er mjög veglegt dót! Já, ég mæli mjög mikið með Asda, þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.
Deichmann (skóbúð sem er alveg efst á verslunargötunni) – yfirleitt kaupi ég mér um sjö skópör þegar ég fer út. Stóð mig ekki eins vel núna & keypti mér bara tvö pör. En, Deichmann er uppáhalds skóbúðin mín þarna úti, það ætti ekki að koma ykkur neitt á óvart en þetta er ódýr skóbúð en þessir skór sem eru til sölu þarna eru oftast mjög flottir & fáránlega mikið úrval. Ég á t.d. tvö skópör þaðan sem ég keypti fyrir fjórum árum & hef notað þau mjög mikið & geri enn & það sér ekki á skónum! Það eru alls konar merki þarna eins & t.d. Nike & Adidas, ásamt fleiri merkjum.
Sports Direct – mjög góð búð & flott verð. Hef alltaf keypt eitthvað þarna, kaupi oft skó, bæði á okkur Arnór & á börnin. Svo hef ég keypt íþróttaföt á okkur þarna líka. Öll helstu merkin eru þarna eins & t.d. Nike, Adidas o.s.frv.
New Look – hef alltaf verslað eitthvað í þessari búð, hún er svipuð & Top Shop myndi ég segja, bæði hvað varðar fötin & verð. Flott föt & alls konar fallegir hlutir líka, núna keypti ég mér t.d. engin föt þarna, heldur seðlaveski, tösku, ananas sem er svona hvítur með ljósi, ásamt heimskorti.
Next – mér finnst Next alltaf flott þarna úti & hef alltaf keypt nokkrar flíkur á mig þarna & líka á börnin. Next er aðeins dýrari en t.d. Primark en samt alls ekki dýr búð að mínu mati.
Debenhams – þessi búð er á alvarlegum sterum þarna úti, hún er á nokkrum hæðum & það er vel hægt að eyða miklum tíma þarna inni. Við mamma versluðum mikið í Ted Baker deildinni núna, ekki ódýrustu fötin sem við versluðum en ó, svo falleg. Ég finn líka oft mikið af flottum nærfötum á mig þarna.
Superdrug & Boots – þetta eru æðisleg apótek, stútfull af snyrtivörum & alls kyns sniðugum vörum. Það er t.d. 3 fyrir 2 af flestum snyrtivörum í Superdrug, maður getur gert fáránlega góð kaup, fyrir utan það að verðið á sumum snyrtivörum þarna er hlægilegt miðað við hérna heima.
Þetta eru svona helstu búðirnar sem ég versla í þarna úti. Ég versla alveg í fleiri búðum, en þó mest í þessum sem ég fjallaði um. Verslunargatan er eins & „L“ í laginu & á henni eru tvö moll. Annað heitir Buchanan Galleries & hitt St. Enoch. Í báðum mollunum & á verslunargötunni eru fullt af búðum sem við förum alltaf í & verslum hér & þar. Margar af þessum búðum sem ég talaði um eru á tveimur eða fleiri stöðum á verslunargötunni eins & t.d. Primark, H&M & Sports Dircet.
![73141_445953989421_2530289_n]()
Amma & mamma hressar í Primark árið 2010.
![304030_10150330168324422_81603873_n]()
Ég meina, maður á aldrei of mikið af skóm. Glasgow 2011.
![21740310_10155061979189422_7565991492007165008_n]()
Það er óhætt að segja að við misstum okkur í Asda í ár..
Það er eitt sem mig langar að benda á varðandi búðirnar, t.d. eins & Primark. Það þarf að þræða búðirnar
Maður gæti auðveldlega labbað hratt í gegnum konudeildina í Primark & sagt bara „Æ komum það er ekkert flott hérna.“ Ég skoða allt & þá meina ég allt, maður þarf oft að skoða vel inn á milli til að finna eitthvað flott. En ég á nú reyndar aldrei neitt erfitt með að finna mér dót til að versla sko hehe, en aðrir eiga það til kannski að horfa & dæma t.d. ef það eru gínur uppi í ljótum fötum, þá þarf bara að horfa framhjá því & fara að gramsa!
![297152_10150330179194422_16203526_n]()
Svona var ástandið 2011, skelfilegt, en maður finnur samt alltaf eitthvað við hæfi þegar maður þræðir búðirnar almennilega ![😀]()
Jæja þá er ég búin að segja ykkur aðeins frá uppáhaldsbúðunum mínum & þá er komið að nokkrum öðrum sniðugum ráðum:
Uppáhalds hótelið mitt er Jurys Inn. Maður er í 2-3 mínútur að labba á verslunargötuna þaðan. Ég hef verið á þessu hóteli í 7 af 9 skiptum þegar ég hef verið í Glasgow. Við höfum þá alltaf keypt pakkaferð hjá Icelandair þar sem pakkinn inniheldur flug, hótel & morgunverð. Þetta er mjög fínt hótel, góð staðsetning og alltaf góður morgunmatur. Ég mæli með því að þegar þið mætið á hótelið að biðja um herbergi að framanverðu en ekki bakvið húsið! Það er lestarstöð bakvið húsið & einu sinni lentum við í herbergi neðarlega að aftan & við Íslendingarnir erum nú ekki vön látum í lestum þannig ég svaf ekki vel fyrstu nóttina & við fengum að skipta um herbergi & það var ekkert mál.
Ég er alltaf í Glasgow í fjórar nætur. Þá er ekkert stress í gangi heldur hefur maður nægan tíma. Ég hef verið í þrjár nætur & mér fannst það ekki nóg, en þetta er auðvitað persónubundið en við mamma erum með þetta þannig að við plönum ferðina langt fram í tímann & við viljum vera í fjórar nætur.
Ég mæli með því að taka flugfreyjutöskurnar með að versla! Það er endalaust hægt að troða í þær & það er bara allt annað líf að setja pokana þar ofan í, í staðinn fyrir að halda á þeim & þurfa alltaf að leggja þá frá sér. Svo förum við 1-3x yfir daginn upp á hótel að „droppa“ pokum úr töskunni.
TaxFree. Það munar alveg um það að safna TaxFree. Athugið samt að það er enginn skattur á barnafötum þarna úti þannig að maður fær ekki TaxFree af þeim, en samt sem áður fær maður af öðru & margt smátt gerir eitt stórt. Eini gallinn er að það er leiðinlegt að fylla þetta út, en svo setur maður bara pappírana í póstkassa á flugvellinum áður en maður fer heim.
Ég hef nokkrum sinnum farið í bíó í Glasgow, það er æði! Ég elska að fara í bíó & hvað þá í Glasgow. Þetta er risastórt bíó á einhverjum sex hæðum. Bíóið heitir Cineworld & er staðsett ofarlega rétt fyrir utan verslunargötuna aðeins til hliðar (þið verðið bara að setja þetta í Maps hehe).
Við kíktum til Edinborgar í fyrra. Það tekur minnir mig u.þ.b. hálftíma að fara með lest þangað frá Glasgow. Edinborg er mjög fallegur staður & gaman að kíkja þangað. Við erum hins vegar svo miklir verslunarsjúklingar að við bókstaflega kíktum í Primark & H&M þegar við fórum þangað. En löbbuðum alveg alla lengjuna þarna & skoðuðum í kringum okkur þannig þetta var skemmtileg upplifun & tilbreyting að kíkja þangað.
Ég mæli með að kaupa aukatösku (bara á leiðinni tilbaka)! Ég var núna með tvær stórar töskur & svo flugfreyjutöskuna. Það munar alveg um það að vera ekki að troða öllu í eina tösku. Við kaupum alltaf aukatösku áður en við förum út & hún kostar um 5 þús á mann.
Varðandi mat þá finnst mér almennt allur matur góður í Glasgow, það er sama hvaða stað við prufum, alltaf er maturinn góður. En það eru þrír staðir sem mig langar að mæla með. Fyrst & fremst er það Indverskur staður sem heitir Mother India (passa sig að fara á réttan stað, það eru minnir mig þrír staðir sem heita Mother India þarna úti & hinir tveir eru kaffihús & bar! Gatan heitir: 28 Westminster Terrace). Það þarf að taka taxa þangað sem tekur u.þ.b. 10 mínútur. Við borðum alltaf þarna & þessi matur er sjúkur & þarna fæst besta hvítlauksnanbrauð í heimi! Þið bara verðið að prófa, ATH það þarf að panta borð! Síðan langar mig að mæla með Pizza Hut! Það er algjör snilld að kíkja á Pizza Hut eftir langan verslunardag, ef maður nennir ekki að fara eitthvað fínt út að borða. Pizzurnar þarna eru mjög góðar & þjónustan alltaf top nice. Hann er í tveggja mínútna göngufæri frá Jurys Inn, rétt hjá verslunargötunni. Að lokum er það kaffihúsið Costa. Við höfum alltaf farið mikið þangað & keypt okkur muffins, samlokur & drykki. Costa er út um allt í Glasgow.
![67416_445954639421_4060750_n]()
Stuð úti að borða, árið 2010.
![21751765_10155061983564422_6282976030821162992_n]()
Útsýnið út um hótelherbergisgluggann var ekki slæmt þetta árið ![:)]()
![10686652_10152396976379422_2033679152526706499_n]()
Það var árið 2014 sem ég fékk Snapchat sloppinn minn fræga :’)
![21742985_10155061979329422_437509463395658553_n]()
Maður verður að næra sig vel fyrir langan verslunardag!
![21731057_10155061982869422_6859149349821751515_n]()
Það er alltaf tími fyrir ís!
![21740308_10155061980114422_2360011726754267630_n]()
Það er svo sannarlega alltaf tími fyrir fíflaskap í Glasgow!
![316597_10150330159099422_246440847_n]()
Við Arnór í Glasgow 2011 ![:)]()
![298389_10150330177544422_165617741_n]()
Mamma & ég á uppáhalds Mother India árið 2011 <3
![300981_10150330164829422_1334082994_n]()
Amma & Arnór, þarna vorum við á tælenskum veitingastað ![:)]()
![248896_10151163911379422_1498427753_n]()
Það er alltaf búningapartý í Primark
![64677_10151163919794422_1764093572_n]()
Þetta var mikið challenge, en tókst á endanum. Vá hvað við hlógum mikið þarna.
![390227_10151163920469422_1050877344_n]()
Þetta tók sinn tíma.
![1383693_10151703003384422_2086468124_n]()
Maður lætur ekkert óléttuna stoppa sig
Var komin rúma fimm mánuði á leið þarna, árið 2013.
![14344928_10154027498959422_5582655820712546793_n]()
Glasgow 2016.
![14370049_10154027498554422_1324927759874130821_n]()
Maður veit aldrei hvernig dagurinn endar í Glasgow. Þarna erum við óvart mættar á djammið á teknó stað haha..
Haha, mamma, Arnór & amma.
Núna koma nokkrar myndir af því sem ég verslaði núna úti, það vantar samt allar jólagjafir á myndirnar & jóla- & afmælisgjafirnar hans Arnórs.
![21728333_10155061984079422_7393546826442070856_n]()
Alls konar make up dót & glingur.
![21728235_10155061983804422_2563002708159438869_n]()
Fötin sem ég keypti á börnin mín tvö.
![21752488_10155061983899422_85074240781987668_n]()
Langaði bara aðeins að sýna ykkur þetta. 7 samfellur saman á 7 pund!!!! Sem gerir um 140 kr samfellan. Primark núna árið 2017.
![21728517_10155061983924422_1656169393918360850_n]()
Dót & fleira fyrir börnin.
![21740521_10155061984109422_7954902940279021183_n]()
Það sem ég verslaði á mig. Ef vel er að gáð má sjá tvo ketti á þessari mynd
![21752398_10155061984129422_1410432004067687077_n]()
Það sem Arnór fékk þegar ég kom heim.
Jæja þá hafið þið fengið smá innsýn í Glasgow ferðirnar mínar & ég vona að þið getið notað tipsin mín. Já talandi um tips, þá á að gefa tips í Glasgow fyrir ykkur sem ekki vita! Ég gef Glasgow allavega öll mín meðmæli fyrir fólk sem er að fara í verslunarferð! Annars erum við Arnór að fara til Belfast í október í smá brúðkaupsferð & ég hreinlega get ekki beðið. Ég hef farið 2x til Englands, 9x til Skotlands & loksins fer ég til Írlands & er þá búin að taka Bretland vel í nefið. Ég ætlaði að setja fleiri myndir inn en þær eru svo ótalmargar í viðbót sem mig langar að hafa með þannig hér koma þær fyrir neðan í smá svona myndasyrpu.
Góða skemmtun í Glasgow & happy shopping! ![:)]()
Fylgist með mér á Snapchat, Instagram & Facebook: tinnzy88
![TF]()