Jæja, ég hef ekki sett inn færslu síðan í október, blogg peppið alveg að fara með mann þessa dagana..
Ég var sem sagt búin að vera lömuð af þreytu vegna járnskorts og fyrstu vikum meðgöngunnar, en líður mun betur núna. Fór í fimm járngjafir í æð og tek inn járn daglega, þannig að járnforðinn minn er smám saman að komast upp á við og meðgönguþreytan orðin skárri, enda er ég komin 22 vikur núna.
En nóg um það! Ég kom heim frá Thailandi 10. febrúar, eftir dásamlega ferð, var í burtu í 17 nætur.
Ég varð þrítug í desember og fékk supræs afmælispartý í lok nóvember, sem maðurinn minn planaði rétt áður en við komumst að því að ég væri ólétt, þannig að ég var komin um sex vikur í partýinu og endaði á því að segja öllum að ég væri ólétt því ég nennti ekki að þykjustunni djamma haha. Allavega, í þessu partýi þá fékk ég afmælisgjöfina mína frá mömmu og fjölskyldunni minni og Arnórs. Og það var hvorki meira né minna en Thailandsferð! Shit ég hélt ég myndi míga á mig, ég var á leiðinni til Thailands eftir tæpa tvo mánuði og þá komin 14-16 vikur á leið í ferðinni!
En jæja ég fékk ferðina að gjöf þarna í lok nóvember, á tíma þar sem ég var búin að vera andast úr þreytu, bæði nýorðin ólétt og með járnskort og blóðlítil þannig ég var smá stressuð að ég yrði hálf ómöguleg í ferðinni, sem ég var svo sem betur fer alls ekki! Svo er ég náttúrulega flughrædd og myndi ekki alveg fara að panta mér ferð til Asíu í fljótu bragði sko..haha. Þannig mér var dembt beinustu leið í djúpu laugina og VÁ ég er svo fegin, svo dásamlegt að hafa farið í þessa ferð og upplifað þetta, mun lifa á þessu lengi, eða bara forever! Ferðin einkenndist af chilli, nuddi, yoga, sólbaði og bara almennri snilld!
En til þess að komst til Thailands fórum við í flug til Helsinki (3.5 klst) og svo þaðan til Bangkok (9,5 klst út og 11 klst heim) og þetta var í raun MUN minna mál en ég hafði ímyndað mér og svo gott að vera komin á leiðarenda. Við gistum eina nótt í Bangkok og svo var ferðinni heitið til Koh Samui, sem er eyja og tekur 1 klst að fljúga þangað.
Því miður gekk flugið EKKI vel og ég fór tíu skref aftur á bak í flughræðslunni, ég sem var orðin svo góð!! ![:(]()
Langar að segja ykkur frá þessu ömurlega flugi:
Við flugum með Bangkok air yfir til Koh Samui og flugvélin var öll út í einhverjum límmiðum og var ógeðslega skítug að innan og var bara ótrúlega ótraustvekjandi og við vorum hlægjandi áður en við fórum í loftið að segja að þetta væri dótaflugvél. Flugið yfir var fínt svo sem, en svo kom að því að lækka flugið og lenda. Hann lækkaði flugið alveg ótrúlega brussulega og var einhvernveginn að bremsa eins og maður sæti í bíl, mjög skrítin tilfinning og maður hugsaði með sér að hann vissi ekki alveg hvað hann væri að gera? En svo rétt fyrir lendingu kemur svona svaka vindkviða og vélin “pompar” og svo reynir hann að lenda, dekkin snerta og vélin hoppar og skoppar þannig hann fer upp aftur, sem vélin átti ekkert auðvelt með, enda enginn hraði á henni þannig séð lengur og dekkin búin að snerta og allt. Við fáum náttúrulega smá (mikið) sjokk og hann flýgur bara áfram og við vitum ekkert, eru dekkin ónýt?? Erum við að fara í magalendignu?? Hvað er málið??
Hann flaug áfram í svona korter (og sagði ekki stakkt orð við okkur allan tímann) og svo snýr hann við og biður “cabin crew” að undirbúa sig fyrir lendingu. Svo reynir hann aftur og það sama gerist, vélin pompar en sem betur fer náði hann (mjög harkalega) að lenda blessaðri vélinni! Djísess kræst sko ég hélt ég myndi ekki lifa þetta af. En það sem okkur fannst mest spes er að hvorki flugmaðurinn né neinn úr áhöfninni sagði okkur hvað hafði gerst, það hefði verið fínt að vita eitthvað til að róa mann niður. Okkur datt í hug að þetta hlýtur að hafa verið óreyndur flugmaður og jafnvel nemi. Því svona gerist yfirleitt bara í vondu veðri og/eða mjög slæmu skyggni, hvorugt átti við þarna en það eina sem manni datt í hug var þessi vindkviða sem kom, en var samt þó nokkru fyrir ofan brautina. Spjallaði við flugmann um þetta og hann hefur lent í þessu 2-3 sinnum á öllum ferlinum sínum sagði hann og þetta gerist alveg stundum, en þó ekki að dekkin séu búin að snerta, það er mjög óalgengt og hann hafði aldrei lent í því. Það eru svona 0,01% líkur á að maður lendi í svona, típískt að það hafi verið ég á lokasprettinum komin alla leið til Thailands, en ég lifði þetta af og er komin heil heim, hallelujah!!! ![😀]()
En nóg um það! Ferðin var svona: Bangkok ein nótt, flogið svo yfir til Koh Samui og dvalið á Yoga setri í eina viku (vorum 32 íslenskar konur). Á yoga setrinu var yoga alla morgna kl 7-8:30 og svo seinni partinn spinning og/eða svona erobik tími og svo á kvöldin var nokkrum sinnum yoga nitra og gong. En auðvitað mætti hver og ein í þá tíma sem hún vildi/nennti. Ég fór t.d. aldrei í spinning eða erobik tíma seinni partinn, var mjög dugleg að slaka á og horfa á Despó ![😀]()
Eftir yoga setrið fórum við á geggjað hótel í tvær nætur, lúxus hótel sem var æðislegt. Við erum að tala um full service, þegar maður var í sólbaði var komið með ískalt vatn með klökum til manns og BJÖLLU, sem maður hringdi til að fá aðstoð eða panta eitthvað, oh efitt líf sko
Eftir tvær nætur á lúxus hótelinu lá leið okkar á hótel sem við ætluðum að vera á í fimm nætur og klára ferðina þar, en við enduðum síðan á því að breyta ferðinni og vera bara þrjár nætur þar og við fórum fyrr aftur yfir til Bangkok og vorum þar síðustu tvær næturnar á æðislegu japönsku hóteli – en við breyttum ferðinni m.a. vegna flugreynslunnar á leiðinni á eyjuna og ef við hefðum ekki breytt ferðinni þá hefðum við þurft að millilenda á Phuket á leiðinni heim og fljúga svo þaðan til Bangkok og halda svo áfram.
En við, og sérstaklega ég, var eiginlega alls ekki til í það. Þannig það var fullkomið að breyta fluginu, fara fyrr yfir og þá í beinu flugi og eiga tvo auka daga í Bangkok! Ég skoðaði líka ferju ferð frá eyjunni og til Bangkok og það hefði líka vel komið til greina, ég var bara svo núll spennt að fljúga aftur yfir með Bangkok air og hvað þá millilenda í Phuket!! En sem betur fer breyttum við og gátum flogið beint yfir og fengum meira segja flugvél sem var bara hvít og ekki með límmiðum haha! ![:)]()
En jæja ég ætla ekki að drepa ykkur úr leiðindum um flug!
Ég var smá smeyk að fara til Asíu ólétt og langar að setja inn smá upplýsingar um óléttar konur og að ferðast til Thailands:
Óléttum konum er ráðlagt að ferðast ekki til Thailands.
Mamma fór fyrst til Thailands í janúar 2018 og ákvað að fara aftur 2019 og að ég myndi fara með og fá ferðina í þrítugs afmælisgjöf, en hún reiknaði hvergi með því að ég yrði orðin ólétt, obbossí.
En ég “googlaði” allt mögulegt fyrir ferðina og í raun því meira sem ég googlaði því minni áhyggjur hafði ég. Við vorum sem sagt í Thailandi í 15 nætur og þar af 12 nætur á eyjunni Koh Samui (1 klst flug frá Bangkok) og sú eyja er “túristaeyja” og er mjög vernduð m.v. Bangkok. Það er t.d. ekki malaría á eyjunni.
En það voru þó nokkrir hlutir sem ég spáði mikið í áður en ég fór út:
-Zika veiran
-Malaría
-Dengue fever
Ziga, Malaría og Dengue smitast með moskító. Eða reyndar þá smitast Ziga líka í kynlífi en það er eitthvað sem ég þurfti auðvitað ekkert að spá í. Þar sem ég fór út ólétt þá fór ég út ólétt og óbólusett. Ég fór á heilsugæslustöðina mína og talaði við bólusetningarsérfræðing þar og hann mælti með því að ég yrði ekki bólusett en myndi bara passa mig vel og nota moskító spray og passa mig vel – sem ég gerði. Hann sagði líka að þetta væri allt annað mál ef ég væri að fara í einhverja frumskóga og gera hluti sem fela í sér áhættur. En Zika veiran er óþekkt á Samui og mjög lítið um smit í Thailandi, svo fæðast líka börn þar á hverjum degi, þannig ég ákvað að vera ekkert að láta neitt stoppa mig né hafa áhyggjur af einhverju sem eru um 0,01% líkur á að gerist. Svo er dengue fever eitthvað sem þú færð við bit og þú verður mjög veikur, en ég passaði mig bara vel og notaði DEET 30% moskító spray og ég fann bókstaflega engin bit á mér, fyrr en eftir síðasta daginn. Ég klikkaði á sprayinu síðasta daginn þegar við vorum að fara á flugvöllinn og kom því heim með fimm bit. Fimm bit (sem ég vissi um) eftir allan þennan tíma í Thailandi, ég var mjög sátt bara ![:)]()
Svo voru aðrir hlutir eins og að tannbursta mig ekki með vatninu þeirra heldur alltaf með flöskuvatni, panta mér aldrei ferskt salat sem hefði þá verið skolað með þeirra vatni heldur fékk mér frekar heitan mat og ávexti. Og að sjálfsögðu snerti ég ekki “street food” þarna úti, ólétt eða ekki ólétt, þú lætur það stöff eiga sig. Meira segja á yoga setrinu sem við vorum á var vatnið drykkjarhæft (ekki úr krana heldur úr svona stórum brúsa sem fyllt er á) en ég fékk mér samt bara vatn úr flöskum sem ég opnaði sjálf. Fyrst í ferðinni afþakkaði ég alls staðar klaka, ætlaði sko ekki að fá mér neina klaka takk fyrir. En svo c.a. viku fyrir heimför þá ákvað ég að hætta því bulli, var búin að lesa um að klakar í Thailandi væru safe því þeir eru ekki úr kranavatni og veitingastaðir kaupa alltaf tilbúna klaka. Ég fékk bara ógeð á því að drekka heitt kók og namminamm hvað það var gott að fá loksins klaka, mér varð ekki meint af þeim, enda eru þeir safe!
En jæja Bína blaðrari kveður nú og leyfir myndunum bara að tala sínu máli. Ætla hafa þær allar stórar og set smá texta undir myndirnar.
Myndir frá Bangkok:
![50620483_10156189029839422_4231257194240147456_n]()
Gaman að sjá íslenska fánann í Thailandi ![😀]()
![50625289_10156189029514422_8252473870477426688_n]()
Bumbumynd með smokkakörlunum. Já, þið lásuð rétt, þetta eru kallar gerðir úr smokkum
![50763250_10156189029464422_4534241783780999168_n]()
Ótrúlega spes strætóarnir, allir að hrynja í sundur og flestir ef ekki allir með grímu.
![50775294_10156189029429422_7430459564299911168_n]()
Umferðin er svakaleg. Það eru fáránlega margir á vespum og mótorhjólum og svona er statusinnn á rauðu ljósi, þeir smygla sér fremst og þetta lítur út eins og svaka gengi!
![51920788_10155867597897213_3200248757237055488_n]()
Ótrúlegt úrval af geggjuðum kökum í Thailandi, sjúklega flottar og girnilegar og á mjög góðu verði!
![51633354_10155867598897213_149552913025335296_n]()
Við urðum að fara á kisukaffihús! Verandi þrjár crazy cat ladies að ferðast saman..
![51930037_10155867598602213_6347231214105001984_n]()
![52464386_10155867598667213_9081607179437342720_n]()
Svo sætar! <3
![52755215_10156265168159422_9207743763261161472_n]()
Markaðir alls staðar..
![52938243_10156265164794422_494108147426787328_n]()
Hressar í TukTuk “bíl.” Mér var oft ekki sama um líf mitt í þessum tryllitækjum..
![53253037_10156265171824422_3710896110756167680_n]()
TukTuk
![53041407_10156265164804422_6947430903488446464_n]()
Viðurkenni að mér leið mun betur í bíl!
![53101183_10156265165009422_1099418839302537216_n]()
Hundur í skóm!
![53327605_10156265164944422_5185524439793532928_n]()
Fallegt umhverfi, vorum að labba í moll þarna
![53375579_10156265164474422_5815702695960379392_n]()
When in Bangkok..
Myndir frá yoga setrinu:
![53057854_10156265171319422_1768323007396184064_n]()
Eftir meðferð á snyrtistofunni fékk maður alltaf heitt te. Mjög kósý!
![53053590_10156265168614422_4080932844958908416_n]()
Yoga salurinn, geggjað útsýni beint út á sjó!
![53010583_10156265168979422_7444556682052501504_n]()
Hressar í yoga kl 07 ![:)]()
![52970892_10156265171664422_1884631542110617600_n]()
Svona var maturinn á yoga setrinu. Var alveg orðin vel þreytt á þessu fæði í lokin, viðurkenni það alveg hihi..
![52778844_10156265168539422_2927849982725718016_n]()
Ég mastera þessa betur one day..
![51947667_10155863074557213_3306395575422812160_n]()
Íslenski hópurinn sem var saman á yoga setrinu
![51411439_10155851447002213_4140494141454811136_n]()
Svo nice!
![51290698_10155854231992213_8820884956419981312_n]()
Ferðafélagarnir! <3
![51268236_10155849118582213_241808127643615232_n]()
Geggjað að fara í yoga í vatni!!
![51116803_10155849118572213_1974351596447858688_n]()
Love it ![:)]()
![50770383_10155845657027213_2534298749253976064_n]()
Draumur!
Heimsóttum Big Buddha:
![51497630_10155863073472213_8905598165516812288_n]()
Frekar töff gaur!
![51863717_10155863074002213_4500103197574037504_n]()
![:)]()
![53176145_10156265166184422_1660078342499467264_n]()
Basic túristi..
![53407610_10156265166179422_730931613336076288_n]()
Náttúran, umhverfið og útsýni:
![50626206_10156193707819422_2634183105690206208_n]()
Löbbuðum upp á fjall til að skoða munkaklaustur og útsýnið var osom
![51243268_10155845656107213_9046739316373454848_n]()
Geggjað
![51050359_10155849118377213_2046756112174153728_n]()
Basic í Thailandi. Maður séð kannski svona ræsi og svo 50 metrum seinna sér maður glæsilegt hús. Ríkir og fátækir lifa alveg hlið við hlið bara.
![53012125_10156265169024422_4619184215282417664_n]()
![51056077_10156189029314422_3489404041711058944_n]()
Ekki slæmt sólbaðsútsýni!
![51368862_10155858537217213_6042703069152542720_n]()
Fína hótelið sem við gistum á í tvær nætur, svo geggjað!
![53026381_10156265171964422_4568076612720918528_n]()
Rafmagnið í Thailandi er vægast sagt spes.
![53039151_10156265169919422_8320586970845675520_n]()
Basic stöff að sjá svona alls staðar
![53081046_10156265168459422_1392961471524110336_n]()
![53199763_10156265168494422_4120326370897166336_n]()
I don’t even..
![53220408_10156265166514422_7592185265045635072_n]()
![53226611_10156265164514422_2047365430594502656_n]()
Það þarf að gefa þessum öndum að drekka..!
![53238279_10156265168934422_1237872551812661248_n]()
![53243892_10156265168069422_6206595851482038272_n]()
Útsýnið okkar á einu hótelinu sem við gistum á
![53278957_10156265169689422_1831472048988225536_n]()
![53330472_10156265168394422_653545369338118144_n]()
Erfitt líf!
![53603258_10156265169234422_6433169674292166656_n]()
Verið að byggja svaka flott hótel
![53243821_10156265169554422_4058460257511276544_n]()
![53499981_10156265165224422_1840944376021254144_n]()
Bæ Koh Samui!
Japanska hótelið:
![51484211_10155867598092213_3771687803713224704_n]()
Mættar á japanska hótelið í Bangkok
![53245216_10156265164764422_2566833826600845312_n]()
Pöntuðum okkur japanskan morgunverð með amerísku ívafi. Náði ekki einu sinni öllum matnum á eina mynd en þetta var mjög gott!
![51528017_10155867597737213_3603450275416768512_n]()
Það var mjög flippað og skemmtilegt á japanska hótelinu. Við alveg elskuðum það.
![53018005_10156265164604422_3979271411444219904_n]()
Mæli svo 100% með fyrir alla sem gista í Bangkok!!
![53088240_10156265165324422_253271434011344896_n]()
![53110651_10156265164799422_1335390836535328768_n]()
![53714814_10156265164629422_3832985542601998336_n]()
Hversu nice?!?
Sólbað, chill og alls konar snilld:
![50685913_10156189040184422_6170739939781640192_n]()
![50924392_10156193707909422_2071620021448081408_n]()
![50947238_10155851447387213_8813899746163818496_n]()
![51276863_10155851447442213_787765639958757376_n]()
![53345313_10156265171609422_1370526203047313408_n]()
![51024588_10155854233567213_2248617431897473024_n]()
![51124221_10156189029549422_959896375720411136_n]()
![51165085_10155854233857213_7831828540193505280_n]()
Mamma gella!
![51515982_10155854233927213_5608236194807676928_n]()
Alma að chilla á geggjaða hótelinu sem við vorum á í tvær nætur
![51286711_10156193707789422_7835444924131573760_n]()
Þegar við vorum á yoga setrinu fórum við á hverjum morgni í nudd á ströndinni, OH langar aftur núna..
![53004999_10156265169909422_3780945734568771584_n]()
![51405192_10156197611934422_1421441747556237312_n]()
![51435173_10155863074247213_3895581486895595520_n]()
Besta. Fjárfesting. Ever.
![51588536_10155863074162213_8188936508007251968_n]()
![51570528_10156200316179422_2632578604692668416_n]()
![51781217_10155861634792213_64512624989044736_n]()
Í Thailandi fara allir úr skónum áður en þeir fara eitthvað inn!
![52846292_10156265168209422_3831658114239692800_n]()
![53074183_10156265165419422_2403325383714799616_n]()
![53139625_10156265166359422_5434044007887929344_n]()
![53140383_10156265171934422_9051977978178699264_n]()
Við vorum aaalltaf í nuddi og það kostaði ekki neitt! Eða þú veist, kostaði lítið ![😉]()
![53165260_10156265165519422_234447648914931712_n]()
![53285580_10156265165764422_7838043770187677696_n]()
Halló tan <3
![53317813_10156265165404422_6352302715783086080_n]()
![53345292_10156265171379422_2542275066163363840_n]()
![53439472_10156265168704422_4493631171485237248_n]()
![53470914_10156265168309422_2389304905358639104_n]()
![53548618_10156265168119422_2620868273280909312_n]()
![52779918_10156265166374422_8900709633740505088_n]()
Náði stundum að tala smá við þau þegar þau voru nývöknuð og á leiðinni í leikskólann. Kl: 07 á Íslandi og kl: 14 í Thailandi. Tímamismunurinn gat verið smá tricky upp á að tala við krakkana því þegar þau voru að koma heim úr leikskólanum á daginn var ég að fara sofa. Elskaði að geta séð þau í smá þegar þau voru nývöknuð <3
Ætla enda þessa færslu á að setja inn mynd af flugvélinni “góðu” .. mæli ekki með! ![😀]()
![53075078_10156265171649422_2790060383828705280_n]()
Og TAKK MAMMA! Án þín hefði ég aldrei farið í þessa ferð. Takk fyrir allt, elska þig mest kv. væmin dóttir! <3
![TF]()
Snapchat & Instagram: tinnzy88