Quantcast
Channel: Tinna – Fagurkerar
Viewing all 87 articles
Browse latest View live

9 mánaða átaki lokið – náði ég að missa 9 kíló á 9 mánuðum?

$
0
0

Mér finnst hálf pínlegt að ég hafi verið búin að lofa færslu 15. maí með niðurstöðum úr átakinu þar sem ég ætlaði mér svo sannarlega að vera búin að missa 9 kílo og vera komin í drauma formið og skella inn fyrir- og eftir myndum og alles.

Þið sem eruð með mig á Snapchat og fylgdust með mér í gegnum þessa níu mánuði vitið svo sem alveg niðurstöðurnar en já, stutta svarið við spurningunni “missti ég 9 kíló á 9 mánuðum” er bara pjúra NEI. Ekki nálægt því hehe.

Ég missti um 2.5 kg af 9 sem var markmiðið. Já markmiðið var sem sagt (og er svo sem enn) að missa þessi 9 kíló og vera svaka fín og flott gella og vera jafn þung og ég var áður en ég varð fyrst ólétt árið 2013.

Ég sé það eiginlega núna svona eftir á að þessar væntingar um að vera jafn þung og ég var áður en ég eignaðist börn er pínu spes, sérstaklega þar sem líkaminn breytist í fyrsta lagi með árunum og hvað þá eftir barneignir. Ég get alveg lést um þessi kg en líkaminn mun aldrei líta nákvæmlega eins út.

Það sem ég lærði aðallega í þessu átaki er að það skiptir EKKI mestu máli í lífinu að vera fine ass gella! Trúið mér, mig langar rosa mikið að vera sjúklega fit og í bara þrusu formi en það er bara svo margt annað sem gengur fyrir. Auðvitað er þetta engin afsökun og maður getur allt sem maður ætlar sér, EN ég hef bara ekki enn komist á þann stað að formið sé það sem skiptir mestu, ég veit ekki hvort mig langi einhverntímann að vera á þeim stað einu sinni.

En málið er að ég er búin að vera að leita að þessum gullna milliveg þar sem ég gef börnunum mínum allan minn tíma og ást OG sinni mér líka, s.s. regluleg hreyfing og gott matarræði.

Matarræðið er eitthvað sem á alltaf að vera í lagi og ekki ætti að þurfa nema gott skipulag þannig að það er svo sem engin afsökun þar hjá mér, nema bara græðgi..og nammi er sjúklega gott?!? 😉

 

Áður en ég byrjaði í átakinu þá var basic dagur hjá mér svona:

Morgunmatur: ekkert

Hádegismatur: oft einhver skyndibiti (óhollur skyndibiti) eða samloka (óholl samloka með nóg af pítusósu)

Millimál: ekkert eða eitthvað nasl, t.d. nammi eða corny

Kvöldmatur: Hvað sem er, oftast eitthvað í óhollari kantinum eins og pizza, KFC, pítur, o.s.frv…þið skiljið hvert ég er að fara..

Kvöldsnarl: Nammi….snakk….meira nammi?

Yfir daginn: Kók

 

Þó ég hafi ekki náð markmiðinu mínu á þessum 9 mánuðum þá lærði ég HELLING og hugarfar mitt breyttist til muna og ég lærði að elska sjálfa mig meira (ég veit, algjör klisja, en þetta er satt!)

Alltaf þegar ég var í átaki áður fyrr og vogaði mér að svindla á degi sem var ekki nammidagur (sem var OFT) þá hugsaði ég alltaf  “æ ég er búin að svindla…ég byrja aftur á mánudaginn og núllstilli mig” og þetta var kannski á þriðjudegi! Þetta er mjög brenglað hugarfar en ég gerði þetta í mörg ár!!!

Það sem hefur breyst hjá mér eftir þetta 9 mánaða átak (lengsta átak sem ég hef tekið, þó ég hafi staðið mig mjög misvel á þessum 9 mánuðum) er helst að hugarfar mitt er allt annað!

Ég er hætt að vera með 1 nammidag í viku þar sem ég breytist í menskt svín og borða ógeðslega óhollt í hádeginu og í kvöldmat og svo fullt af nammi um kvöldið og er í staðinn LOKSINS að finna gullna meðalveginn minn..

Gærdagurinn var t.d. svona hjá mér: (ég ákvað daginn áður nákvæmlega allt sem ég ætlaði að borða og fór 100% eftir því, mér finnst það LANG BEST:))

(Þegar ég segi gærdagurinn þá meina ég einhverntímann í síðustu viku þegar ég byrjaði á færslunni, eflaust einhverjir glöggir sem fylgjast með mér á Snapchat sem vita að ég borðaði sveppasúpu í kvöldmat í gær;))

Morgunmatur: Ekkert (ég fasta á morgnanna)

Hádegismatur: tvær flatkökur með smjörva og 2 eggjum

Millimál 1 og 2: Banani og stór Hámark extra

Kvöldmatur: Taco (tvær vefjur með kjúlla, grænmeti og salsa) og ein lítil kókdós

Yfir daginn: fékk mér 2 Nocco og helling af vatni

Sjáið þið milliveginn þarna? 😀 Eina óholla er þessi eina kók dós, ég veit það er ekki alveg ideal að fá sér eina kók dós á dag þegar maður er að reyna taka sig á en þið sjáið muninn á þessum degi og hinum sem var áður basic dagur hjá mér..

 

Ég er svo nýbyrjuð í fjarþjálfun hjá FITNESTIC stelpunum og vá hvað það er að halda mér við efnið. Er ég búin að standa mig 100% vel síðan ég byrjaði? Ónei. En hins vegar er ég er halda mér nokkurn veginn við efnið og þær eru ekkert smá peppandi og senda manni póst amk 1x í viku þar sem þær spurja hvernig gengur og koma með gott pepp og mér finnst það án gríns hjálpa mér ekkert smá mikið! Fékk geggjað æfingaplan (valdi heimaæfingar, fjallgöngur og útiskokk frekar en að fara í ræktina zzzz) og matarræðið er orðið mjög fínt en ég ætla mér að bæta það enn frekar og koma hreyfingunni betur inn, það sem vantar þar er einfaldlega betra skipulag! Svo eru þær með geggjaðan matarbanka sem fylgir með þjálfuninni og þar eru fullt af geggjuðum uppskriftum! Þeir sem eru að spá í að byrja í fjarþjálfun þá mæli ég hiklaust með að tékka á FITNESTIC stelpunum!! :) HÉR er heimasíðan þeirra!

 

Ég ætla allavega að halda ótrauð áfram og er HÆTT að stimpla mig sem manneskju sem er í átaki og eingöngu að reyna að grennast, ætla frekar bara að lifa lífinu og hætta velta mér endalaust upp úr því hvað ég er þung og njóta þess að vera til og halda áfram að vera á þessum fína milliveg og reyni bara að gera betur í dag ef gærdagurinn gekk ekki nógu vel!

 

Læt fylgja með mynd sem var tekin í apríl og ég var efins með að setja hana á Instagram því mér fannst ég ekki alveg nógu flott á henni en setti hana samt inn og er að reyna hætta hugsa svona vitlaust!

 

33126642_10155655798584422_7781862106147586048_n

 

Þangað til næst!

 

19959092_10154892662749422_4851378528896000840_n

Snapchat og Instagram: tinnzy88

 

TF

 


Spínat lasagna – hollt og gott!

$
0
0

Langar að deila með ykkur uppskrift af spínat lasagna sem ég elska. Það er ótrúlega gott og hollt (ish).

Þegar mamma bauð okkur Arnóri fyrst í spínat lasagna hugsaði ég með mér bara “Já ok, en hrikalega óspennandi” haha….en vá hvað það kom á óvart og er nú einn af mínum allra uppáhalds réttum! 

 

Það er alveg frekar einfalt að búa réttinn til og einnig gaman, svo tekur það alls ekki langan tíma sem mér finnst alltaf plús.

 

35540654_10155712734114422_7228899652496523264_n

 

 

Það sem þarf:

1 púrrulaukur

C.a. 10 stk meðalstórar kartöflur

600gr frosið spínat

Lasagna plötur

200 gr rjómaostur

Rifinn ostur

Hvítlaukssalt

1-2 msk  kúmín (cumin)

1 tsk kóríander 

Dass af chillidufti

Salt & pipar

 

35842508_10155712734274422_8086831266931933184_n

35647591_10155712735329422_5552344733117841408_n

 

 

Aðferð:

Leggja lasagna plöturnar í bleyti í c.a. 30 mín til að mýkja þær aðeins

Sjóða kartöflur (ekki kæla)

Saxa lauk og steikja upp úr olíu

Setja spínat á pönnuna með lauknum

Setja grófmarðar kartöflur út á laukinn og spínatið þegar spínatið er þiðnað á pönnunni

Rjómaost og kryddi er svo bætt út í og allt hrært vel saman

Síðan er þessu komið í eldfast fót, gerðar eru nokkrar hæðir og lasagna plötunum raðað á milli.

Að lokum er settur ostur ofan á og eldað í ofninum í c.a. 40 mín á 180 gráðum.

 

Borið fram með hvítlauksbrauði og gulum baunum (ég kaupi frosnar baunir, sýð þær og blanda svo smjöri og salti út í eftir að ég tek vatnið frá, mæli með!)

 

35836756_10155712735609422_1244998117305090048_n

35483778_10155712736819422_1492457726125539328_n

35644304_10155712737074422_7214627609315901440_n

35665611_10155712737899422_1892366752440909824_n

35564333_10155712738289422_7830272370462949376_n

35652322_10155712739094422_8120375051708006400_n

 

 

 

Þangað til næst!

19959092_10154892662749422_4851378528896000840_n

TF

Hvað á að gera með börnunum í sumarfríinu? Hér er minn listi!

$
0
0

Loksins er komið að því að við fjölskyldan erum að fara í sumafrí saman.

Þetta verður í fyrsta skiptið sem við erum öll saman í fríi, alveg í heilar 5 vikur líka! :)

 

Síðasta sumar var ömurlegt. Pabbi lést 18. júní og sumarið er eiginlega allt í móðu. Man vel eftir flutningunum í júlí og 10 daga ferðalaginu sem við fórum í, en man ekki mikið meira en það. Ég man hvað ég var með mikið samviskubit eftir sumarið því það var ekki sniðið að börnunum, heldur þá var ég bara ógeðslega sorgmædd (eðlilega) og lofaði sjálfri mér að næsta sumar yrði fullt af fjöri fyrir krakkana! <3 

En fyrir utan síðasta sumar þá erum við Arnór bæði nýlega útskrifuð úr námi þannig að þetta hefur alltaf bara verið þannig að hann er að vinna á sumrin og því höfum við aldrei tekið svona gott frí saman, mikið verður þetta ljúft!

 

Þetta er alveg frekar langur tími, en tíminn getur verið svo svakalega fljótur að líða samt og áður en maður veit þá er þetta búið.

Þannig að mig langaði að gera to do lista fyrir fríið og geri hann 100% sniðinn að krökkunum og hvað þeim finnst gaman að gera.

Börnin mín, Óli Freyr og Elín Kara, eru fjögurra og tveggja ára gömul.

 

Ég ákvað að hafa listann ekki mjög langan, þar sem mig langar til þess að gera allt á listanum og vil hafa þetta raunhæft 😀

 

Datt svo í hug að deila honum með ykkur ef einhverjum skyldi vanta humyndir.

 

 

Hér kemur listinn:

Út að leika (erum t.d með badmington fjölskyldusett, frisbí, keilu, mini golf, sandkassadót o.fl.)

Útilega (við förum í útilegu í 10 nætur í byrjun ágúst)

Göngutúr með korti og enda á leikvelli með nesti   

Bókasafn að skoða/lesa skemmtilegar bækur

Fara á hvalasýninguna Whales of Iceland

Skemmtigarðurinn/Smáratívolí

Morgunverður í Þrastalundi

Heiðmörk og grilla þar

Vaða í Hvaleyrarvatni

Ísbíltúr/ísgöngutúr

Húsdýragarðurinn

Fara í heimsóknir

Gefa bíbí brauð

Boltaland í Ikea

Fara í strætó

Baka saman

Lautarferð

Göngutúr

Fjöruferð

Hjólatúr

Bátsferð

Berjamó

Skautar

Keila

Sund

Róló

Bíó

 

Vonandi fenguð þið einhverjar góðar hugmyndir af þessum lista, en þetta eru bara mjög basic hlutir og listinn er eflaust svipaður hjá flestum fjölskyldum hehe. En ég hlakka mikið til að gera allt þetta með börnunum mínum í fríinu! 

Vona að þið hafið það gott í sumarfríinu, ég veit að við munum svo sannarlega gera það <3 

Þangað til næst!

 

TF

19959092_10154892662749422_4851378528896000840_n

 

 

Misheppnað (en yndislegt) sumarfrí í máli & myndum

$
0
0

Vá hvað það er langt síðan það kom færsla frá mér, tók mér heldur betur langt blogg-sumarfrí en ætla að koma sterk til baka núna 😉

 

Ég ákvað bæði að taka gott bloggfrí og endurhlaða batteríin – og einnig hef ég ekkert verið í neinu stuði, en er öll að koma til!

 

Þetta sumarfrí var nú meiri rússíbaninn – fór ekki alveg eins og ég hafði planað! Við fjölskyldan fórum sem sagt í sumarfrí frá 11. júlí til og með 14. ágúst. Ég var búin að búa til sjúklega skemmtilegan og raunhæfan sumarfríslista yfir skemmtilega hluti sem við ætluðum að gera með krökkunum, en því miður náðum við ekki að gera allt á listanum í þetta sinn – það er alltaf næsta ár!      –> fyrir áhugasama þá er sumarfrís-listinn sem ég gerði HÉR.

 

39539453_10155850799459422_849858068056375296_n

 

En mig langar að segja ykkur frá dásamlega misheppnaða sumarfríinu mínu….

 

Þetta byrjaði s.s. allt saman á því að Ríta (kisan mín hehe) fór í geldingu sama dag og fríið byrjaði. Aðgerðin gekk vel, en það gekk alls ekki vel eftir að við komum heim! Hún HATAÐI að vera með skerm yfir hálsinum og ég svaf ekkert fyrstu nóttina því ég var með svo miklar áhyggjur að hún myndi ná að festa sig einhversstaðar og hreinlega drepa sig með þennan kraga. Þannig að fyrstu 2-3 dagarnir fóru í það að ég var með mjög miklar áhyggjur af henni og svar mjög illa og endaði á því að kaupa uppblásinn skerm (mæli með!) sem henni leið MUN betur með. En hins vegar var hún ælandi á fullu og þessir dagar fóru í nokkrar dýraspítalaferðir og endalausar áhyggjur. En sem betur fer var þetta bara ofnæmi hjá henni fyrir verkjalyfjunum, en ekkert alvarlegt (er mjög brennd eftir að Aría mín dó um daginn og það byrjaði einmitt þannig að hún var ælandi mikið þannig að ég ímyndaði mér að það sama væri að Rítu!). En svo loksins þegar ég hélt að þetta kisu-drama væri að klárast, kom í ljós að kötturinn var kominn með sýkingu í skurðinn, frábært! Þannig að við tók önnur spítala heimsókn og sýklalyfjakúr (Rítu til mikillar skemmtunnar, eða þannig). Fyrsti kúrinn voru 7 dagar og svo kom í ljós að enn var smá sýking og þá fór hún á 5 daga kúr í viðbót. Þannig að já, það er búið að vera fáránlega mikið kisu-drama á mínu heimili þetta árið! Fyrst dó Aría mín úr nýrnabilun aðeins 3 ára gömul og svo þetta geldingarvesen með Rítu, en það er sem betur fer búið núna!! :)

Jæja þá er kisu-drama-sagan búin en þarna hætti ekki vesenið….

 

Strax og Ríta var orðin góð og ég sá fyrir mér að loksins gætum við farið að njóta sumarfrísins í botn þá varð ég veik og lá í rúminu í 3 daga. Jafnaði mig svo og þá tók auðvitað Arnór strax við og lá einnig í 3 daga. Þegar hann svo loksins jafnaði sig þá áttum við 2 daga áður en við fórum í 11 daga ferðalag. Þessir 2 dagar voru mjög góðir (hefði viljað eiga fleiri samt!) en svo tók við ferðalag, það var reyndar yndisleegt frá A-Ö en endaði EKKI vel, kem að því síðar….

 

39112164_10155831442409422_6576761430408691712_n
Aðeins að spjalla við Rítu á messenger og sjá til  þess að hún hafði það nice á meðan við vorum í ferðalaginu ;D

 

 

Við fórum s.s. fyrst til Neskaupstaðar og gistum þar í 3 nætur og færðum okkur svo yfir á Hrafnagil og vorum þar í 7 nætur. Ferðalagið var frábært og var þetta 4 árið í röð sem við fórum í þetta ferðalag í fellihýsinu. Við vorum reyndar að vinna með mömmu (fyrirtækinu hennar, Óli prik) 6 daga af 11 en þetta var ógeðslega skemmtilegt, eins og alltaf. Krakkarnir sváfu eins og englar í fellihýsinu og voru að sofa til 7:30 og allt að 9 á morgnanna!!!! Voru búin að vera vakna á milli 6 og 7  heima í nokkra mánuði!

 

 

39012083_10155014283364364_7493621654002597888_n

 

39751975_10155850799174422_6203610475549163520_n

 

39568536_10155850799104422_3227969305094127616_n

 

39755180_10155850799749422_6745666611371311104_n
Kósý í fellihýsinu

 

Svo kom að síðasta deginum í ferðalaginu og ég var mjög spennt að við værum að fara keyra heim á sunnudeginum svo við gætum átt saman 2 heila daga áður en við færum að vinna. Planið var s.s. að hafa krakkana heima á mánudeginum og gera eitthvað skemmtilegt saman og svo á þriðjudeginum ætluðum við að setja krakkana á leikskólann og eiga heilan dag heima, saman bara við tvö, að gera ekki neitt nema chilla og hafa það nice (sem hefur btw aldrei gerst eftir að krakkarnir fæddust!). Nema hvað að auðvitað vaknaði ég veik síðasta daginn í ferðalaginu og lá í rúminu heima mánud-miðvikud eftir að við komum heim og þurfti að hringja mig inn veika fyrsta daginn eftir sumarfrí!!! Hversu óheppin er ég búin að vera eiginlega??
En mér finnst þetta bara ógeðslega fyndið núna, en fannst þetta ekkert svaka fyndið á meðan þessu stóð….

 

Þannig að markmið mitt fyrir sumarfrí 2019: ekkert kisuvesen og engin veikindi!! 😉 

 

Langaði bara aðeins að láta heyrast frá mér á þessu bloggi og hlakka til haustins með ykkur kæru lesendur <3

 

39557996_10155850799654422_7641275972439769088_n

39522119_10155850799624422_3544399345589682176_n

39558218_10155850799294422_5313553777049993216_n

 

39609992_10155850800074422_7059751135866781696_n

38920526_10155014280694364_1174587857973542912_n

Við mamma þurftum auðvitað nauðsynlega að versla aðeins í Lindex á Akureyri….

 

39536094_10155850799369422_7553312387927900160_n

39594098_10155850799114422_8223342374324011008_n

39685890_10155850799324422_3150055153780916224_n

39739902_10155850799859422_781954145480343552_n

39698796_10155850800014422_1489521050826833920_n

39775390_10155852235699422_1127876300468387840_n

39585368_10155852236559422_4632985770565566464_n

39864417_10155852235394422_8399666162102697984_n

 

 

 

Þangað til næst….

 

TF

 

19959092_10154892662749422_4851378528896000840_n

Snapchat og Instagram: tinnzy88

 

 

 

 

Hæ, ég heiti Tinna og ég var með búlimíu í átta ár

$
0
0

Þetta er ein af erfiðustu færslum sem ég mun koma til með að birta. Það er mjög erfitt fyrir mig að birta þessa færslu því að allir sem hana lesa munu vita þetta um mig.

Ég er ekki að birta þessa færslu til að fá athygli, enda margt annað gáfulegra hægt að gera til þess að fá athygli. Ég er að birta þessa færslu í von um að hjálpa öðrum. Ef ég næ að hjálpa svo mikið sem einni manneskju við lestur á þessari færslu þá er ég sátt. Það á enginn að ganga í gegnum það að vera með átröskun, en hún er samt svo algeng og ég held að hún sé miklu algengari heldur en við höldum.

En þannig er mál með vexti að ég var með búlimíu/lotugræðgi í átta ár. Mér finnst eiginlega alveg ótrúlegt að hugsa til baka, ég trúi þessu ekki. Hvað var ég að spá?

Ég er búin að vera með opið Snapchat núna í tvö ár þar sem nokkur þúsund manns fylgjast með mér daglega og er ég mjög persónuleg þar og deili miklu með fylgjendum mínum, en þetta fékk að sitja á hakanum, þetta er eitthvað sem maður skammast sín fyrir.

Það eru örfáir sem vita þetta um mig og margir sem þekkja mig sem munu lesa þessa færslu og vera hissa. En málið er að það getur verið ómögulegt að vita/sjá hver er með átröskunarsjúkdóm. Það er amk mjög erfitt að sjá það utan á búlimíusjúklingum að þeir séu með átröskun því þessir einstaklingar eru ekkert endilega mjög grannir, eins og þeir sem t.d. eru með anorexíu eru. Það er einnig mun auðveldara að gera manneskju sem er með búlimíu grein fyrir því að þetta sé mjög rangt, en annað með anorexíuna því þeim finnst oft eins og ekkert rangt sé að eiga sér stað, erfiðara að sjá vandamálið á meðan að þeir sem eru með búlimíu eiga auðveldara með að sjá hvað það er sjúkt það sem er að eiga sér stað.

Þegar ég var í grunnskóla þá var ég bara ósköp venjuleg grönn og flott stelpa og vinkonur mínar líka. En ég er með mínar mjaðmir og rass, var bara öðruvísi vaxin og var um 5kg þyngri en þær sem sást í raun ekki neitt, bara með öðruvísi vöxt og notaði því buxur frá Diesel í 27, en þær 25. Það truflaði mig mjög mikið (hversu brenglað?). Þannig að einhvern veginn byrjaði þetta allt saman þegar ég var 16 ára, þá prófaði ég fyrst að æla í klósettið og eftir það var ekki aftur snúið.

Þetta gekk á frá 16 ára til 24 ára. Ég skil ekki alveg hvernig hausinn minn virkaði, en ég s.s. fór alltaf til Glasgow á haustin í verslunarferð í fjórar nætur og eins og þeir eru með átröskun vita þá getur verið mjög óhentugt að fara að æla hér og þar, hvað þá í útlöndum (mér fannst það amk). Það er svo auðvelt þegar maður er í sínu venjulega umhverfi, t.d. heima og í vinnunni. Þannig að ég ákvað að alltaf þegar ég færi til Glasgow að þá tæki ég pásu í ferðinni og myndi bara njóta þess að borða. Svo komu jólin fljótlega eftir Glasgow ferðirnar og þá fannst mér sniðugt að taka bara pásu frá búlimíunni alltaf frá Glasgow og þangað til eftir 31. des og fór svo strax á fullt eftir áramót að einbeita mér að því að ná þessum c.a. 3 kg af sem ég fékk á mig á þessum þremur mánuðum. Þannig að ég gat alveg stjórnað þessu sjálf. Sem er mjög skrítið, því m.v. það sem ég hef lesið þá á maður ekkert að geta haft svona góða stjórn á þessu. Þannig að ég var að æla öllu sem ég borðaði um 9 mánuði ársins og tók pásu í 3 mánuði. Mér finnst MJÖG erfitt að skrifa þetta þar sem þetta er auðvitað frekar sjúkt, það verður að segjast eins og er. En þegar maður er með búlimíu þá er það bara aukaatriði, það eina sem skiptir máli er að þyngjast ekkert og vera mjó!

En allavega, ég borðaði bara það sem mér sýndist og hafði engar áhyggjur að ég myndi fitna því ég fór beint inn á klósett að æla eftir að ég borðaði. Ég man hvað það var oft sagt við mig “Vá hvað þú lítur vel út” og ég var mjög ánægð, en aðilarnir sem sögðu þetta vig mig höfðu ekki hugmynd um að ég ældi öllu sem ég borðaði til þess að “líta svona vel út.” 

Ég hef lesið mig mikið til um átraskanir, anorexíu, búlimíu o.s.frv. Það sem ég hef verið svo ósátt með eru þessir “rammar” sem átröskunarsjúklingar eru settir í. Ég passaði aldrei í þennan búlimíuramma. Það er ein ástæðan fyrir því að ég vil koma þessu frá mér því það þarf ekkert að vera að maður passi inn í þessa ramma, sem var mitt tilfelli og ég vil vekja athygli á því. Einstaklingar með búlimíu eru t.d. skilgreindir þannig að þeir borða í svaka hollum og alveg þvílíkt magn, æla því svo og æfa oftast alveg á fullu. Ég borðaði aldrei óeðlilega mikið magn í einu, eins og t.d. tvo núðlupakka og tvær samlokur, borðaði bara venjulega nokkrum sinnum á dag eins og eðlilegt fólk gerir, en fór svo bara og ældi matnum. Ég var líka lítið sem ekkert í ræktinni. Þeir sem passa ekki inn í þessa ramma gætu jafnvel hugsað “Nú jæja þá er ég kannski ekkert með átröskun, þetta er greinilega ekki svo alvarlegt hjá mér?”

Annað sem ég hef mikið spáð í er að það er alltaf talað um að þeir sem eru með átröskun sjái sig feita. Ég sá mig aldrei þannig, ég vissi að ég væri í kjörþyngd og fannst ég ekki feit, ég var bara ánægð að vera grönn og að búlimían væri að halda þyngdinni niðri. Hins vegar var ég aldrei 100% ánægð með mig og langaði alltaf að vera aðeins léttari, því það er frekar “þungt í mér pundið.” En eins og ég segi ég var ekkert svaka ósátt með mig og vissi að öðrum fannst ég flott sem dreif mig áfram. Leið vel þegar ég var að æla, en illa þegar ég tók pásur “því þá fitnaði ég”.

Eftir að ég var búin að vera með manninum mínum í tæp tvö ár þá ákveðum við að reyna eingast barn. Það sem ég hafði alltaf óttast var að ég væri orðin ófrjó eftir þetta allt saman. Ég vissi að ég þyrfti að hætta fyrir fullt og allt, þannig að ég ákvað að 31. desember árið 2012 væri minn síðasti dagur með búlimíu. Fór til Glasgow um haustið en ákvað eftir ferðina að taka ekki pástu til áramóta því ég ætlaði að hætta þá! Sjúk hugsun, ég veit.

Þetta gekk vel, enda langaði mig mjög mikið að eignast barn og vildi algjörlega hætta þessum ógeðslega búlimíu vítahring og vera heilbrigð. Ég varð ólétt í fyrstu tilraun (byrjuðum að fylgjast með egglosi og fleiru í mars þannig við vitum nákvæmlega hvenar ég varð ólétt) og eignaðist fyrsta barnið mitt 26. desember 2013. Þannig að sem betur fer var ég ekki búin að skemma þann valmöguleika að verða móðir, það hefði eyðilagt mig. Ég þyngdist um 23kg á meðgöngunni og borðaði mjög vel og setti barnið mitt í fyrsta sæti og gaf loksins skít í búlimíuna, barnið skyldi ganga fyrir! Kílóin fóru sem betur fer öll nema einhver þrjú sem sátu eftir nokkrum mánuðum eftir fæðingu (23kg er svolítið mikil þyngdaraukning á meðgöngu, enda spáði ég ekkert í þyngdinni og vildi borða vel og vera heilbrigð).

Ég hef ekki ælt síðan 31. desember 2012 og myndi ALDREI byrja aftur, enda er ég um 11kg þyngri núna heldur en ég var þá. Langar alveg að missa nokkur kíló (og má alveg við því). EN ég er ekki að fara óheilbrigða leið núna, heldur fer ég í ræktina reglulega og borða hollt, í staðinn fyrir að borða ógeðslega óhollt og æla matnum. Svo fasta ég á morgnanna, borða fyrst hádegismat og svo ekkert eftir kvöldmat til þess að detta ekki ofan í nammipokann, en vík frá þeirri reglu á laugardögum. Ég fasta því ég tel það hollt fyrir líkamann en borða alveg jafn mikið, bara á styttri tíma yfir daginn t.d. borða ég þá í c.a. 7 tíma á daginn í stað 12 og þetta hentar mér mjög vel og ég tengi þetta alls ekki neitt við búlimíuna.

Hér kemur smá skilgreining á búlimíu/lotugræðgi sem ég fann á netinu:

Hvað er lotugræðgi?

Lotugræðgi, eða búlimía, er átröskunarsjúkdómur sem einkennist af óhóflegu áti í endurteknum lotum sem enda síðan með því að fólk kastar upp matnum eða reynir að framkalla hægðir. Búlimía er geðsjúkdómur og að mörgu leiti líkur lystarstoli. Algengast er að konur á aldrinum 18 til 25 ára þjáist af búlimíu, en þó geta drengir og fólk í öðrum aldurhópum líka fengið sjúkdóminn.

Hver eru einkenni lotugræðgi?

  • Búlimíu fylgir ekki endilega þyngdartap eða -aukning: Sjúklingar geta verið í kjörþyngd svo árum skiptir, en samt verið haldnir sjúkdómnum. 
  • Fólk tekur átlotur, borðað óhóflegt magn af mat. Síðan er reynt að koma í veg fyrir að líkaminn melti hann, s.s. með uppköstum eða lyfjum. -borðaði ekki óhóflega mikið
  • Fólk tekur lyf sem stjórna meltingunni. -aldrei gerði ég það
  • Fólk upplifir mikla hræðslu við að fitna og þyngjast.
  • Fólk einangrar sig og tekur ekki þátt í félagslífi. -á ekki við í mínu tilfelli
  • Fólk fastar, eða er stöðugt í megrun, en fær inn á milli óstjórnlega löngun í mat sem yfirleitt endar með mikilli átlotu. -borðaði bara nokkuð venjulega, ekki neinar átlotur, þó svo að ég leyfði mér vissulega að borða hvað sem er
  • Bulimiu sjúklingar þjást gjarnan af mikilli skömm og hjálparleysi.

Finnst endilega vanta að taka það fram í svona skilgreiningum að það þurfi ekkert endilega að vera með ÖLL einkennin til þess að vera með búlimíu. Ef ég var ekki með búlimíu, hvað var þetta þá? Ég ældi öllu sem ég borðaði.

Hægt er að lesa meira HÉR frá þessari síðu sem ég fann (skrifaði bara bulimia í leitargluggann á google og opnaði það fyrsta sem kom upp, en yfirleitt eru lýsingar á búlimíu svipaðar/eins. 

Nú langar mig að skrá aðeins niður kosti og galla við að hafa gert sjálfri mér þetta í öll þessi ár:

Kostir: Bara svo það sé alveg á hreinu þá eru nákvæmlega engir kostir, nema sjálfsblekkingin sem á sér stað er þannig að þú heldur að þú sért að gera góða hluti og sért mjó/r og flott/ur útaf búlimíunni (þó svo að maður viti alveg vel innst inni að þetta er sjúkt og rangt).
Búlimía hefur bara slæm áhrif, andlega og líkamlega.

Gallar: Þið finnið svo mun fleiri galla á netinu ef þið lesið ykkur til um búlimíu!

 Átröskun getur dregið þig til dauða, þetta er stórhættulegur sjúkdómur og er flokkaður sem geðsjúkdómur

Þú lifir í einhvers konar búlimíu heimi þar sem allt snýst um að æla, koma matnum úr þér “svo þú fitnir ekki”

Þetta hefur áhrif á allan daginn þinn, alla daga, og þú hugsar stöðugt um að fara að borða og svo æla (þó að ég hafi ekki borðað óeðlilega mikið eða óeðlilega oft þá hugsaði ég mikið um það hvað ég ætlaði að borða næst og hlakkaði til)

Mjög algengur galli er t.d. að tennurnar skemmast, sem betur fer sér ekkert á mínum tönnum og í raun hvergi annars staðar að ég hafi verið með búlimíu en skemmdar tennur eru mjög algengar

Það er nákvæmlega ekkert gott sem kemur út úr þessu, ég fór í hjartarannsókn fyrir um 1.5 ári því ég var svo hrædd um að ég væri búin að skemma hjartað mitt, það eru mjög mikil átök fyrir hjartað manns að æla svona oft í öll þessi ár!

Að vera með tannbursta og tannkrem í töskunni í mörg og og bursta allt að 10x á dag er alveg hrikalega þreytt dæmi, en þetta gerði maður.

 

Áður en ég birti þessa færslu sagði ég mömmu frá þessu og bræðrum mínum, en þau höfðu ekki hugmynd um þetta, mér fannst það mjög erfitt en á sama tíma auðvitað betra að þau viti af þessu áður en ég fer að birta þetta á netinu. Þannig að það er þungu fargi af mér létt að “koma út úr skápnum” búin að vera með þetta á bakinu í öll þessi ár.

Ef þú ert með átröskun, PLÍS hættu, ef þú getur það ekki án aðstoðar, farðu og fáðu hjálp! <3 Ég lofa þér því að þetta er ekki þess virði og lífið er svo miklu betra án átröskunar.

Það er mun betra að fara bara í ræktina öðru hvoru og reyna að borða hollt. Lífið snýst um svo miklu meira en útlitið. Ég t.d. vil alveg missa um 5-10kg því ég er aðeins of þung en það er bara svo margt annað sem skiptir mál í lífnu heldur en hvað maður er þungur. Líf mitt einkenndist af þessu helvíti í öll þessi ár, vá hvað ég vildi óska þess að ég gæti tekið þetta til baka, en ég get það því miður ekki. Plís hugsaðu þig um langtímaáhrifin og reyndu að hætta og fáðu aðstoð, þú munt ekki sjá eftir því. Ég þurfti ekki aðstoð en það er mjög algengt að þurfa aðstoð og nákvæmlega ekkert að því.

Líf mitt er svo MIKLU betra án búlimíunnar og ég hef lært með tímanum að það er öllum drullusama hvað ég er þung, nema mér. Að vera með búlimíu snýst rosalega mikið um að líta vel út fyrir aðra, maður spáir mikið í því hvernig aðrir sjá mann. Það hefur hjálpað mér mikið að hætta að spá í því hvað öðrum finnst, því það eru allir alltaf bara að hugsa um sig, það eru allir svo uppteknir af sjálfum sér og halda að allir séu að spá í sér, en það er alls ekki svoleiðis. Ef ég fitna eða grennist um einhver kíló þá er enginn að velta sér neitt upp úr því nema ég. Lifum bara okkar lífi og hættum að spá í því hvað öðrum finnst. Ég er nokkrum kílóum of þung, en hey, það er öllum alveg sama, nema mér!

 

Hér koma nokkar myndir af mér, teknar árið 2010 & 2011 og svo myndir teknar núna á árinu 2018.

 2010 & 2011, vannærð ung kona með átröskunarsjúkdóm sem heltók líf hennar:

 43531160_10155961283379422_3430079565416890368_n

43674840_10155961283359422_6538232086250127360_n

43760605_10155961283384422_3083379621916311552_n

43716534_10155961283274422_1789679478872473600_n

43626248_10155961283279422_6170730078536728576_n

43951974_10155961283264422_4786033184947044352_n

 

2018, heilbrigð og hraust kona sem langar að missa nokkur kíló en ætlar sér að gera það heilbrigðu leiðina og ætlar sér aldrei að æla aftur:

IMG_1713

IMG_1957

 IMG_6993

 IMG_8036

IMG_9970

Hér kemur svo síðasta myndin sem ég á mjög erfitt með að deila, en hún sýnir mig, alveg eins og ég er, í bikiníi. En ég er enn að læra elska mig sjálfa og þetta er allt að koma, hægt og rólega. Tekin í júní 2018 og sýnir formið sem ég er í núna. Ég er að reyna að elska mig eins og ég er og auðvitað hefur líkaminn breyst eftir tvær meðgöngur og tvo keisaraskurði. En fjandinn hafi það, ég er flott eins og ég er og hana nú! Flott bikiní samsetning by the way haha.. :) 

IMG_0764

 

Ef þú ert með átröskunarsjúkdóm þá bið ég þig að hætta og fá hjálp ef þú þarft þess, ég get lofað þér því að þú MUNT sjá eftir þessu, þó svo að þú sjáir ekki sólina núna og finnst þú vera föst/fastur þá verður þetta betra. Ég veit að það er ógeðslega erfitt að hætta þegar maður er fastur í vítahring en ef þú lítur til baka eftir X mörg ár þá verður viðhorf þitt eins og mitt, fullt af eftirsjá.

 

Þangað til næst

TF

19959092_10154892662749422_4851378528896000840_n

Snapchat, Instagram & Facebook: tinnzy88

 

 

Thailandsferð

$
0
0

Jæja, ég hef ekki sett inn færslu síðan í október, blogg peppið alveg að fara með mann þessa dagana..
Ég var sem sagt búin að vera lömuð af þreytu vegna járnskorts og fyrstu vikum meðgöngunnar, en líður mun betur núna. Fór í fimm járngjafir í æð og tek inn járn daglega, þannig að járnforðinn minn er smám saman að komast upp á við og meðgönguþreytan orðin skárri, enda er ég komin 22 vikur núna.

En nóg um það! Ég kom heim frá Thailandi 10. febrúar, eftir dásamlega ferð, var í burtu í 17 nætur.

Ég varð þrítug í desember og fékk supræs afmælispartý í lok nóvember, sem maðurinn minn planaði rétt áður en við komumst að því að ég væri ólétt, þannig að ég var komin um sex vikur í partýinu og endaði á því að segja öllum að ég væri ólétt því ég nennti ekki að þykjustunni djamma haha. Allavega, í þessu partýi þá fékk ég afmælisgjöfina mína frá mömmu og fjölskyldunni minni og Arnórs. Og það var hvorki meira né minna en Thailandsferð! Shit ég hélt ég myndi míga á mig, ég var á leiðinni til Thailands eftir tæpa tvo mánuði og þá komin 14-16 vikur á leið í ferðinni!

En jæja ég fékk ferðina að gjöf þarna í lok nóvember, á tíma þar sem ég var búin að vera andast úr þreytu, bæði nýorðin ólétt og með járnskort og blóðlítil þannig ég var smá stressuð að ég yrði hálf ómöguleg í ferðinni, sem ég var svo sem betur fer alls ekki! Svo er ég náttúrulega flughrædd og myndi ekki alveg fara að panta mér ferð til Asíu í fljótu bragði sko..haha. Þannig mér var dembt beinustu leið í djúpu laugina og VÁ ég er svo fegin, svo dásamlegt að hafa farið í þessa ferð og upplifað þetta, mun lifa á þessu lengi, eða bara forever! Ferðin einkenndist af chilli, nuddi, yoga, sólbaði og bara almennri snilld!

En til þess að komst til Thailands fórum við í flug til Helsinki (3.5 klst) og svo þaðan til Bangkok (9,5 klst út og 11 klst heim) og þetta var í raun MUN minna mál en ég hafði ímyndað mér og svo gott að vera komin á leiðarenda. Við gistum eina nótt í Bangkok og svo var ferðinni heitið til Koh Samui, sem er eyja og tekur 1 klst að fljúga þangað.
Því miður gekk flugið EKKI vel og ég fór tíu skref aftur á bak í flughræðslunni, ég sem var orðin svo góð!! :(

 

Langar að segja ykkur frá þessu ömurlega flugi:
Við flugum með Bangkok air yfir til Koh Samui og flugvélin var öll út í einhverjum límmiðum og var ógeðslega skítug að innan og var bara ótrúlega ótraustvekjandi og við vorum hlægjandi áður en við fórum í loftið að segja að þetta væri dótaflugvél. Flugið yfir var fínt svo sem, en svo kom að því að lækka flugið og lenda. Hann lækkaði flugið alveg ótrúlega brussulega og var einhvernveginn að bremsa eins og maður sæti í bíl, mjög skrítin tilfinning og maður hugsaði með sér að hann vissi ekki alveg hvað hann væri að gera? En svo rétt fyrir lendingu kemur svona svaka vindkviða og vélin “pompar” og svo reynir hann að lenda, dekkin snerta og vélin hoppar og skoppar þannig hann fer upp aftur, sem vélin átti ekkert auðvelt með, enda enginn hraði á henni þannig séð lengur og dekkin búin að snerta og allt. Við fáum náttúrulega smá (mikið) sjokk og hann flýgur bara áfram og við vitum ekkert, eru dekkin ónýt?? Erum við að fara í magalendignu?? Hvað er málið??
Hann flaug áfram í svona korter (og sagði ekki stakkt orð við okkur allan tímann) og svo snýr hann við og biður “cabin crew” að undirbúa sig fyrir lendingu. Svo reynir hann aftur og það sama gerist, vélin pompar en sem betur fer náði hann (mjög harkalega) að lenda blessaðri vélinni! Djísess kræst sko ég hélt ég myndi ekki lifa þetta af. En það sem okkur fannst mest spes er að hvorki flugmaðurinn né neinn úr áhöfninni sagði okkur hvað hafði gerst, það hefði verið fínt að vita eitthvað til að róa mann niður. Okkur datt í hug að þetta hlýtur að hafa verið óreyndur flugmaður og jafnvel nemi. Því svona gerist yfirleitt bara í vondu veðri og/eða mjög slæmu skyggni, hvorugt átti við þarna en það eina sem manni datt í hug var þessi vindkviða sem kom, en var samt þó nokkru fyrir ofan brautina. Spjallaði við flugmann um þetta og hann hefur lent í þessu 2-3 sinnum á öllum ferlinum sínum sagði hann og þetta gerist alveg stundum, en þó ekki að dekkin séu búin að snerta, það er mjög óalgengt og hann hafði aldrei lent í því. Það eru svona 0,01% líkur á að maður lendi í svona, típískt að það hafi verið ég á lokasprettinum komin alla leið til Thailands, en ég lifði þetta af og er komin heil heim, hallelujah!!! 😀

 

En nóg um það! Ferðin var svona: Bangkok ein nótt, flogið svo yfir til Koh Samui og dvalið á Yoga setri í eina viku (vorum 32 íslenskar konur). Á yoga setrinu var yoga alla morgna kl 7-8:30 og svo seinni partinn spinning og/eða svona erobik tími og svo á kvöldin var nokkrum sinnum yoga nitra og gong. En auðvitað mætti hver og ein í þá tíma sem hún vildi/nennti. Ég fór t.d. aldrei í spinning eða erobik tíma seinni partinn, var mjög dugleg að slaka á og horfa á Despó 😀

Eftir yoga setrið fórum við á geggjað hótel í tvær nætur, lúxus hótel sem var æðislegt. Við erum að tala um full service, þegar maður var í sólbaði var komið með ískalt vatn með klökum til manns og BJÖLLU, sem maður hringdi til að fá aðstoð eða panta eitthvað, oh efitt líf sko 😉 Eftir tvær nætur á lúxus hótelinu lá leið okkar á hótel sem við ætluðum að vera á í fimm nætur og klára ferðina þar, en við enduðum síðan á því að breyta ferðinni og vera bara þrjár nætur þar og við fórum fyrr aftur yfir til Bangkok og vorum þar síðustu tvær næturnar á æðislegu japönsku hóteli – en við breyttum ferðinni m.a. vegna flugreynslunnar á leiðinni á eyjuna og ef við hefðum ekki breytt ferðinni þá hefðum við þurft að millilenda á Phuket á leiðinni heim og fljúga svo þaðan til Bangkok og halda svo áfram.
En við, og sérstaklega ég, var eiginlega alls ekki til í það. Þannig það var fullkomið að breyta fluginu, fara fyrr yfir og þá í beinu flugi og eiga tvo auka daga í Bangkok! Ég skoðaði líka ferju ferð frá eyjunni og til Bangkok og það hefði líka vel komið til greina, ég var bara svo núll spennt að fljúga aftur yfir með Bangkok air og hvað þá millilenda í Phuket!! En sem betur fer breyttum við og gátum flogið beint yfir og fengum meira segja flugvél sem var bara hvít og ekki með límmiðum haha! :)

 

 En jæja ég ætla ekki að drepa ykkur úr leiðindum um flug!

 

Ég var smá smeyk að fara til Asíu ólétt og langar að setja inn smá upplýsingar um óléttar konur og að ferðast til Thailands:

Óléttum konum er ráðlagt að ferðast ekki til Thailands.

Mamma fór fyrst til Thailands í janúar 2018 og ákvað að fara aftur 2019 og að ég myndi fara með og fá ferðina í þrítugs afmælisgjöf, en hún reiknaði hvergi með því að ég yrði orðin ólétt, obbossí.

En ég “googlaði” allt mögulegt fyrir ferðina og í raun því meira sem ég googlaði því minni áhyggjur hafði ég. Við vorum sem sagt í Thailandi í 15 nætur og þar af 12 nætur á eyjunni Koh Samui (1 klst flug frá Bangkok) og sú eyja er “túristaeyja” og er mjög vernduð m.v. Bangkok. Það er t.d. ekki malaría á eyjunni.

En það voru þó nokkrir hlutir sem ég spáði mikið í áður en ég fór út:

-Zika veiran
-Malaría
-Dengue fever

Ziga, Malaría og Dengue smitast með moskító. Eða reyndar þá smitast Ziga líka í kynlífi en það er eitthvað sem ég þurfti auðvitað ekkert að spá í. Þar sem ég fór út ólétt þá fór ég út ólétt og óbólusett. Ég fór á heilsugæslustöðina mína og talaði við bólusetningarsérfræðing þar og hann mælti með því að ég yrði ekki bólusett en myndi bara passa mig vel og nota moskító spray og passa mig vel – sem ég gerði. Hann sagði líka að þetta væri allt annað mál ef ég væri að fara í einhverja frumskóga og gera hluti sem fela í sér áhættur. En Zika veiran er óþekkt á Samui og mjög lítið um smit í Thailandi, svo fæðast líka börn þar á hverjum degi, þannig ég ákvað að vera ekkert að láta neitt stoppa mig né hafa áhyggjur af einhverju sem eru um 0,01% líkur á að gerist. Svo er dengue fever eitthvað sem þú færð við bit og þú verður mjög veikur, en ég passaði mig bara vel og notaði DEET 30% moskító spray og ég fann bókstaflega engin bit á mér, fyrr en eftir síðasta daginn. Ég klikkaði á sprayinu síðasta daginn þegar við vorum að fara á flugvöllinn og kom því heim með fimm bit. Fimm bit (sem ég vissi um) eftir allan þennan tíma í Thailandi, ég var mjög sátt bara :)

Svo voru aðrir hlutir eins og að tannbursta mig ekki með vatninu þeirra heldur alltaf með flöskuvatni, panta mér aldrei ferskt salat sem hefði þá verið skolað með þeirra vatni heldur fékk mér frekar heitan mat og ávexti. Og að sjálfsögðu snerti ég ekki “street food” þarna úti, ólétt eða ekki ólétt, þú lætur það stöff eiga sig. Meira segja á yoga setrinu sem við vorum á var vatnið drykkjarhæft (ekki úr krana heldur úr svona stórum brúsa sem fyllt er á) en ég fékk mér samt bara vatn úr flöskum sem ég opnaði sjálf. Fyrst í ferðinni afþakkaði ég alls staðar klaka, ætlaði sko ekki að fá mér neina klaka takk fyrir. En svo c.a. viku fyrir heimför þá ákvað ég að hætta því bulli, var búin að lesa um að klakar í Thailandi væru safe því þeir eru ekki úr kranavatni og veitingastaðir kaupa alltaf tilbúna klaka. Ég fékk bara ógeð á því að drekka heitt kók og namminamm hvað það var gott að fá loksins klaka, mér varð ekki meint af þeim, enda eru þeir safe!

 

En jæja Bína blaðrari kveður nú og leyfir myndunum bara að tala sínu máli. Ætla hafa þær allar stórar og set smá texta undir myndirnar.

 

Myndir frá Bangkok:

 

50620483_10156189029839422_4231257194240147456_n

Gaman að sjá íslenska fánann í Thailandi 😀

 

50625289_10156189029514422_8252473870477426688_n

Bumbumynd með smokkakörlunum. Já, þið lásuð rétt, þetta eru kallar gerðir úr smokkum

 

50763250_10156189029464422_4534241783780999168_n

Ótrúlega spes strætóarnir, allir að hrynja í sundur og flestir ef ekki allir með grímu.

 

50775294_10156189029429422_7430459564299911168_n

Umferðin er svakaleg. Það eru fáránlega margir á vespum og mótorhjólum og svona er statusinnn á rauðu ljósi, þeir smygla sér fremst og þetta lítur út eins og svaka gengi!

 

51920788_10155867597897213_3200248757237055488_n

Ótrúlegt úrval af geggjuðum kökum í Thailandi, sjúklega flottar og girnilegar og á mjög góðu verði!

 

51633354_10155867598897213_149552913025335296_n

Við urðum að fara á kisukaffihús! Verandi þrjár crazy cat ladies að ferðast saman..

 

51930037_10155867598602213_6347231214105001984_n

 

52464386_10155867598667213_9081607179437342720_n

Svo sætar! <3

 

52755215_10156265168159422_9207743763261161472_n

Markaðir alls staðar..

 

52938243_10156265164794422_494108147426787328_n

Hressar í TukTuk “bíl.” Mér var oft ekki sama um líf mitt í þessum tryllitækjum..

 

53253037_10156265171824422_3710896110756167680_n

TukTuk

 

 53041407_10156265164804422_6947430903488446464_n

Viðurkenni að mér leið mun betur í bíl!

 

53101183_10156265165009422_1099418839302537216_n

Hundur í skóm! 

 

53327605_10156265164944422_5185524439793532928_n

Fallegt umhverfi, vorum að labba í moll þarna

 

53375579_10156265164474422_5815702695960379392_n

When in Bangkok..

 

 

Myndir frá yoga setrinu:

 

53057854_10156265171319422_1768323007396184064_n

Eftir meðferð á snyrtistofunni fékk maður alltaf heitt te. Mjög kósý!

 

53053590_10156265168614422_4080932844958908416_n

Yoga salurinn, geggjað útsýni beint út á sjó!

 

53010583_10156265168979422_7444556682052501504_n

Hressar í yoga kl 07 :)

 

52970892_10156265171664422_1884631542110617600_n

Svona var maturinn á yoga setrinu. Var alveg orðin vel þreytt á þessu fæði í lokin, viðurkenni það alveg hihi..

 

52778844_10156265168539422_2927849982725718016_n

Ég mastera þessa betur one day..

 

51947667_10155863074557213_3306395575422812160_n

Íslenski hópurinn sem var saman á yoga setrinu

 

51411439_10155851447002213_4140494141454811136_n

Svo nice!

 

51290698_10155854231992213_8820884956419981312_n

Ferðafélagarnir! <3

 

51268236_10155849118582213_241808127643615232_n

Geggjað að fara í yoga í vatni!!

 

51116803_10155849118572213_1974351596447858688_n

Love it :)

 

50770383_10155845657027213_2534298749253976064_n

Draumur!

 

Heimsóttum Big Buddha:

 

51497630_10155863073472213_8905598165516812288_n

Frekar töff gaur!

 

51863717_10155863074002213_4500103197574037504_n

:)

 

53176145_10156265166184422_1660078342499467264_n

Basic túristi..

 

53407610_10156265166179422_730931613336076288_n

 

 

Náttúran, umhverfið og útsýni:

 

50626206_10156193707819422_2634183105690206208_n

Löbbuðum upp á fjall til að skoða munkaklaustur og útsýnið var osom

 

51243268_10155845656107213_9046739316373454848_n

Geggjað

 

 

51050359_10155849118377213_2046756112174153728_n

Basic í Thailandi. Maður séð kannski svona ræsi og svo 50 metrum seinna sér maður glæsilegt hús. Ríkir og fátækir lifa alveg hlið við hlið bara.

 

53012125_10156265169024422_4619184215282417664_n

 

51056077_10156189029314422_3489404041711058944_n

Ekki slæmt sólbaðsútsýni!

 

51368862_10155858537217213_6042703069152542720_n

Fína hótelið sem við gistum á í tvær nætur, svo geggjað!

 

53026381_10156265171964422_4568076612720918528_n

Rafmagnið í Thailandi er vægast sagt spes.

 

53039151_10156265169919422_8320586970845675520_n

Basic stöff að sjá svona alls staðar

 

53081046_10156265168459422_1392961471524110336_n

53199763_10156265168494422_4120326370897166336_n

I don’t even..

 

53220408_10156265166514422_7592185265045635072_n

53226611_10156265164514422_2047365430594502656_n

Það þarf að gefa þessum öndum að drekka..!

 

53238279_10156265168934422_1237872551812661248_n

53243892_10156265168069422_6206595851482038272_n

Útsýnið okkar á einu hótelinu sem við gistum á

 

53278957_10156265169689422_1831472048988225536_n

53330472_10156265168394422_653545369338118144_n

Erfitt líf!

 

53603258_10156265169234422_6433169674292166656_n

Verið að byggja svaka flott hótel 

 

53243821_10156265169554422_4058460257511276544_n

53499981_10156265165224422_1840944376021254144_n

Bæ Koh Samui!

 

 

Japanska hótelið:

 

 51484211_10155867598092213_3771687803713224704_n

Mættar á japanska hótelið í Bangkok

 

53245216_10156265164764422_2566833826600845312_n

Pöntuðum okkur japanskan morgunverð með amerísku ívafi. Náði ekki einu sinni öllum matnum á eina mynd en þetta var mjög gott!

 

 

51528017_10155867597737213_3603450275416768512_n

Það var mjög flippað og skemmtilegt á japanska hótelinu. Við alveg elskuðum það.

 

53018005_10156265164604422_3979271411444219904_n

Mæli svo 100% með fyrir alla sem gista í Bangkok!!

 

53088240_10156265165324422_253271434011344896_n

53110651_10156265164799422_1335390836535328768_n

53714814_10156265164629422_3832985542601998336_n

Hversu nice?!?

 

Sólbað, chill og alls konar snilld:

 

50685913_10156189040184422_6170739939781640192_n

50924392_10156193707909422_2071620021448081408_n

50947238_10155851447387213_8813899746163818496_n

51276863_10155851447442213_787765639958757376_n

53345313_10156265171609422_1370526203047313408_n

51024588_10155854233567213_2248617431897473024_n

51124221_10156189029549422_959896375720411136_n

51165085_10155854233857213_7831828540193505280_n

Mamma gella!

 

51515982_10155854233927213_5608236194807676928_n

Alma að chilla á geggjaða hótelinu sem við vorum á í tvær nætur

 

51286711_10156193707789422_7835444924131573760_n

Þegar við vorum á yoga setrinu fórum við á hverjum morgni í nudd á ströndinni, OH langar aftur núna..

 

53004999_10156265169909422_3780945734568771584_n

 

51405192_10156197611934422_1421441747556237312_n

51435173_10155863074247213_3895581486895595520_n

Besta. Fjárfesting. Ever.

 

51588536_10155863074162213_8188936508007251968_n

 

51570528_10156200316179422_2632578604692668416_n

 

51781217_10155861634792213_64512624989044736_n

Í Thailandi fara allir úr skónum áður en þeir fara eitthvað inn!

 

52846292_10156265168209422_3831658114239692800_n

 

53074183_10156265165419422_2403325383714799616_n

53139625_10156265166359422_5434044007887929344_n

53140383_10156265171934422_9051977978178699264_n

Við vorum aaalltaf í nuddi og það kostaði ekki neitt! Eða þú veist, kostaði lítið 😉

 

53165260_10156265165519422_234447648914931712_n

53285580_10156265165764422_7838043770187677696_n

Halló tan <3 

 

53317813_10156265165404422_6352302715783086080_n

53345292_10156265171379422_2542275066163363840_n

53439472_10156265168704422_4493631171485237248_n

53470914_10156265168309422_2389304905358639104_n

53548618_10156265168119422_2620868273280909312_n

 

 

52779918_10156265166374422_8900709633740505088_n

Náði stundum að tala smá við þau þegar þau voru nývöknuð og á leiðinni í leikskólann. Kl: 07 á Íslandi og kl: 14 í Thailandi. Tímamismunurinn gat verið smá tricky upp á að tala við krakkana því þegar þau voru að koma heim úr leikskólanum á daginn var ég að fara sofa. Elskaði að geta séð þau í smá þegar þau voru nývöknuð <3

 

 

Ætla enda þessa færslu á að setja inn mynd af flugvélinni “góðu” .. mæli ekki með! 😀

 

53075078_10156265171649422_2790060383828705280_n

 

Og TAKK MAMMA! Án þín hefði ég aldrei farið í þessa ferð. Takk fyrir allt, elska þig mest kv. væmin dóttir! <3 

 

 

TF
Snapchat & Instagram: tinnzy88

 

 

 

 

 

Þrjú börn á fimm árum. Allt samkvæmt Excel skjalinu.

$
0
0

Já þessi fyrirsögn er frekar funky ég veit, en pabbi minn kallaði mig oft “Excel skjalið” því ég er og hef alltaf verið gríðarlega skipulögð, alveg einum of stundum 😀
Ég vissi það alltaf að mig langaði til þess að vera ung mamma og eignast þrjú börn og það væri plús ef ég væri búin þrítug. Þegar ég kynntist Arnóri í janúar 2011 þá sagði ég honum að við ættum því miður ekki samleið, ég var nýkomin úr rúmlega þriggja ára sambandi og var 22 ára gömul og vissi að mig langaði “bráðlega” að fara byrja í barneignum. Arnór sagði þá að hann væri alveg sammála og að honum langaði líka til þess að eignast barn á næstu árum, ég trúði honum eiginlega ekki, enda er hann yngri en ég og nýorðinn 19 ára þegar við kynntumst hehe. En ég ákvað að gefa honum séns þrátt fyrir að vera smá hrædd því ég vildi ekki fara í samband nema honum væri alvara með það, en honum var sem sagt alvara, ég veit það núna 😉 Planið var neflilega að byrja næst með gæja sem væri amk 2 árum eldri heldur en ég því “strákar eru svo óþroskaðir” en eftir að Arnór kom inn í líf mitt lærði ég að dæma fólk EKKI eftir aldri. Þegar við vorum búin að vera saman í tæp 2 ár þá varð ég ólétt af okkar fyrsta barni og það planað (auðvitað planað, allt sem ég geri er þrælplanað haha) og hann kom undir í fyrstu tilraun þannig við vorum sjúklega spennt og ánægð með þetta allt saman. Ég var nýorðin 25 ára og hann rétt tæplega 22 ára gamall þegar Óli Freyr fæddist.

Þegar Óli var eins árs og við vorum að halda upp á afmælið hans þá kom upp barna umræða við borðið. Rætt var um t.d. “Hvenar er best að skella í barn númer tvö” og “Hvenar er best að klára barneignir”

Það var eiginlega ein frænka Arnórs í þessu afmæli sem er ástæðan fyrir því að Elín Kara fæddist rúmum 9 mánuðum seinna! Hún talaði um að það væri svo þægilegt að eignast börn á meðan maður væri í námi og við ættum bara að drífa í þessu (ég var í miðju BS námi þarna) og einhvernveginn eftir þetta afmæli og þessar umræður þá töluðum við Arnór um þetta og ákváðum að skella okkur bara í barn númer tvö strax! Við vitum það núna að við eigum mjög auðvelt með að verða ólétt því ég pissaði á próf mánuði eftir afmælið og ég var orðin ólétt, sem sagt aftur í fyrstu tilraun. Við vorum sjúklega spennt og Óli Freyr var 21 mánaða þegar Elín Kara fæddist.

Ég veit ekki hversu oft ég hef fengið spurningar í þessum dúr: “Var ekki erfitt að eignast börn með svona stuttu millibili” o.s.frv. En málið er að okkur fannst það alls ekki. Held það spili inn í að þetta var planað og við vorum bæði í námi fyrst (Arnór fór svo að vinna) og þetta var bara sjúklega þægilegt og skemmtilegt. Það skemmdi reyndar ekkert fyrir að bæði börnin okkar voru ótrúlega vær og góð, engin kveisa og ekkert vesen. Þannig ég hefði kannski ekki alveg sömu sögu að segja ef þau hefðu ekki verið svona vær og góð hehe :)

 

Svo kom að því að ákveða hvenar væri best að klára þetta og skella í barn númer þrjú! En svo eftir að pabbi veiktist (hann veiktist þegar ég var komin um 6 mánuði á leið með Elínu Köru og hann var veikur í tvö ár áður en hann dó) þá fannst okkur erfitt að ákveða hvenar það væri best að klára þetta. Ég var undir miklu andlegu álagi í kringum veikindin hans pabba og eftir að hann dó tók við þunglyndi og ég var lengi að ná mér á strik og því gat ég ekki alveg hugsað mér að eignast síðasta barnið alveg strax, ég vissi bara að ég vildi ekki hafa of stutt á milli þeirra en heldur ekki of langt!

 

Pabbi dó þegar Óli Freyr var 3,5 ára og Elín Kara var 20 mánaða. Á þessum tíma var maður auðvitað ekkert að spá í barneignum og bara að reyna lifa dagana af. En svo ákvað ég að fara í 9 mánaða átak stuttu eftir að pabbi dó og við Arnór töluðum um að byrja að reyna eignast barn þá eftir átakið. Átakið gekk ekki vel og ég náði lítið að halda mér við efnið og leið bara alls ekki nógu vel, enda nýbúin að missa pabba minn og átti erfitt með að koma mér á strik og leið bara verr og verr með tímanum.

 

20160812_190737

 

Eftir að þetta 9 mánaða átak var búið þá vorum við sammála um að salta þetta aðeins með barn númer þrjú. Við töluðum reglulega um þetta næstu mánuði og rúmlega ári eftir að pabbi dó þá ákváðum við að byrja að reyna, sem sagt í lok sumars 2018. Það myndi bara gerast sem myndi gerast. Mér leið mjög illa á þessum tíma og var andlega alveg búin á því, ég skildi ekkert í því af hverju mér var ekki farið að líða betur og leið bara verr og verr eftir því sem tíminn leið. En svo kom að því að ég byrjaði að taka próf, tók all nokkur próf og það ÁÐUR en ég átti að byrja á blæðingum, já þolinmæði er ekki mín sterkasta hlið, en það kom neikvætt og ég byrjaði svo bara á blæðingum. Var hrikalega svekkt, enda komu hin tvö undir í fyrstu tilraun og maður orðin alveg vel kex að ætlast til þess að verða ólétt aftur í fyrstu tilraun en ég bara einhvernveginn bjóst við því. Svo kom önnur tilraun og sama sagan, ég að taka próf alltof snemma og byrjaði svo auðvitað bara á túr og var ekki ólétt. Tók þá ákvörðun að hætta þessu rugli, hætta að velta mér upp úr þessu og ekki vera setja lífið mitt bara á hold útaf þessu og þetta kæmi bara þegar þetta kæmi, enda alveg eðlilegt að það tekur nokkra mánuði og jafnvel mun lengur en það að verða ólétt!

Þannig að ég ákvað fara að huga að mér, pantaði mér svo tíma hjá heimilislækninum mínum í nóvember í fyrra upp á að fá þunglyndislyf eða eitthvað til að hjálpa mér og ég gjörsamlega brotnaði niður strax og hann spurði mig hvað hann gæti gert fyrir mig. Ég var búin að skrifa niður allt sem mér fannst vera að hjá mér og las það upp fyrir hann, og grét og grét allan tímann, alveg að þrotum komin. Hann sagði að það fór ekkert á milli mála að ég væri þunglynd, ég hefði misst pabba minn og að sorgin hafi þróast út í þunglyndi og það væri best að ég færi á lyf og talaði við sálfræðing. Vá hvað ég var fegin, það var eins og heilu tonni væri lyft af mér. Ég fór út frá honum ánægð og fór beint í apótekið að sækja þunglyndislyfin og járn í æð (var sem sagt líka búin að vera díla við járnskort og blóðleysi) og var ánægð að vera loksins komin á rétta braut, að láta mér líða betur! Ég tek fyrstu töfluna og fer svo í vinnuna og fer svo í hádegismat og fattaði svo að ég átti að byrja á blæðingum þennan daginn þannig ég ákvað að skreppa og kaupa próf bara til að vera viss að ég væri ekki ólétt. Ég vissi það með hin tvö að ég væri ólétt áður en ég tók prófin, bara einhvernveginn vissi það, en núna var ég bara PFFF ég er ekkert ólétt, enda við ekkert búin að vera spá í þessu daglega lengur og vorum bara með þetta opið án þess að vera beint að “reyna.” Jæja ég pissa á prófið og það varð strax bullandi jákvætt! SÆLL….mér tókst sem sagt að vera á þunglyndislyfjum í einn dag hahaha.

En auðvitað var þetta dásamlegt, enda við búin að vera að reyna í 2 skipti og ákváðum svo að hætta að velta okkur upp úr þessu og þá auðvitað varð ég ólétt strax! Þannig að “third is the charm” átti mjög vel við þessa óléttu.

Þannig að ég fór frekar og talaði við sálfræðing á heilsugæslustöðinni í stað þess að taka lyf og fór til hennar 5 eða 6 sinnum á einhverjum 4 mánuðum og er nú “útskrifuð” og við sálfræðingurinn komumst af því af hverju mér leið svona illa, en ég hafði ekki hugmynd um það sjálf, en strax og við komumst að því þá gat ég tæklað það og mér líður 100x betur núna og hefði í raun aldrei þurft á þessum lyfjum að halda. Hafði líka aldrei verið þunglynd áður en fannst það hrikalega vont og er svo ánægð að vera komin yfir þetta tímabil, var búið að líða alveg rosalega illa og var orðin mjög þreytt á þessu ástandi. 

Þannig að núna eru um rúmar 10 vikur í að þriðja barnið komi í heiminn og í sumar munum við eiga einn 5 ára, eina 3 ára og svo eina nýfædda. Arnór er 27 ára og ég þrítug. Ég get ekki beðið og ég elska lífið! Akkurat eins og pabbi hefði viljað :)

 

 

39589329_10155850800084422_7551381344861814784_n

 

Þangað til næst..

 

19959092_10154892662749422_4851378528896000840_n

Snap & Insta: tinnzy88

 

TF

 

Fæðingarsaga – minn þriðji og seinasti keisari

$
0
0

Þegar ég byrja á þessari færslu eru fimm dagar síðan ég átti snúlluna mína og langaði mig að setjast niður og skrifa fæðingarsöguna á meðan ég man þetta allt saman, maður er neflilega svo ótrúlega fljótur að gleyma!

Við Arnór vorum sammála frá upphafi að við ætluðum að eignast þrjú börn og hafa stutt á milli þeirra og klára þetta ung. Allt fór samkvæmt plani og við eigum nú þrjú börn og það eru 5 og ½ ár á milli elsta og yngsta barns. Arnór er 27 ára og ég þrítug og við erum í skýjunum með þetta allt saman :)

67475779_10156585520089422_3631488668033613824_n
Krakkarnir að halda á systu <3 

Fyrst tímdi ég ekki að verða ólétt strax og eyða síðasta skiptinu mínu ólétt því það er eitthvað svo „final“ að klára þetta og allt svo dásamlegt í kringum þetta ferli en vá hvað ég er ótrúlega fegin núna að vera komin með hana í fangið og vera búin! Ég hugsaði svo mikið fyrstu tvo dagana eftir að hún fæddist bara vá, vá, vá hvað ég er fegin að hún sé komin út og bara never again! Þrír keisarar eru að mínu mati sko alveg meira en nóg, allavega fyrir minn kropp, úff þetta tekur neflilega alveg svakalega á og eftirköstin þannig að maður er hálf tjónaður í nokkrar vikur en alveg mjög tjónaður í 1-2 vikur, en það er auðvitað mjög einstaklingsbundið.

Þar sem barn nr 1 og 2 komu með keisara þá var aldrei neitt annað í stöðunni en að þetta barn kæmi líka með keisara. En barn nr 1 var bráðakeisari, missti vantið 39+1 og hann fæddist akkurat sólarhring seinna 39+2. Barn nr 2 var valkeisari, en þó ætlaði ég að reyna sjálf, en þetta endaði þannig að það var pantaður keisari fyrir mig þegar ég var gengin 40+1 og hafði ég þá þrjá daga til að fara sjálf af stað en þetta endaði svo þannig að ég mætti þremur dögum seinna upp á spítala eldhress og alls ekki komin af stað og fór því í valkeisarann gengin 40+4. Þannig að eftir að hafa farið í þessa tvo keisara þá vissi ég að ekki væri annað í stöðunni en að ég myndi fara í minn þriðja keisara, en þetta var þó eina meðgangan þar sem ég vissi það frá byrjun að ég myndi fæða með keisara.

Meðgangan gekk bara vel, en þó var þetta erfiðasta meðgangan, fyrstu tvær voru alveg „easy peasy“ en núna fékk ég grindargliðnum, það var ekki nice. En hún var ekki alvarleg sem betur fer, hún byrjaði frekar snemma eða um viku 17 þannig ég minnkaði strax við mig í vinnunni og vann 9-15 í stað 8:30-16 og það hjálpaði slatta og ég var bara alveg ágæt, misgóð á milli daga. Svo fékk ég svakalega illt í mjaðmirnar síðustu vikurnar og átti mjög erfitt með að sofa. Hætti svo að vinna þegar ég var gengin sléttar 36 vikur. Og á öllum þremur meðgöngunum fékk ég heiftarlegan brjóstsviða sem var oft á tíðum að gera mig geðveika!

En ég fékk tíma í keisarann með ágætis fyrirvara og var 23. júlí dagurinn, þá gengin 39+4. Ég var ekki farin fyrr af stað þannig ég mætti í keisarann á þessum degi, fyrsti dagur ljónsins! Ég var mikið búin að spá í því hvort hún yrði krabbi eða ljón og það kom svo sem ekkert á óvart að hún kom á fyrsta degi ljónsins og er því litla sæta ljónið mitt! Þannig að ég er bogamaður, hún er ljón. Systir hennar er vog og pabbi hennar og bróðir eru báðir steingeitur. Mér finnst gaman að stjörnumerkjum hehe.

Allavega.. Ég var beðin um að mæta upp á spítala kl 9/9:30, ég átti að vera skorin eftir hádegi. En svo fékk ég símtal daginn fyrir keisarann og var beðin að koma kl 7, sem ég var rosalega fegin með. Því maður þarf að fasta frá miðnætti fyrir aðgerðina, en þar sem ég átti fyrst að mæta um kl 9 og vera skorin eftir hádegi þá átti ég helst að vakna um kl 4 um nóttina og fá mér smá að borða, en ég slapp við það eftir að ég var beðin að koma kl 7 því þá var minna mál að fasta því biðin yrði styttri. Við vorum mætt upp á spítala kl 7 og ég gerði ráð fyrir því að daman myndi fæðast c.a. kl 11. Því þegar ég átti Elínu Köru í valkeisaranum þá var ég líka nr.2 í röðinni og átti að mæta kl 7 og hún fæddist kl 11.

67648403_10156585518274422_6938638109001121792_n
 

67726889_10156585519844422_8412402174654414848_n
Sexy mama! ..ekki? 

67318241_10156585518454422_4219646549019328512_n
Verið að bíða eftir keisaranum

En um kl 9:30 kemur ljósa inn og segir okkur að sú sem var nr. 1 í röðinni væri enn ekki farin á skurðstofuna (átti að fara um kl 8!) því það var verið að bíða eftir svæfingarlækni, dem! Ok ekkert mál, smá seinkun það skiptir engu við vorum bara róleg og vorum að horfa á sjónvarpið. En svo kemur hún aftur inn stuttu seinna og þá kom bráðakeisari, þannig að sú sem var nr. 1 í röðinni var enn ekki farin inn og biðin var að fara vera enn lengri. Það eina sem ég hugsaði var bara dem ég hefði getað mætt bara kl 10 og sofið í morgun í staðinn fyrir að vakna kl 06. Þannig ég sofnaði í svona 45 mínútur yfir sjónvarpinu, bjóst aldrei við því að geta sofnað, en ég var eitthvað svo pollróleg, þó ég væri kvíðin. Svo var klukkan orðin 13:20 og ég viðurkenni að ég var orðin smá pirruð þá, við vorum búin að vera þarna í rúmar 6 klst og ég náttúrulega ekkert búin að borða og ekki að fara borða neitt á næstunni. Og langaði líka bara rosalega mikið að klára þetta! En svo kl 13:30 koma þær inn og það er komið að mér, jibbý. Og þá vissi ég ekki að aðeins 50 mínútum síðar yrði hún komin!

Því þegar maður komin inn á skurðstofu er svo ótrúlega stutt eftir, þetta tekur svo stuttan tíma. Það var byrjað á því að mænudeyfa mig, eins og í síðasta keisara þá gekk það svona lala, tók smá stund og aftur þá tókst ekki að gera þetta nema fá manneskju nr 2 til að reyna og þá tók þetta 3 mín eftir það. En ég var svo sem góð, var alveg mjög stresuð en mun rólegri en í síðasta keisara! Í keisara nr 1 og 2 þá grét ég og grét á borðinu, algjörlega ósjálfrátt og ég gat ekki hætt. En núna var ég mjög róleg og grét ekki neitt, samt var ég mjög kvíðin fyrir aðgerðinni, s.s. kvíðin að eitthvað gæti gerst/komið upp á. En Arnór minn sat á móti mér á meðan það var verið að deyfa mig og hann greyið var orðinn alveg fölur og alveg að fara líða útaf og þær tóku hann aðeins fram til að jafna sig (hann á mjög erfitt með sprautur og blóð). En svo kom hann aftur inn og var bara góður eftir þetta. Sem er fyndið því ég var búin að biðja hann að taka upp video þegar lillan myndi fæðast og ég bjóst ekki við því að hann myndi höndla það og sagði honum að gera það bara ef hann treysti sér til, sem hann gerði svo, jess! Þvílík dásemd að eiga þetta video!

Allavega, eftir að búið var að deyfa mig lagðist ég niður og hlutirnir eru mjög fljótir að gerast eftir það. Það er testað hvort deyfingin sé farin að virka alveg og maður er spreyjaður með einhverju spreyji og á að segja hvort maður finni bara loft eða hvort maður finni kalt. Svo þegar það er komið þá er bara byrjað á þessu öllu saman.

Þau byrja aðgerðina og þetta gekk mjög vel, smá erfitt að komast í gegnum samgróningana, en hún var komin út stuttu seinna og fæddist kl 14:20, strax og hausinn kom út byrjaði hún að gráta kröftuglega, sko áður en búkurinn kom út haha. Læknunum fannst fyndið að hún hafi bókstaflega fæðst grejnandi. Ég fann þennan þvílíka létti í líkamanum þegar hún var tekin út og leið eins og ég væri 100 kg léttari, úff hvað það var gott!

En ég fékk svo að sjá hana c.a. 2 mín seinna eftir að fæðingarlæknir skoðaði hana og hún fékk fullt hús stiga og fékk því svo að vera hjá okkur allan tímann á meðan það var verið að loka mér. Læknunum fannst hún stór og héldu að hún væri um 4 kg og sögðu að ég hafi verið með mikið legvatn. En svo þegar hún var vigtuð var hún ekki nema 3760 gr (nákvæmlega jafn þung og systir sín þegar hún fæddist!) og 52 cm, öll börnin mín fæddust 52 cm.

Hún grét svo allan tíman á meðan við vorum þarna inni, (tók c.a. 20 mín að loka og sauma) elsku snúllan, með þessa svakalegu sogþörf <3 Mikið sem ég var fegin að fá hana út og í fangið mitt!

67730239_10156585518714422_1872998928132079616_n
Loksins komin! <3 

67259564_10156585519849422_7013419416679350272_n

En þetta var eini keisarinn þar sem mér leið ekki nógu vel eftir að barnið kom út, leið eins og ég væri að fá hjartaáfall, var illt í hjartanu með einhvern sting og leið bara mjög illa, þá var blóðþrýstingurinn að falla sem er algengt þegar maður fær mænudeyfingu og lyf til að draga legið saman. En ég fékk kaldan þvottapoka á ennið og eitthvað lyf í æð og leið fljótlega betur en svo varð ég rosa slöpp og þreytt í svona 10 mínútur og jafnaði mig svo. Mjög spes, lenti ekki í þessu í hin skiptin og þetta var mjög óþægilegt, en gekk sem betur fer fljótt yfir og er algengt að þetta komi fyrir, þ.e. að blóðþrýstingurinn falli og þau eru mjög fljót að bregðast við þegar þetta gerist.

67601807_10156585518984422_6057107951376662528_n
Hef verið betri..

En það er svo skrítið við keisarann að þó maður sé dofin þá finnur maður allt, allar hreyfingar og allt sem er verið að gera við mann, þetta er svona hnoð, alveg sársaukalaust samt! Þegar þau hófust handa við að byrja að loka þá var ég að hlusta á þau tala saman og heyrði ég að legið mitt væri eins og tyggjó, ég væri með tyggjóleg! Þegar aðgerðin var búin og fæðingarlæknirinn kom og talaði við mig þá sagði hún að aðgerðin hafi gengið mjög vel, en það hefðu verið samgróningar og svona sem er smá erfitt að vinna sig í gegnum og smá vesen að loka leginu aftur, en allt hafi gengið mjög vel. Þá spurði ég hana hvað tyggjóleg væri nú samt og hún fór að hlægja, hefur ekki vitað að ég var að hlusta á þau tala saman haha. Þá sagði hún að núna væri ég búin í þremur keisurum og ekki væri mælt með að konur færu í fleiri en 3-4, en það er auðvitað mjög einstaklingsbundið hvernig legið er hjá konum, en því fleiri keisara sem þú ferð í því meiri áhætta er á fylgikvillum eins og legrof, sýkingar, blæðingar og þess háttar skemmtilegheit. En hún tók fram fyrir aðgerðina að það er lítil sem engin áhætta fyrir börn að fæðast með keisara, þau geta fæðst með vot lungu, það gerist stundum þegar konur fara í keisara þegar þær eru ekki farnar af stað (því barnið sendir hormón frá sér þegar maður fer sjálfur af stað) og þá þurfa börnin stundum hjálp við að anda þegar þau koma út. Svo getur gerst að skorið sé í höfuð barnsins en hún sagði að það væri þá mjög grunnt og ekki alvarlegt og það myndi ekki einu sinni skilja eftir ör. Já það er sem sagt aðallega áhætta fyrir móður að fara í keisara en öruggt fyrir barnið. En þó ganga keisarar yfirleitt alltaf mjög vel og ef það koma fylgikvillar þá er það auðvitað bara tæklað.

 En hún sagði að í mínu tilfelli þá mælir hún gegn því að ég eignist fleiri börn þar sem legið mitt er orðið þreytt (tyggjóleg hehe), en sagði að auðvitað væri ekki hægt að banna konum að eignast fleiri börn en mælti samt sem áður gegn því í mínu tilfelli. Sem betur fer þá fannst mér þetta ekki sorglegar fréttir þar sem við erum 100% hætt og sátt við þrjú börn og mun Arnór svo fara í klippingu. En ef við hefðum ætlað að eignast fleiri börn þá hefðu þetta auðvitað verið mjög erfiðar fréttir.

67413930_10156585519069422_5939693432518737920_n
Snúllan mín 

67764153_10156585519229422_6839745086851383296_n

68270851_10156585519874422_6135631597203881984_n
Gott að kúra hjá pabba (að leita að brjósti haha)

En eftir að aðgerðinni var lokið þá var mér strollað bara beint upp á herbergi þar sem við svo vorum næstu tvær næturnar áður en við fórum heim. Lillan tók brjóstið mjög vel frá byrjun og er með þessa svakalegu sogþörf og þvílíkt dugleg á brjóstinu. Hún er búin að vera rosalega vær og góð frá byrjun og gerir ekki annað en að sofa, drekka, pissa og kúka hehe, allt eins og það á að vera! En daginn eftir að hún fæddist þá var ég frekar mikið verkjuð og átti bara frekar slæman dag, tók tvö grátköst og fékk auka verkjalyf. Ég bara grét og grét og var eitthvað ofur viðkvæm og verkjuð. Þetta tekur frekar mikið á og ég man eftir að hafa legið þarna og hugsað bara dísess kræst sko, never again! En maður er svo sem betur fer fljótur að gleyma! Svo á þessum sama degi kemur ein ljósa inn og segir að við gætum þess vegna farið heim um kvöldið, þyrfum ekkert að vera í tvo sólarhringa (sem manni býðst). Og ég hugsaði bara já einmitt, það er ekki fræðilegur möguleiki að ég sé að fara heim í kvöld! Mér hefur alltaf fundist alveg nauðsynlegt að nýta mér þessar tvær nætur sem maður fær og alls ekki verið tilbúin að fara heim fyrr. Svo er þetta auðvitað mjög einstaklingsbundið og ég þekki eina sem fór heim strax daginn eftir, alveg tilbúin til þess. En svo þegar heim er komið eru verkirnir alltaf að skána með hverjum deginum og eftir 1-2 vikur er maður orðin nokkuð brattur bara! En verkjalyfin hjálpa manni og þau eru alveg nauðsynleg fyrstu vikuna eftir fæðingu.

67331221_10156585519459422_565483528859418624_n
Að fara heim :)

Ef ég á að bera saman keisara mína þrjá og hver var „bestur“ þá verð ég að segja að keisari nr 1, bráðakeisarinn, var bestur! Þá vissi ég ekkert um keisara og ætlaði mér svo sannarlega aldrei í lífinu að lenda í svoleiðis vitleysu hehe. En mér fannst hann ganga svo vel því ég var nú þegar með mænudeyfingu sem hægt var að fylla á þannig ég gat bara beint farið í aðgerðina og hann kom svo fljótt út og ég var fljótust að jafna mig eftir hann, þegar hann var fimm daga gamall vorum við mætt til mömmu og pabba á áramótunum, ég klæddi mig upp og gerði mig fína og alles. Núna er ég líka á degi fimm og guð minn það síðasta sem ég nenni að gera í lífinu núna er að mála mig og fara út úr húsi. Ég sit hérna í meðgöngu bómullarbuxum, í meðgöngubol að skrifa þessa færslu alveg eins og einhver tuska hehe. Kannski spilar það líka inn í að ég á núna eina þriggja ára og einn fimm ára. En keisari nr 2 og 3 voru bara mjög svipaðir, en ég var meira andlega og líkamlega búin á því núna og alveg tilbúin til þess að gera þetta bara aldrei aftur haha. Mér finnst ég líka vera mun aumari og bólgnari á magasvæðinu núna og finnst ég ekki vera “skreppa” nógu fljótt saman og held því að ég verði því lengst að jafna mig núna, en það kemur bara í ljós :) Núna þegar ég er að klára færsluna er snúllan mín vikugömul og það er himin og haf á verkjunum núna og fyrir t.d. 3-4 dögum þannig þetta er allt saman að koma. Ljósan kom í heimsókn áðan og tók umbúðirnar og sagði að skurðurinn liti bara mjög vel út. Ég er sem sagt ekki heftuð eftir keisara þar sem ég er með mikið nikkel ofnæmi og því er ysta laginu ekki lokað með hefti heldur bara saumað og settir einhverjir svona plástar sem svo detta af. Svo er spáð mjög góðu veðri á morgun og sagði ljósan að okkur væri óhætt að kíkja í göngutúr með vagninn ef ég treysti mér til, sem ég geri svo sannarlega og ég hlakka mikið til, ég hef alltaf elskað að labba með vagninn og taka langa göngutúra meðan þau lúra í vagninum og hafa það kósý.

67586376_10156585519889422_1863394187257315328_n
Já krakkarnir vilja sem sagt meina að hún heiti Demantadúlla og gáfu henni buffaló frá Óla prik með “nafninu hennar á” <3

67757081_10156585520049422_4405505932994281472_n
Fallegust!

Langar að taka það fram hvað mér fannst ég alltaf vera í öruggum höndum í keisurunum mínum, algjört fagfólk sem vinnur upp á LSH og í aðgerðunum mínum þá hef ég verið svo ánægð með þá sem hafa verið að, maður er svo upplýstur í aðgerðinni, manni er sagt hvað er að gerast og hvernig gengur og svona. Og þegar maður er kvíðin eða með einhverjar áhyggjur þá eru þau svo fljót að hughreysta mann og segja alla réttu hlutina og maður hættir þá að hafa áhyggjur og treystir því sem manni er sagt <3

67641563_10156585520654422_540150295624155136_n

67259565_10156585520584422_8461051406655160320_n

67256737_10156585520534422_7576727828071186432_n
Elín Kara elskar systu mjög mikið! <3

67246815_10156585520384422_8675888982220865536_n
<3

Mig langar að enda þessa færslu á einu sem hefur verið að fara gríðarlega í taugarnar á mér. Það eru komment eins og „Já fæddir þú ekki, fórstu í keisara“ eða „Já þú áttir hana ekki sjálf“ og „Þú áttir ekki eðlilega“ og þess háttar. SKO ég veit ekki betur en að börnin mín hafi öll komið út úr mér, þá fæddi ég þau væntanlega? Eru þau ófædd því þau komu ekki út um píkuna á mér? Keisari var ekki val hjá mér, amk alls ekki sá fyrsti og ég gekk ég gegum allt saman nema að koma honum út, ég upplifði hríðar og píndi mig í gegnum 9 klst af hörðum hríðum áður en ég gafst upp og bað um mænudeyfingu. Ég missti vatnið, ég var upp á spítala í 13 klst að reyna fæða þetta barn áður en ég þurfti að fara í bráðakeisara, en ég var með tvær óskir fyrir fæðinguna og það var engin mænudeyfing og alls enginn helvítis keisari, en neibb þessar tvær óskir klikkuðu svo sannarlega og maður stjórnar ekki hvernig þetta endar og bráðakeisari er gerður til þess að bjarga barni og/eða móður þegar ástandið er orðið svart. Sonur minn var kominn með dýfur í hjartsláttinn og var ekkert á leiðinni út og var skakkur og í framhöfuðstöðu + ég var föst með 9,5 í útvíkkun með einhverja „brú“ fyrir og með enga rembingsþörf og þegar hann fæddist var hann líflaus og blár og það þurfti að hjálpa honum að anda. Vil ekki einu sinni hugsa hvernig þetta hefði endað ef ég hefði ekki endað í keisara. Langaði bara að minna á þetta því keisari er ekki the easy way out heldur ætla ég að leyfa mér að fullyrða það að eftirköstin eftir keisara vs venjulega fæðingu (sem gekk vel) eru mun meiri. Ég hljóma kannski bitur, er það alls ekki málið, en finnst sumir ekki hugsa áður en þeir tala þegar kemur að keisaratali. Munum að við erum allar hetjur alveg sama úr hvaða gati börnin fæðast <3

67259779_10156585520119422_4468492710721880064_n

67285171_10156585520664422_6099267273044787200_n

67497928_10156585520459422_8891318442934665216_n

68454767_10156585520239422_388023292734210048_n

67310929_10156585520769422_2910599658898194432_n
Á leiðinni í 5 daga skoðun

67372587_10156586543349422_2458477230561427456_n

67773635_10156585520364422_7664448463462989824_n
Gæti étið hana! <3

 

Þangað til næst..

 

TF

Ef þið viljið fylgjast með okkur fjölskyldunni þá er ég á Snapchat og Instagram: tinnzy88. En þessa dagana er ég mest á Instastory :)

 


Skírn Leu Þóru – sagan á bak við nafnið og myndir frá deginum

$
0
0

Litla snúllan okkar fékk nafnið sitt sunnudaginn 18. ágúst heima hjá mömmu í yndislegri heimaskírn.

Við fengum prestinn sem skírði hin börnin okkar og gifti okkur til að koma að skíra dömuna. Við ákváðum að hafa þetta litla krúttlega heimaskírn og bjóða bara allra nánustu fjölskyldunni.

Börnin okkar þrjú voru öll komin með nafn löngu fyrir fæðingu, en við höfum alltaf haldið þeim leyndum fram að skírn og ekki notað sjálf nöfnin heima fyrr en eftir skírn bara svona just in case ef maður skyldi missa það út úr sér! Óli Freyr var nú bara komin með nafn þegar hann var baun í bumbunni, ég var 100% viss að ég gengi með strák og svo eftir 20 vikna sónar fengum við það staðfest og vorum tilbúin með nafnið og skírðum hann 9 daga gamlan, við vorum svo sjúklega spennt að við gátum ekki beðið. Elín Kara var svo slétt mánaðargömul þegar hún var skírð og var hún líka komin með nafn strax eftir 20 vikna sónarinn.

Óli Freyr er skírður í höfuðið á Óla afa mínum sem dó áður en ég fæddist og Óla bróður mínum og svo pabba, hann hét Freyr. Elín Kara er skírð Elín í höfuðið á mömmu minni og Kara út í bláinn. En gaman er að segja frá því að langamma mín hét Karen Björg en alltaf kölluð Kara, Arnór valdi Köru-nafnið og mér fannst það auðvitað mjög flott líka. En það kom eitt annað seinna nafn til greina en ákváðum að nota það næst því okkur fannst Elín Kara koma betur út.

Það var aðeins erfiðara og öðruvísi að finna nafn í þetta skiptið. En það var eins og þetta væri skrifað í stjörnurnar.

Sagan á bak við nafnið hennar Leu Þóru er mjög skemmtileg og las ég hana upp í skírninni áður en við sögðum hvert nafnið væri. 

Hér kemur sagan:

Pabbi minn lést í júní 2017 eftir tveggja ára baráttu við ólæknandi krabbamein. Hann elskaði hljómsveit sem heitir ELO, alveg sko dýrkaði og dáði þessa hljómsveit og á legsteininum hans er meira segja ELO merkið! Þannig að ég ólst upp við að hlusta á þessa hljómsveit og elska þá líka og er þetta mín allra uppáhalds hljómsveit núorðið.

elo

Haustið 2017, tæpum þremur mánuðum eftir að pabbi lést þá fórum við mamma til Glasgow. Eitt kvöldið vorum við að chilla upp á hóteli þegar ég fæ skilaboð frá Jollu frænku minni, en stuttu áður sýndi ég á Snapchat að ég hafi keypt stafaljós fyrir krakkana, sem sagt „E“ og „O.“ Jolla er frænka mín sem ég þekkti ekki neitt áður en pabbi fór á líknadeildina, en þar kynntist ég henni aðeins. En pabbi og Jolla voru góðir vinir. Hún var mikið með okkur upp á líknadeild og er algjör gullkona sem þótti mjög vænt um pabba minn. Allavega, þá sendir hún mér skilaboð á messenger eftir að hafa skoðað story hjá mér á snappinu og sagði „ Gaman að fylgjast með á Facebook og snöppunum frá ykkur í Glasgow … en þegar ég sá stafina E og O sem þú keyptir Tinna fyrir börnin þín og talaðir um þriðja barnið í komandi framtíð, þá má ég hundur heita ef það barn fái ekki nafn sem byrjar á L … ELO <3 „

Eftir þessi skilaboð þá var ekki aftur snúið, barn númer þrjú skildi frá nafn sem byrjar á L. Sagði Arnóri frá þessu og honum fannst þetta líka brilliant hugmynd. Ef það væri ekki fyrir Jollu þá hefði okkur eflaust aldrei einu sinni dottið þetta í hug.

Elín, Lea, Óli = ELÓ

Pabbi hlýtur að vera ótrúlega sáttur með þetta, hvar sem hann nú er <3

En barn nr.3 var ekki alveg á dagskrá hjá okkur strax þannig við pældum ekkert meira í þessu á næstunni. En svo kom að því að byrja reyna verða ólétt haustið 2018 og þá fórum við að skoða L nöfn og jesús minn þetta hefði getað verið game over bara. Ekki fannst okkur úrvalið gott, en við skoðuðum öll nöfnin og fundum eitt stelpu og eitt strákanafn sem við vorum bæði ánægð með. Svo þegar það kom í ljós að þetta væri stelpa þá var þetta bara ákveðið og ég meira segja pantaði nafnamerktar duddur strax þá. En “L” nafnið sem við völdum var alveg út í bláinn, en seinna nafnið er það ekki, Elín Kara hefði sem sagt átt að heita nafninu sínu eða Elín Þóra, mamma hans Arnórs heitir Þóra. En við ákváðum að barn nr.3 yrði Þór eða Þóra, enda alveg ákveðin að við ætluðum að eignast eitt annað barn.

En það er gaman að segja frá því að það heitir engin önnur, né hefur heitið, þessu nafni sem við völdum, þó eru þetta bara tvö ósköp “venjuleg” nöfn. 

Þannig að já, nafnið Lea varð fyrir valinu og heitir snúllan okkar Lea Þóra Arnórsdóttir.
Við erum alveg ótrúlega ánægð með nafnið hennar! <3
Og vil ég enn og aftur þakka Jollu frænku minni fyrir það að hafa fattað þetta með ELO, þvílík og önnur eins snilld :)

Hér koma svo myndir frá deginum, bróðir minn gaf Leu ljósmyndara, sem kom og myndaði daginn, í skírnargjöf <3
Ljósmyndarinn heitir Tara Ösp og HÉR er heimasíðan hennar.

Athugið að síðan tekur gæði frá myndunum, en hægt er að smella á hverja og eina til þess að sjá í fullri upplausn :)

 

 3D1A8897
Mamma gerði þessa æðislegu tertu. Einnig gerði hún rósa súkkulaðiköku og heita rétti.

 

3D1A8900
Verið að fara klæða dömuna í skírnarkjólinn

 

3D1A8915

 

3D1A8917
Ekkert gaman..

 

3D1A8934

 

3D1A8937
Tinna Rut, bróðurdóttir mín

 

3D1A8952
Elín Kara 

 

3D1A8974
Óli Freyr spenntur að fá að borða

 

3D1A9070
Þarna er ég að lesa upp söguna á bak við nafnið hennar Leu

 

3D1A9077
Tengdamamma ánægð með nafnið <3

 

3D1A9086

 

3D1A9140

 

3D1A9150

 

3D1A9172
Mine, mine, mine <3

 

3D1A9184

 

3D1A9194

 

3D1A9205
Elín amma og Lea Þóra

 

3D1A9218
Ljósabergsgengið <3 

 

3D1A9229
Fjölskylda Arnórs (vantar nokkra á myndina).

 

3D1A9239
Allir saman <3

 

3D1A9264
Foreldrar Arnórs og systir hans, að dást að snúllunni :)

 

3D1A9273

 

3D1A9290

 

3D1A9298
ELÓ :) <3 

 

3D1A9336
Stolt amma með barnabörnin sín <3

 

3D1A9357
Óli Tómas bróðir og Lea Þóra

 

3D1A9367
Namminamm..

 

3D1A9369
Fallegust!

 

3D1A9387

 

3D1A9392

 

Þangað til næst..

𝒯𝒾𝓃𝓃𝒶

P.s. þið finnið mig á Instagram: tinnzy88

 

 

Tene tips – sólarferð með 7 vikna kríli

$
0
0

Ég, mamma og Lea Þóra skelltum okkur í sólina til Tenerife 11-21 september. Lea var 7 vikna þegar við fórum út og við vorum í 10 nætur.

Mamma spurði mig þegar Lea var um 5 vikna hvort ég væri til í að koma með henni út í sólina, hún vildi bjóða mér (okkur) út. Ég sagði strax já, en svo var ég bara úff er maður samt að fara til útlanda með svona kornabarn?!?! Ég fór í smá panik þegar mamma pantaði ferðina og spurðist fyrir í mömmuhópnum mínum hvort maður væri að ferðast með svona ung börn, þó svo að ég vissi svo sem alveg svarið en ég meina ég var bara nýbökuð og paranojuð móðir 😉 Svörin voru bara mjög jákvæð og auðvitað áttum við að skella okkur og einhverjar í hópnum búnar að fara nú þegar, þannig ég ákvað að hætta þessu rugli og byrja að hlakka til í stað þess að vera stressa mig yfir þessu.

Ég er samt mjög flughrædd og var því mikið að stressa mig á fluginu, við erum að tala um mjög flughrædd og engar ýkjur. En ég hef þó skánað með árunum og alltaf læt ég mig hafa það að fara út, þannig að ég læt hræðsluna ekkert stoppa mig, sem betur fer! Sama dag og við vorum að fara út þá langaði mig að hætta við. Við áttum flug 15:30, sem ég eiginlega fíla bara alls ekki, er vön að eiga flug eldsnemma þannig mér finnst best að vakna um nóttina og skella mér af stað, þá hefur maður engan tíma til þess að vera stressaður! Þannig að við Arnór fórum í göngutúr um morguninn með vagninn og ég var í panic mode bara, var næstum því búin að hringja í mömmu og hætta við að fara, ég var svo stressuð að ég bara var alls ekki að meika að fara út. En, ég lét mig hafa það. Fórum meira segja út 11. september, en það hafði engin áhrif á mig, skil að það gæti triggerað flughræðslu hjá sumum en ég er jafn hrædd að fljúga alla daga ársins!

Eftir Thailand í janúar fór ég mörg skref aftur á bak í flughræðslunni minni þegar við lentum í því að flugvélin gat ekki lent og hef ég verið mjög svekkt yfir því þar sem ég var orðin nokkuð góð bara áður en það gerðist. Ég er mjög góð í rökhugsun og ég veit að það meikar engan sence að vera flughrædd og mér finnst ekkert smá sorglegt að ég skuli eyða öllum þessum tíma í þessa hræðslu, úff þetta er svo leiðinlegt. En ALLAVEGA, nóg um það! Flugið út gekk mjög vel og ég var bara mjög róleg. Við fórum í Saga lounge upp á flugstöð og það var mjög nice, hafði ekki farið þangað áður. Ég fékk mér hvítvín og það virkaði mjög vel á taugarnar! Mér var sagt að ungabörn svæfu bara í flugvélum en Lea sofnaði ekki fyrr en við vorum búnar að vera í loftinu í 1.5 klst og svaf ekkert alltof lengi, en hún var ekki með neitt vesen, en mér fannst smá spes að hún svæfi ekki meira! Tek það fram að þegar ég segi “mér var sagt” þá er ég að tala um bara það sem bókstaflega allar mömmur hafa sagt við mig sem hafa ferðast með ungabörn.

69F10A06-13BE-4B91-9742-CA75F2742254 2A3E1232-E71F-45CD-8BF3-DC750EED5068 8AACD7A1-9491-4EBF-BE2E-AA78EB97959C B01A2C2A-4937-4525-B497-5D1E6333009C CD39998E-48D3-49B4-A600-E2BA17C11764 82897EC8-DEBB-491C-B817-08C75B9EBB2F 857AF12C-98EC-4F87-AE03-4E291C24149A 85C100D0-666F-4E57-A297-1433D6857085

Við lentum um kl 22 á Tene og við tók rúta upp á hótel. Þar sem klukkan var svona mikið var bara farið beint í bólið þegar við komum. Fyrstu 3 dagarnir voru erfiðir! 

Lea hefur annað hvort verið með einhverja massífa hellu í eyrunum eða verið í vaxtarkipp, ég ætla að giska á vaxtarkippinn. Hún var að drekka á 30-60 mín fresti í þessa 3 daga og svaf lítið sem ekkert á daginn. Svaf sem betur fer á nóttunni en það tók sinn tíma að svæfa hana samt. Úff hvað þetta tók á. Hún elskar að vera í vagninum heima á Íslandi og steinsefur þegar maður labbar með hann, en nei, þannig var staðan ekki á Tene. Við mamma giskuðum á að henni væri einfaldlega of heitt og væri ekki að fíla það og að hún væri ekki nógu dúuð í vagninum eins og hún var vön því að vera heima. Við ákváðaum því að leigja vagn, en ég fór út með kerru, vagninn var algjörlega betri kostur og ég myndi segja að vagn sé algjört möst fyrir börn 0-3 mánaða í svona ferð. Eftir það ætti kerra (með baki sem hægt er að halla niður) að vera alveg nóg. En það sem gerði þessa 3 daga svona erfiða var það að hún vildi ekki sofa á daginn, tók kannski 3x 15 mín samtals, sem er sko alltof, alltof lítið og alls ekki það sem hún var vön að gera heima.  Ég ætla ekkert að fara skrifa ritgerð um það hvað hún var erfið þessa daga, en þetta kom mjög á óvart en sem betur fer voru þetta bara 3 dagar, svo fór hún aftur yfir í það að vera “venjuleg” , sem sagt drekka á 2-3 tíma fresti og vildi sofa smá á daginn. En ég hafði samt engar áhyggjur af henni á meðan þessu stóð þar sem hún svaf vel á nóttunni og bleyjan var alltaf vel þung og hún kúkaði alveg um 8x á dag þarna úti þannig ég vissi að hún var svo sannarlega ekki að þorna upp í hitanum. Enda var hún rosalega dugleg að drekka hjá mér alla ferðina, hún vildi ekki ábót eða vatn í pela, bara boobs!

Loksins á degi 4 var eins og nýtt barn væri mætt, það var eiginlega smá fyndið. Við fórum niður í garð og settum hana undir sólhlífina og þar svaf hún í hreiðrinu sínu og leið mjög vel, en fyrstu þrjá dagana mátti ég ekkert leggja hana frá mér því þá grét hún bara. Þannig að vaxtarkippurinn var búinn og hún að venjast hitanum. Þannig að loksins gat maður andað aðeins og byrjað að njóta í botn! Og svo var hún svona út ferðina bara, en hún svaf samt alltaf mun styttra heldur en heima, var að taka 15-30 mín lúra hér og þar og átti mjög auðvelt með að vakna og var mjög vör um sig í vagninum, en við mamma vorum bara orðnar vanar þessu og spiluðum með það sem við höfðum. Vorum orðnar vanar því að hún vildi ekki hanga í vagninum og vorum duglegar að halda á henni þegar við vorum inni, en Lea vildi mest megnis bara vera hjá mér því hún var svo mikið að drekka.

69675482-8E4D-488B-95E5-AD815CEF6E6E 4419FFF6-5691-434B-A69F-E391DD44D5F7 3B039220-B00E-4789-A606-892C36085997 74B6D33D-0943-43B5-B723-588298BB358B D7695E82-FE37-4B31-94A7-B8D934C4B49E 3CD2AA40-B85E-444F-9632-D3C2A84CC302 855BD04B-B0D6-4301-938A-BE38273DB6CE B436BAB3-36B5-4D34-B429-4597B8DE87C1

En þessi ferð var alveg dásamleg! Fyndið að ég er búin að fara 2x út á þessu ári, fór til Thailands í janúar og svo Tenerife í september og voru báðar ferðirnar planaðar af mömmu og ef það væri ekki fyrir hana þá væri ég ekkert búin að fara út í ár. Oh þessi kona er svo dásamleg!!!! <3

En þessi færsla átti nú fyrst og fremst að vera svona “Tene tips” og “Að ferðast með ungabarn tips”

Mig langaði bara að segja frá þessu með Leu Þóru vegna þess að ég bjóst við því að þetta yrði bara þvílíkt easy peasy, en staðan var ekki alveg þannig fyrstu þrjá dagana. Þegar þau eru svona ung getur vaxtarkippur bankað upp á hvenar sem er. Lea var sem sagt að taka 6 vikna kippinn rúmlega 7 vikna gömul þarna úti, þannig að ég held að það sé best að vera undirbúin öllu þegar maður er að fara ferðast með ungabarn. Þó að ungabörn “eigi” að vera auðveldust að ferðast með þá var mín kona ekki alveg þannig, allavega ekki 30% af ferðinni og ég ætla klárlega að skrifa vaxtarkippinn á þetta ástand sem var í gangi.

En nú langar mig að deila með ykkur ýmsum hlutum sem gætu verið gagnlegir. Til að byrja með langar mig að segja að maður tekur kerruna með sér inn í flugstöðina (óþarfi að tékka hana inn) og svo er hún bara tekin áður en maður fer um borð og sett undir vélina. Bara passa að eiga kerrupoka, kerran er tryggð fyrir tjóni ef hún er vel pökkuð inn / í kerrupoka.

Flugvélin:

Barnabílstóllinn – maður fær ekki fyrirfram sæti fyrir svona kornabörn, nema maður kaupir það sérstaklega og ég held að fæstir geri það. Við vorum heppnar að fá sæti fyrir stólinn hennar báðar leiðir. Ég veit ekki hvað það er að kosta að kaupa sæti undir stólinn en ég myndi segja að það væri algjört must að hafa bílstólinn með út og líka í flugvélina. Það er ekki hægt að stóla á það að leigubílar séu með bakvísandi ungbarnastóla og hvað þá rútufyrirtæki, en við fórum með rútu til og frá flugvellinum og því var algjört must að hafa stólinn. Og líka í fluginu, ég hefði ekki getað hugsað mér að hafa hann ekki 😛 En ef það er ekki pláss fyrir hann (sæti) þá er hann bara tekinn áður en þú ferð í vélina. Mitt tips varðandi þetta er að mæta snemma á leiðinni út og biðja um góð sæti og bóka þá sæti fyrir stólinn og svo á leiðinni heim að tala við farastjórann (ef um svoleiðis ferð er að ræða eins og hjá okkur) og hún getur farið fram fyrir röðina og bókað sæti fyrir mann, hún gerði það fyrir okkur þannig við vissum strax að við værum komnar með sæti fyrir stólinn sem mér fannst æði og var því ekkert að stressa mig neitt í röðinni. En það er náttúrulega bara hægt ef það er laust, stundum eru vélarnar pakkaðar en það er alltaf reynt að koma á móts við mann :) 

Skiptitaskan – ef maður á ælupésa þá myndi ég taka með 2 fatasett bara til öryggis. Lea ælir, en við vorum heppnar að hún ældi ekki í vélinni og þurfti ég því ekki að skitpa um föt á henni, en lykilatriði að vera með aukaföt og nóg af þeim til öryggis! Tók aukaföt á mig, ef hún skyldi æla feitt á mig. Tók svo 2 taubleyjur, kúkailmpoka og NÓG af bleyjum. Var með um 10stk og skipti alveg á henni um 5x á leiðinni út, hún var svo mikið vakandi og var mjög busy að pissa og kúka 😉 Svo auðvitað bara nóg af blautþurrkum og svo eitthvað dót, þó hún hafi bara verið 7 vikna fannst henni gaman að glápa á flott og spennandi dót. Skiptitaskan var í raun handfarangurstaskan mín og hefði ég ekki viljað vera með meira með í vélina þar sem ég var auðvitað með barn og barnabílstól líka. Ég tók líka Manduca pokann með í vélina en það var algjör óþarfi, hefði mögulega vera must ef við hefðum ekki fengið sæti fyrir stólinn samt.

Það sem ég tók með fyrir Leu Þóru út:

Hún var mest megnis í stutterma samfellu í ferðinni. Ég tók með alltof mikið af fötum á hana! Þegar við vorum þarna þá var mjög heitt, ágúst er heitasti mánuðurinn á Tene og við vorum þarna frá 11. sept. Þannig að hún var aldrei í fötum, svaf 1x í náttgalla, 1x í stutterma samfellu en 8x bara á bleyjunni og með ekkert ofan á sér, það var það heitt og þannig leið henni best! Þannig að öll þessi fatasett sem ég tók með vöru óþarfi, hefði bara þurft samtals 4 sett með flugferðinni (1-2 í flugferðirnar, Lea var í sama settinu á leiðinni út og heim því hún ældi ekkert þannig þau voru enn alveg hrein á leiðinni heim). Ég hélt það yrði kalt á kvöldin og ég þyrfti að klæða hana í föt ef við værum að fara út að borða og svona en nei, alltaf var hún bara í stutterma samfellu og það var meira en nóg. Ef við vorum svo einhversstaðar með loftkælingu þá settum við teppi á hana. Betra að pakka minna segi ég og kaupa frekar föt á krílin úti ef það skyldi vanta, nóg af búðum út um allt 😉 En allavega, mæli með að taka helvíti mikið af taubleyjum, notaði alltaf taubleyju undir hana í hreiðrinu og í vagninum og til þess að þurrka ælu. Ég var með einhverjar 7 með mér en hefði alveg viljað hafa um 10 stk. Svo bara taka með NÓG af bleyjum, ég tók 3 pakka með út (hún var í stærð 2) og það komu ekkert svaka margar bleyjur með heim, 2 pakkar hefðu ekki sloppið. Auðvitað er hægt að kaupa bleyjur þarna úti, en ég fann ekki Libero og svo voru bleyjurnar líka bara dýrari en hér heima! Þar sem það er svo heitt þá nátúrulega drekka þau meira, svitna mikið og skila vel í bleyjurnar, þannig að ég t.d. var að skipta um bleyju allavega helmingi oftar þarna úti heldur en heima! Það er eitt sem mér fannst vera milljón prósent MUST að taka með og það var hreiðrið hennar! Hún svaf í því allar nætur og við tókum það með í garðinn okkar og hún gat því chillað í hreiðrinu sínu í “sólbaði” undir sólhlífinni og það var geggjað! Því hún nennti ekkert að hanga of mikið í vagninum. Tók einnig með nóg af svona undirlögum til að setja undir hana þegar ég var að skipta um bleyju, athugið svo að það eru oftast ekki skiptiborð á veitingastöðum þarna þannig ég skipti mjög oft á henni í vagninum og setti bara undirlag undir hana.

Það er sem svo algjörlega nauðsynlegt að kaupa þegar komið er til Tene (nú eða áður ef þið finnið hér heima sem ég efast um / pantið á netinu fyrirfram) er vifta á vagninn og sólhlíf. Vá hvað viftan bjargaði öllu. Viftan kom streymi á loftið í vagninum hjá Leu og þá gat maður labbað um áhyggjulaus, vitandi það að hún væri að fá smá kælingu og væri hreinlega ekki að kafna úr hita! Viftan kostaði 15 evrur og það þarf að hlaða hana og batterýið endist stutt og eins gott að mamma var með hleðslubanka, hann var nauðsynlegur þar sem við vorum oft lengi úti að labba út um allt og viftan hefði aldrei enst svona lengi og því kom bankinn alltaf til bjargar.

Og þið mömmur sem eruð að fara út og eruð með barn á brjósti þá er ég með mjög mikilvæg skilaboð til ykkar! Ég tók með mér alls kyns “Spánarföt” og ég notaði bókstaflega ekki eina svoleiðis flík, algjör óþarfi að eyða plássi í þessi föt. Maður er alltaf að gefa og það þýðir ekkert nema að vera í venjulegum bolum og hlýrabolum, annað er bara vesen. Það er amk mín reynsla. Reyndar tók ég með mér smá make up líka og opnaði ekki einu sinni snyrtibudduna. Einu snyrtivörurnar sem ég þurfti/notaði var svitalyktaeyðir, andlitskrem og svo sjampó og hárnæring. Splæsti ekki einu sinni í maskara á leiðinni heim, maður var orðin svo brún og sæt að það var engin þörf á að shine-a sig neitt upp 😉

3B91E7C4-81C2-4411-A236-A36FF5AD0960 2FFB2B44-5890-4262-98FE-535A315364E8 C45819F7-D1C7-4BA6-BA27-E277BD5C8BC4 AB180193-CED5-4EF6-98B9-F6F83D7BFDC9 EE8E0E1D-849C-48EA-A4FF-4B8F727A0CC8 FC5A40F0-2230-4F9D-8000-E4C864571256 000A386F-2371-4912-9EAA-766EE3FCE4C2 B8DEC2B0-9C0A-4CAF-A566-52E5A546A0F5

 En það sem við gerðum þarna úti var alls konar! Við löbbuðum rosalega mikið og út um allt. Við elskum að labba um á nýjum stað og fyrsta daginn gengum við 18 km, hvorki meira né minna. Það var minna um sólbað í þessari ferð heldur en ef maður hefði ekki verið með eina 7 vikna skvís með sér en við vorum því mjög duglegar að labba um og vera meira á ferðinni. En fórum alveg nokkrum sinnum í garðinn hjá okkur að tana en vorum ekkert svaka lengi, bara eins lengi og Lea nennti og fórum svo af stað þegar hún var ekki að nenna meir. Við leigðum bíl tvisvar sinnum. Keyrðum einn daginn til Adeje (frekar stutt frá) og hinn til Santa Cruz (c.a. 50 mín) og fórum þar í moll til þess eins að fara í Primark og sáum ekki eftir því þrátt fyrir að hafa lesið mikið af lélegum umsögnum um þetta Primark á netinu! Það er sem sagt bara ein Primark á Tene. Fórum nú í fleiri búðir líka í leiðinni, en í mollinu var slatti af alls kyns sniðugum búðum. Við mamma erum alveg stórhættulegar í búðunum saman. Svo er einhver götumarkaður á fimmtu- og laugardögum kl 9-14 og er hann á Adeje, þið sem eruð að fara til Tene endilega skoðið það, við versluðum alveg smá á markaðnum og það er alltaf svo gaman að kíkja á svona markaði :) 

Búðir sem við versluðum í og mælum með eru Primark, H&M, C&A (barnafötin) , Pull and Bear, Stradivarius, Lefties, Guess og Zara/Zara kids. Það eru tvær H&M búðir í göngufæri frá amerísku ströndinni og sú þriðja sem við fórum í var í Santa Cruz. Við versluðum alveg slatta og vorum mjög sáttar með þessar búðir! C&A er með æðisleg og mjög ódýr barnaföt, mæli endalaust með henni og einnig Lefties. Ég var aðallega að versla á börnin en verslaði smá á Arnór og örlítið á mig. 

Hótelið sem við vorum á heitir Family Garden og er íbúðarhótel, það var mjög fínt og á mjög góðum stað á amerísku ströndinni. Eina sem ég hef út á það að setja er að það er engin loftræsting á hótelinu! Það hefði verið snilld að hafa viftu inn í herbergi en það var vifta fram í stofu. Við (mamma hehe) keyptum ferðina í gegnum Vita og það var flogið með Icelandair.

54233613-C0F6-4F70-9BB9-60A1257E7421 B4F771F2-5103-435A-BA34-EA0B4EE93847 D225565E-31E2-43EC-A2EC-8BED95DAC416 1F11A543-3887-42CF-B588-8D9FDDC20154 56AC8DFB-592E-4D09-92B8-133AE412ED4A 8EB4CAF4-46D3-4F7F-94CF-4DE41C60CD0E 13412E95-E1B9-4F95-BA39-4A4084175E11 148DF252-7A04-4CE5-9F9E-E20E34DC4375

Neikvætt við Tene:

Langar aðeins að segja ykkur frá því að það er reykt ALLS STAÐAR þarna úti, það var að gera mig brjálaða. Það var án gríns eins og allir hugsi bara um rassgatið á sjálfum sér þarna úti þar sem fólk hikaði ekki við það að kveikja sér í einni glóðvolgri við hliðina á vagninum og bara alls staðar, já ég gaf mörgum illt augnarráð í þessari ferð og þurfti meira segja einu sinni að biðja einn asna að vinsamlegast færa sig þegar hann bókstaflega stóð 1 meter frá okkur og kveikti sér í, hann færði sig alveg heilan meter kauðinn. Þetta reykingadæmi fór mjög í taugarnar á mér og var það eina sem stuðaði mig svona þarna, ef það hefði ekki verið fyrir allar reykingarnar þá hefði ég verið mun duglegri að taka Leu upp úr vagninum þegar við vorum á röltinu en ég vildi reyna vernda hana frá þessum viðbjóð, hún var svo alltof lítil fyrir svona kjaftæði! Og fyrst ég er að kvarta.. þá er eitt annað þarna sem er alveg fáránlegt og er það aðgengi fyrir fatlaða og barnavagna, það er algjörlega ábótavant! Það er oft bara ekkert hægt að fara hingað og þangað því það eru bara tröppur sums staðar. En ég tók eftir því að á stöðum þar sem var nýlega byggt þá var þetta ekki svona, en á eldri byggingum þá var þetta yfirleitt alltaf svona. 

88D19C26-23CB-4CA3-AB28-C8573DCAB77E E131EC62-F024-4B43-934F-CC454EA4BB75 537510D3-94B8-41EA-BE90-1E91C5053E52 1BD064FD-EBE9-44B6-8AB1-6F93E5287B16 2B73F1EC-380E-46F9-B126-4639A9F5E576 AE24D5AB-CEAB-405E-A037-50E166F4090C BAE5D537-C3F9-4C6C-ACC6-15D3E4F85AD1 D9DE34BB-11C8-4088-8FAA-B27807C04634

 Að lokum langar mig að segja ykkur að mér fannst allur maturinn á Tene bara rosalega góður og langar mig að mæla með þremur stöðum: Namaste, hann er á amerísku ströndinni og var við hliðina á hótelinu okkar, og NAMMI, fáið ykkur butter chicken, omfg hann er SVO góður, það góður að við fórum tvisvar! 10 af 10 mögulegum. Þið bara verðið að prófa og þakkið mér svo bara síðar. Svo er það staður sem er líka á amerísku ströndinni sem heitir Gula, staður í fínni kantinum en samt ódýrt, allavega miðað við Ísland! Geggjað fínn matur og flottur staður, hefði viljað fara 2x og prófa annan rétt, en ég fékk mér kjúklingaspjót og franskar, mamma fékk sér karrý kjúklingarétt og vorum við báðar mjög sáttar. Svo er það Montaditos, þetta er staður sem er hjá H&M sem við fórum í, er í lítil verslunarmiðstöð (úti) og minnir að Starbucks hafi líka verið þarna. Þetta eru sem sagt svona smábrauð og omæ þau voru svo góð, það eru skrilljón álegg í boði og þú finnur þér bara þau álegg sem þú vilt. Svo pöntuðum við einhverjar kjúlla bollur með og franskar. Sjúklega góður hádegismatur en alls ekki fínn staður, bara nice skyndibitastaður sem ég gef 100% meðmæli.

83D7E632-FA80-4D3E-BE14-F1AD7220ED0C 31FD7767-71FF-47ED-9779-E9CFAF157C2C 6AE42BB8-5E20-49B4-8F0B-8EBDA3F91A11 B701A72C-B3F7-4CE1-A1B2-7830AF4EE208 97E35F42-1751-422E-8001-CB7C31C30A80 4A883817-8F0A-4C56-A9D0-EB9FF02FFF68 81801091-B2A2-43DA-8EC8-5EFADC78539F 32BEC787-9FC7-4C9E-8C6A-30FCE811A978 644C9F94-3BF8-43E7-9D72-AE6BA1873094 6842CC89-5D8B-4D6B-A621-4A0D749AADA8 79A071FB-0E3E-4908-BD56-A910DD67A408 C9DE261A-A70F-4180-B60B-4837E33B9010 79B5E959-B704-4C33-BE5D-8323BBD27C40 93F49486-8413-44F3-BA94-E2F3BC3F3213 FD164B01-954C-478B-AF43-88AE3D98586D 53893FAC-71A0-4E92-A339-D3595E950863 37A60EB8-D691-40F3-AF19-488579953C4E D379D783-7490-47EB-8E6F-433A2DBF1140 74E76C49-3BA5-4704-B341-332E9846C95B 4DAE3C24-975F-4A68-B09B-0FF716608D69

 

Þangað til næst..

𝒯𝒾𝓃𝓃𝒶

P.s. þið finnið mig á Instagram: tinnzy88

 

 

Afmælispartý Elínar Köru – Blíða og Blær þema

$
0
0

Elín Kara mín varð 4 ára þann 8. október og ákvað hún að hafa Blíðu og Blæ þema. Hún hafði líka Blíðu og Blæ þema í 2 ára afmælinu sínu og kom það mér á óvart að hún skyldi velja þetta þema aftur þar sem hún horfir aldrei á þessa þætti lengur, en auðvitað fékk drottningin að velja þema alveg sjálf og þá fór mamman á fullt að versla fyrir veisluna. Ég keypti allt á Tenerife, við mamma leituðum af partýbúð og fundum eina sem var í Santa Cruz og skelltum okkur í hana og fundum allt sem við þurftum.

Ég keypti glös, diska, skraut, dúk, skeiðar, litla Blíðu og Blæ “kalla” til að setja á köku og fann allt sem ég hafði hugsað mér að nota og notaði svo Blíðu og Blær dúkkur sem Elín Kara á til að skreyta enn meira. Allt þetta kostaði um 6 þús kr. Það mætti segja að Blíða og Blær hafi ælt yfir stofuna okkar þennan dag og þetta var sjúklega flott, þó ég segi sjálf frá.

Afmælið heppnaðist mjög vel og var Elín Kara hæst ánægð með hvað þetta var flott allt saman. Við buðum upp á alls kyns gotterí og græjaði mamma kökurnar, en hún er nýlega búin að kaupa sér tæki og tól til þess að gera flottar kökur og heppnaðist þetta fáránlega vel hjá henni og hefur hún nú verið ráðin sem veitingastjóri til frambúðar hjá mér og mun græja allar kökur hér eftir, sorry mamma þú sleppur ekki upp úr þessu.

Svo saumaði mamma auðvitað Blíðu og Blæ föt fyrir Elínu Köru og Leu Þóru, þessi kona sko…. <3

En við buðum upp á afmælisköku, marengsköku staf, súkkulaði “fjarka”, grænmetisbakka og ídýfu, kókoskúlur, túnfisksalat og kex.
HÉR er uppskriftin af kókoskúlunum, þær eru æðislega góðar.

Við vorum vön því að halda frekar stór afmæli og buðum bæði fjölskyldu og vinum, en þetta er orðið svo ótrúlega mikið af fólki að við ákváðum í des 2017 þegar Óli Freyr átti afmæli að prófa að halda bara fyrir fjölskylduna og höfum gert það síðan, bara mjög lítið og kósy. Kannski munum við seinna byrja að halda tvö afmæli, eitt fyrir fjölskyldu og annað fyrir vini, en annars finnst okkur mjög kósý og þægilegt að gera þetta svona og þá er ekki jafn mikið brjálæði í gangi. Fjölskyldan okkar er bara orðin svo stór og svo mörg börn að krakkarnir hafa ekki einu sinni fattað að við byrjuðum að bjóða bara familýunni :)

 

En hér koma myndir frá veislunni

8C334F1E-254A-488C-980A-1CBEF83F66CD

1FE1BB75-F62D-4A1F-8920-1686E7E3079D

73531A55-E2A6-42BF-8BA3-BA2F130D451D

3D6F0228-1808-47A1-9529-2FD6A8039ABC

3E6C4219-7872-41EA-B36B-F3B3F005DCDB

80499F86-A478-493C-9D9D-F514618C375C

6653058A-25CA-40F1-A9CB-27415DF6D58C

039DBD15-2C4E-4E78-A118-FCC794BA0D51

73DA1448-031A-4D68-BF9A-DB1BC7F02261

911E300E-E9D3-4AC3-8EAB-0CBF5E943E72

96A81773-6EF4-4CA8-80E3-234F71EF5535

7D0F2040-707E-4E0C-8F25-D1BE950465A1

3A57322D-28C8-4F62-B89E-6B01D2F61FE9

854861AE-AB16-421B-A3EC-41DA148B844F

F5E64A6F-5ACD-4E94-AA49-72D859812E8F

E46B7B7F-5463-4B6E-A6DE-C7F6C7C36ECF

5ABB7A70-F542-4CDC-BD34-F73E5BC24F7C

465E388D-F3FC-429B-B7A1-78F7FB80D0F5

7A6C8EA6-703B-4FF6-97FD-3E8A29DA6539

E1E62A1E-03CC-49EA-9154-7E413C08DA5E

22FEA437-6274-43C7-A962-999ABD3B1712

5F6AC7EA-5B1E-45C7-ABF3-C50D6F8233EE

0424D733-39FD-4FE1-A5E7-DDE7D6FE3A6A

377B3F11-9A25-42DD-88ED-BF0F0A520527

 

 

Þangað til næst..

𝒯𝒾𝓃𝓃𝒶

P.s. þið finnið mig á Instagram: tinnzy88

Góðir þættir á Netflix!

$
0
0

Mig langar svo að deila með ykkur þáttum sem eru á Netflix sem mér finnst góðir. Það eru neflilega þrusu margar seríur þarna inni sem mér finnst snilld að deila með ykkur og mun setja hér lista yfir þær seríur sem mér finnst góðar og að allir ættu að sjá! Ég meina, eru ekki allir með Netflix og vantar manni ekki alltaf eitthvað til að horfa á?

Hér kemur listinn og þið þakkið mér svo bara síðar….

-The Crown
Geggjaðir þættir um bresku konungsfjölskylduna. Ég viðurkenni að ég var ekkert spennt fyrir þessum þáttum og ákvað svo að gefa þeim séns, sé svo sannarlega ekki eftir því, þeir eru æði!



-Outlander
Mæli svo mikið með. 1 sería er geggjuð, 2 sería er lala og 3 sería er geggjuð. Þættirnir eru um konu sem ferðast óvart aftur í tímann og ég vil helst ekki segja neitt meira til að skemma þannig að ég bara gef ykkur loforð að þessir þættir eru mjög skemmtilegir!


-You
Geggjaðir þættir um sækó strák sem verður hrifinn af stelpu og fær hana á heilann….komnar 2 seríur og þær eru osom.

-Dead to me
Æðislegir! Um konu sem missir manninn sinn og líf hennar eftir það. Var ekkert sérlega spennt en þeir komu svo á óvart!


-Working moms
Bestu.þættir.ever. Þið bara verðið að sjá þessa! Gjörsamlega dásamlegir þærrir sem fá 10 stig. Skemmtilegir fyrir alla, ekki bara mömmur!


-Good girls
Góðir þættir um 3 konur sem eru í vandræðum og gera ýmislegt vafasamt og lenda óvart í alls kyns misgáfurlegum ævintýrum. Þessir þættir eru æði!


-Wanderlust
Mjög spes þættir. Vil alls ekki segja neitt mikið um þættina sem ég er að mæla með en þeir eru um hjón sem eru orðin smá þreytt á hjónabandinu og ýmislegt mun koma upp í þessum aðstæðum. Frábærir.


-Riverdale
“Unglingaþættir” smá vitleysa en mjög skemmtilegir!


-The Affair
Dramaþættir, frekar þungir. En góðir og öðruvísi.


-Friends from College
Þessir koma á óvart! Mjög skemmtilegir þættir um gamla vini og þeirra líf.


-What if
Okey mér fannst þessir þættir svo mikil sprengja! Þið bara verðið að sjá þá. Þeir komu ótrúlega mikið á óvart. Þættir með twisti og halda manni límdum við skjáinn þangað til maður klárar alla þættina!


-The Sinner
Er bara búin með 1 seríu en mæli svo mikið með!


-Jane the virgin
Ok, þessir þættir eru BESTIR!! 100 þættir samtals og þetta er veisla frá 1 þætti! Oh ég öfunda þá sem eiga þessa eftir! Ég var búin að vita af þessum þáttum í einhver ár og fannst þeir lúkka hrikalega óspennandi. Var einhverntímann veik heima og ákvað að gefa þeim séns og það var sko eins gott!


-When they see us
Svakalegir þættir um stráka sem eru kærðir fyrir nauðgun. Sannsögulegir. Magnaðir!


-Yummy Mummies
Nei sko, þessir….þeir eru ótrúlegir hvað get ég sagt. Raunveruleikaþættir, algjör steik. Um snobbaðar mömmur og líf þeirra. Meira segja Arnór hafði gaman að því að horfa á þessa vitleysu með mér. Bíð spennt eftir næstu seríu!


-Santa Clarita Diet
Þessir eru fínir. Mæli með þeim sem svona “horfa á tv og mönsa” þættir. Fínasta heilafóður.


-Breaking Bad
Það verða náttúrulega bara allir að horfa á Braking Bad. Uppáhalds.


-Ozark
Komnar 2 seríur af þessum og komu mjög á óvart, mæli svo mikið með. Um fjölskyldu sem flytur til Ozark og allt er frekar mikið í steik hjá þeim.


-Making a murderer
Stór furðulegt morðmál. Sannsögulegir þættir um mann sem er dæmdur í fangelsi fyrir nauðgun og morð, en ekki er allt sem sýnist. Möst að horfa á báðar seríurnar.


-Grace and Frankie
Æðislegir þættir um ellismellina Grace and Frankie. Æðislegir!


-After life
Þessir komu mér á óvart. Ætlaði ekki að horfa á þá því mér fannst þeir ekki lúkka spennandi en vinkona mín sagði að ég yrði að horfa og vá hvað ég er fegin. Þeir eru frábærir.


-Black Mirror
Ótrúlegir þættir. Munu “fokka” ykkur upp.


-You Me Her
Hafði lúmskt gaman af þessum. Um hjón sem bæta kærustu í hópinn. Hljómar steikt en gaman að horfa!


-Gossip Girl
Klassi!


-Friends
Enn meiri klassi.


Litstinn er ekki í neinni sérstakri röð, finnst allar þessar seríur snilld!

Jæja þá er það komið, ég hef séð mun fleiri seríur á Netflix en þetta eru topp 25! Og já ég horfi mögulega of mikið á sjónvarp greinilega, en það er annað mál.

Þangað til næst..

𝒯𝒾𝓃𝓃𝒶

P.s. þið finnið mig á Instagram: tinnzy88

Íbúðin mín – fyrir og eftir framkvæmdir og breytingar

$
0
0

Við Arnór höfum flutt óvenju oft á okkar tíma saman, en nú erum við hætt, amk í bili. Við fluttum sem sagt samtals níu sinnum á fimm árum og keyptum okkur 3x íbúð á 3 árum, en erum loksins komin í íbúð sem er nógu stór fyrir okkur öll og við erum búin að gera hana ótrúlega fína. Planið var svo að staldra við í c.a. 10 ár áður en við myndum kaupa hæðina/einbýlið/raðhúsið, sem er enn planið, þá eftir c.a. 7.5 ár ef 10 ára planið mun standa, en ef ég þekki okkur rétt þá munum við ekki ná 10 árum..

En við vorum ótrúlega heppin að finna þessa íbúð sem við eigum núna þar sem hún uppfyllti allar mínar kröfur:

-er á jarðhæð
-er með pall
-það er gluggi inn á baði sem er algjör plús (höfðum aldrei búið í íbúð áður með glugga inn á baði)
-varð að vera möguleiki að byggja “kisuparadís” svo kettirnir kæmust inn og út í búr eins og þau vilja og eru vöm
-og að lokum FJÖGUR svefnherbergi, sem var svona aðalatriðið. Því við nenntum EKKI að flytja aftur næstu árin og vissum að okkur langaði að eignast barn nr.3 á næstu árum og vildum hafa herbergi og pláss fyrir alla!
-ef ég væri að gera þessar kröfur í dag þá myndi ein krafan vera tvö baðherbergi takk fyrir! Ég meina, það er ekki hægt að fara í sturtu án þess að einhver þurfi að pissa eða kúka!

 

En við vorum alveg ákveðin í því að kaupa hana eftir að við skoðuðum hana og buðum strax í hana.

 

Fengum íbúðina afhenda í júlí 2017 og erum búin að vera í stöðugum framkvæmdum og breytingum síðan og nú rúmum 2.5 árum seinna erum við loksins hætt, í bili….
Það er bara eitt stórt verkefni eftir og það er að klára skipta um ofnana, 5 stykki eftir (sem eru upprunalegir), en það verkefni fær aðeins að bíða.

 

Það sem við erum búin að gera síðan við fengum afhent:

-nýjar flísar á gólfið í þvottahúsinu
-gerðum baðherbergið fokhelt og græjuðum það frá A-Ö
-létum mála eldhúsið, gluggakisturnar, gluggakarmana, tvo skápa og útidyrahurðina, allt hvítt
-skiptum út flísunum í anddyrinu
-létum setja upp vegg og hurð í stofunni til að græja fjórða svefnherbergið 
-máluðum allt þegar við fluttum inn
-nýjasta verkefnið okkar var geymslan, en það voru engar hillur í geymslunni og hún var bókstaflega á hvolfi. Nú eru komnar hillur og gott skipulag. Excel-Tinna er mjög ánægð með það!
-og alls konar meira “dúllerí” 

 

En ég ætla bara að leyfa myndunum að tala sínu máli núna og setja inn fyrir- og eftirmyndir af íbúðinni. Ég á alveg ótrúlega margar myndir frá öllu ferlinu og mun fleiri en ég set í færsluna, en læt þessar helstu fylgja með.

 

 

Baðherbergi fyrir
Verk í vinnslu.. (búið að skipta um glugga)
Eftir! Erum svo ánægð með þessar breytingar en þetta var eina rýmið í íbúðinni sem var gert fokhelt og allt græjað frá A-Ö.
Annað sjónarhorn
Eldhús fyrir
Verk í vinnslu..
Svona leit eldhúsið út þegar við vorum búin að koma okkur fyrir og græja allt NEMA að mála innréttinguna
Eftir! Við skiptum um bakaraofn, vask, blöndunartæki, borðplötu og helluborð þegar við fengum afhent. Svo létum við mála eldhúsið í fyrra í staðinn fyrir að rífa allt niður því innréttinginn er í fínu lagi. Og þvílíki munurinn, erum ekkert smá ánægð!
Gangurinn/forstofan fyrir. Við vildum mála þennan skáp, skipta um höldur, setja nýjar flísar og mála hurðina hvíta! Og munurinn er geggjaður.
Erum ekkert smá ánægð með þessa breytingu! 🙂
Svona var þvottahúsið. Það var einhver random sturta þar þannig að við tókum allar flísar af gólfinu og settum nýjar og tókum blöndunartækin og settum vask. En flísarnar á veggnum voru í góðu lagi þannig þær fengu að vera.
Eftir! Þetta er mjög basic þvottahús og semí allt í messi, allt eins og það á að vera 😉
Þetta er í fyrsta sinn sem við eigum þvottahús inn í íbúðinni okkar og það er algjör draumur.
Herbergið hennar Elínar Köru fyrir
Og eftir
Svona var herbergið hennar Leu Þóru þegar við fluttum inn (hún var auðvitað ekki til þá þannig við vorum með eitt auka herbergi þangað til hún fæddist)
Síðan breyttum við og ákváðum að setja rúm krakkanna þangað og hafa stærra herbergið sem leikherbergi..
Ooog svona lítur það út núna 🙂
Og þá er það herbergið hans Óla! svona var það fyrst. Svona skot út frá stofuni og þar var ég með make up aðstöðu og svo skrifborð.
Allt að gerast
Eftir
Aldrei of margar ofurhetjur ef þú spyrð mig..
Og þá er það hjónaherbegið!
Tadaaa
Stofan fyrir
Eftir
Enda þetta á að sýna ykkur fyrir- og eftir myndir af geymslunni
Ah hvað það var gott að klára þetta, tók ekki nema 2.5 ár að byrja og EINA kvöldstund að klára!!


Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra í bili. Ég var í svo langan tíma að gera þessa færslu og koma mér í að taka eftir myndir að ég bara skil ekki eftir hverju ég var að bíða. Þetta er allavega komið núna og mér fanst mjög gaman að gera færsluna og enn skemmtilegra að sjá sjálf breytingarnar á myndum, það er búið að fara ansi mikill tími í þetta, einnig ást, sviti og tár en við erum rosalega ánægð með þetta allt saman!

HÉR getið þið lesið færslu sem ég skrifaði stuttu eftir að við fluttum í íbúðina okkar og sagði frá flutnings ævintýrunum okkar.
HÉR getið þið séð færsluna mína með fyrir- og eftirmyndum af baðherberginu sem við gerðum fokhelt og græjuðum alveg frá A-Ö.

Þangað til næst….

Instagram: tinnzy88

TF

Hálskirtlataka á fullorðinsárum

$
0
0

Ég fór í hálskirtlatöku fyrir 9 dögum síðan og fannst tilvalið að skrifa færslu um það þegar klukkan er að verða 00 þar sem ég er búin að snúa við sólarhringnum í allri þessari rúmlegu.

Eftir að hafa fengið streptókokka í hálsinn 3x í röð ákvað ég að fara til HNE læknis og láta meta það hvort það væri ekki kominn tími á að láta fjarlægja hálskirtlana. Ég hafði fengið streptó áður, kannski 5x en þá yfir margra ára tímabil. En þegar ég fékk þá 3x í röð og þeir komu bara aftur og aftur 3-4 dögum alltaf eftir að ég kláraði sýklalyfin þá hætti mér að lítast á blikuna. Úff það er svo leiðinlegt að fá streptó!

HNE læknirinn sagði að það væri engin spurning, kirtlarnir ættu að fara burt, orðnir stórir og svampkenndir, jömmý. Þannig að hann gaf mér tíma 5. maí og svo var bara að vona það besta (þegar ég fékk tímann var nýkomið samkomubann). En svo var samkomubanninu breytt frá og með 4. maí þannig að ég komst í aðgerðina. Viðurkenni að ég var 0,0% spennt, en á sama tíma er illu best af lokið! Mig langaði neflilega að fresta þessu fram á haust því ég er í fæðingarorlofi, en er hoppandi kát núna að hafa drifið þetta af!

Ég veit ekki hvað ég fékk sendar margar hryllingssögur eftir að ég talaði um í story að ég væri að fara í hálskirtlatöku. Það virtust vera góðar líkur á því að bataferlið væri að fara vera hræðilegt. En þó að ég sé kvíðin manneskja þá á ég erfitt með að vera kvíðin yfir svona hlutum og er meira forvitin að vita hvort ég verði ein af þessum óheppnu eða hvort þetta verði bara allt í lagi?

En ég ætla að segja ykkur frá ferlinu og hvernig þetta hefur verið fyrir mig. Ég er sjálf búin að liggja á Google og lesa fullt um þetta, en fannst vanta fleiri reynslusögur á íslensku, fann bara eitthvað gamalt frá Bland.is!

Ég átti að mæta kl: 8 á Læknastöðina og vera fastandi. Svo fór ég í svona “aðgerðarföt” og lagðist á bekkinn. Ég fékk eitthvað róandi í æð og svo svæfð með grímu. Ég spurði fyrir aðgerðina hvað þetta tæki yfirleitt langan tíma og það er um hálftími. Svo bara var ég vakin eftir aðgerðina og var þreytt en leið alls ekki illa. Það er mjög misjafnt hvernig svæfing fer í fólk, sumum verður t.d óglatt og fara að æla, sem er ekki gott fyrir hálsinn eftir hálskirtlatöku. En sem betur fer leið mér bara vel, ég átti að chilla í smá stund, fékk smá vatn og svo ís. Svo bara mátti ég klæða mig og fara heim. Það þarf einhver að vera með manni því maður getur náttúrulega ekki keyrt eftir þetta þannig að Arnór beið frammi eftir mér (mátti ekki koma inn útaf Covid-19).

Ég ætla ekkert að fara út í dagana í smáatriðum en bataferlið mitt hefur vægast sagt verið frábært. Amk miðað við þessar hryllingssögur sem ég fékk sendar og las sjálf um á netinu. Þetta er neflilega mun minna mál fyrir börn, en sagan segir að því eldri sem maður er, því erfiðara verður bataferlið. En það á ekki við í mínu tilfelli, ég er 31 árs.

Ekki það, þetta er ógeðslega leiðinlegt og pirrandi ástand, ég er aum og ógeðslega svöng, en á sársaukaskalanum 1-10 er ég búin að vera 1-3!

En mig langaði til að deila með ykkur sem eigið eftir að fara í hálskirtlatöku, og sérstaklega ykkur sem eruð hrædd við að fara, hvernig mín reynsla var/er.

Talað er um að maður á að vera rúmliggjandi í 2 vikur. Læknirinn var mjög ákveðinn með það og ég auðvitað hlýði því. Maður verður að hvíla sig og leyfa þessu að gróa. Þó maður sé ekki að drepast þá getur farið að blæða við minnstu áreynslu og það vill maður svo sannarlega sleppa við.

Mikilvægast í þessu öllu saman finnst mér er að taka verkjalyfin eftir klukkunni! Ég tek eina týpu af lyfjum 4x á sólarhring og aðra týpu 3x á sólarhring, alltaf eftir klukku. Ef ég er sein að taka, sérstaklega fyrstu dagana, þá finnur maður meira til. Þannig að verkjalyfin og hvíld eru mjög mikilvæg atriði. Bara vera upp í rúmi og sofa og slaka á. Arnór tók orlof þessar 2 vikur svo ég gæti hvílt mig og jafnað mig almennilega og hann sér um heimilið og börnin.

Svo er mjög mikilvægt að drekka vel af vatni (gott með muldnum klökum) og öðrum vökva eins og ís. Svo er hægt að borða mjúka fæðu eins og kartöflumús og bollasúpur og svoleiðis. Bara passa að maturinn sé volgur eða kaldur, ég veit ekki spennó en hitinn er ekki góður fyrir hálsinn fyrstu 2 vikurnar. Mér var bent á að láta mjólkurvörur eiga sig fyrstu dagana þar sem það getur komið mjög vond lykt upp úr manni eftir svoleiðis mat þegar hálsinn er að jafna sig. Mikilvægt er svo að skola munninn vel eftir mat til að forðast sýkingu. Og svo á að bursta tennurnar 3x á dag.

Klósettferðirnar fara í pásu þegar maður borðar svona lítið (ég er t.d búin að missa 3kg so far). Þannig að ég keypti Magnesium medic töflur sem hjálpa til við það, mæli með því. Það er ekki gaman að stíflast líka, alveg nógu mikið vesen að vera svona aumur í hálsinum.

Svo er mikilvægt að það má ekki drekka/borða hvað sem er á meðan maður er að jafna sig! Það má ekki drekka appelsínusafa t.d og fleira, en ég gerði þau mistök á degi 6 að fá mér ananas í dós og ég hélt ég myndi deyja. Úff það voru erfiðar 10-15 mínútur. Það eru einhver ensím sem meiða mann ógeðslega mikið í sárunum þannig að það þarf að passa vel upp á að borða og drekka bara það sem mælt er með fyrstu 2 vikurnar!

En mig langar bara að hvetja ykkur sem eigið eftir að fara að drífa þetta af, sumir eru óheppnir og eiga mjög erfitt eftir þetta og aðrir eiga góða reynslu. Persónulega finnst mér mín reynsla mjög góð, en það er held ég því að ég bjóst við að þetta yrði eins og einhver hryllingssaga, bjóst við því allra versta en vonaði það besta. Ég er allavega 100% sátt og ánægð að vera búin í þessu og sé bara alls ekki neitt eftir því að hafa farið, er bara rosalega fegin! En flestir sem hafa farið og átt slæma reynslu myndu samt fara aftur því lífið eftir hálskirtlatöku á að vera mun betra fyrir okkur sem erum að grípa svona leiðinlegar hálsbólgur!

En fyrstu dagarnir eftir aðgerð eru erfiðastir og maður er máttlaus og svona. Man að ég fór í sturtu 2 dögum eftir aðgerðina og ég hélt ég kæmist ekki hjálparlaust úr sturtunni, rétt náði að klæða mig í nærbuxur og svo bara beint upp í rúm, með kaldan svita og leið ömurlega og fór að sofa. Svo kemur hrúður sem dettur af á degi 5-10 og þá getur blætt og maður er aumur, ég hef enn verið heppin hingað til og ekki hefur blætt en maður er aumur þegar þetta dettur af, eins og að vera með opið sár.

Það sem kom mér á óvart er hvað það eru ógeðslega margir sem eru bæði búnir í hálskirtlatöku og hvað það eru margir sem eru fullorðnir og eiga eftir að fara. Margir sem þora ekki en ætla sér að fara. Gerði nokkrar “kannanir” á Instagram og ætla deila með ykkur niðurstöðunum því mér fannst þær áhugaverðar!

Ég er allavega rosalega sátt og myndi allan daginn skella mér aftur, þetta er allt þess virði. Ég myndi bara byrja á því að fara til HNE læknis og láta meta kirtlana og taka ákvörðun út frá því. Vonandi hjálpar þessi færsla einhverjum sem er smeykur við að fara, alltaf gaman að lesa góðar sögur líka inn á milli!

Þangað til næst..

Æðislegar gardínur frá Aliexpress

$
0
0

Já þið lásuð rétt, frá Ali! Það hafa ótrúlega margir verið að spurja mig út í gardínurnar mínar og biðja um myndir og leiðbeiningar um hvernig eigi að panta, þannig að ég ætla að setja þetta allt saman fyrir ykkur hér 🙂

Ég er í hóp á Facebook sem heitir Skreytum hús. Ég elska að fylgjast með síðunni og fá hugmyndir þaðan.
Við fluttum í nýju íbúðina okkar í sumar og þurftum að kaupa gardínur. Ég fór að skoða alls konar tegundir hérna heima og mér brá heldur betur í brún þegar ég sá verðin í búðunum!
Svo mundi ég eftir því að hafa séð konu skrifa í Skreytum hús hópnum að hún hafi keypt sér gardínur á Aliexpress.
Ég hugsaði bara já, einmitt að ég ætli að kaupa mér gardínur þaðan. Ég elska að versla á Ali en mér fannst gardínur eitthvað aðeins meira mál heldur en dót og föt og þess háttar smotterí sem ég er vön að kaupa þaðan.

En svo sá ég fleiri og fleiri vera að mæla með þessum gardínum og sá myndir af þeim og heillaðist alveg, þannig að ég fór beint á Ali og sendi vini mínum honum David skilaboð (eða þú veist vinur og ekki vinur, hann var orðinn mjög þreyttur á mér í endann haha).
Löng saga stutt þá enduðum við á því að panta gardínur á alla íbúðina (5 stk í 4 glugga) fyrir heilar 43 þúsund krónur!!
Á meðan að EITT stykki í svefnherbergið hjá okkur kostar 44 þúsund krónur í búð hérna heima. Þær líta alveg eins út, nema mínar eru frá Ali 😉

Þær voru u.þ.b. 10 daga á leiðinni og voru sendar með hraðsendingu.

Ég var svo fegin þegar þær mættu á svæðið en á sama tíma skíthrædd að þær myndu ekki passa því ég var búin að vera hræra í þessu og mæla vitlaust og senda David baby endalaust af skilaboðum að breyta mælingunum mínum (ég er svo fljótfær að auðvitað mældi ég allt vitlaust fyrst) þannig ég var viss um ég væri alveg búin a klúðra þessu. EN svo komu þær og eru allar fullkomnar og vá hvað ég elska þær! 🙂

Það fyndna við þetta er að kostnaðurinn er c.a. svona: gardínurnar sjálfar 14 þúsund, sendingin 20 þúsund og tollur 9 þúsund.
Gardínurnar voru sem sagt hræódýrar, 5 stykki fyrir 14 þúsund! Pælið í þessum verðmuni..

Þær eru svo flottar og ég mæli með að skoða leiðbeiningarnar vel á Ali, en það þarf sem sagt að senda einkaskilaboð á fyrirtækið og senda málin og fleira (sjá leiðbeiningar-video á síðunni).

Myndir og linkur koma hér fyrir neðan.

https://www.aliexpress.com/item/Europe-USA-Canada-Israel-Mexico-quality-roller-zebra-blind-and-zebra-curtain-manufacture/1365635475.html?spm=2114.13010608.0.0.uHbykP

1

Eldhúsgardínurnar.

2

Stofugardínurnar. Svona lítur þetta út þegar maður er með dregið fyrir. Skuggarnir sem sjást er kisuparadísin sem er á pallinum 😛

3

Svefnherbergið okkar Arnórs. Finnst svo skemmtilegt að geta haft þær svona hálf niðri en samt svo bjart inni út af þær eru svona zebra 🙂

4

Barnaherbergið. Stundum er maður ekki í stuði til að hafa dregið frá þannig að mér finnst þetta æði. Það eru oft vinnumenn fyrir utan hjá okkur að labba framhjá þannig að ég er oft með þetta svona inni hjá þeim. Mjög bjart inni en samt dregið fyrir og erfitt fyrir þá sem labba fram hjá að sjá inn!

Já þar hafið þið það, ég get ekki útskýrt nógu vel hvað ég er sjúklega ánægð með þetta! Eitt sem mig langar að taka fram, þetta eru ekki myrkrunargardínur þannig að yfir sumarið þarf að vera með gardínustöng og gardínur yfir (eins og við erum með í barnaherberginu). En eins og er þá er þetta meira en nóg inn í hjónaherberginu því það er svo dimmt á kvöldin og á morgnanna þannig að við sleppum við að kaupa gardínur til að hafa yfir þangað til í maí c.a.

Vonandi eruð þið jafn vandræðalega spennt fyrir þessum gardínum eins og ég!
Það hafa margir verið að biðja mig um link þegar ég hef sýnt þær á mínu snappi þannig að núna verður æði að geta bent fólki á þessa færslu 🙂

Ég ætla að sýna þær almennilega á Fagurkera snappinu í dag! Svo þið getið séð líka “live.”
Notendanafn Fagurkera á Snapchat er einfaldlega “Fagurkerar” 🙂

Langar að bæta einu við: ég hef fengið ábendingu um að svipaðar gardínur fást hjá Rúmfatalagernum, þá ódýrar. Ég var að skoða aðrar búðir hérna heima sem sérhæfa sig í gardínum og þar voru þær svona dýrar. Við byrjuðum á því að kaupa okkur myrkrunargardínur í Rúmfó en glugginn okkar var einn t.d. 137 cm þannig að við keyptum 140 cm gardínur sem við héldum að myndu passa, en svo var ekki. Þannig að við þurftum að saga og klippa þær til og á endanum skiptum við yfir í þessar frá Ali því þetta kom eitthvað kjánalega út. Þannig að ég mæli alveg með því að prufa þessar úr Rúmfó en þar sem ég pantaði hjá Ali framleiða þeir nákvæmlega eftir lengd og breidd þannig að maður er að fá þær sérsniðnar 🙂

tt


Tinna – Kynning

$
0
0

Halló halló allir saman! 🙂

Ég heiti Tinna Freysdóttir & er 28 ára Hafnfirðingur.
Ég er með B.S. gráðu í ferðamálafræði og tók viðskiptafræði sem aukagrein.
Er gift honum Arnóri mínum sem er 25 ára Rafvirki.
Haldið ykkur fast, við kynntumst á Compare hotness, ok….meira um það síðar!
Við hittumst fyrst þann 19. febrúar 2011 (já ég er algjör dagsetningar perri) & 14. apríl sama ár ákváðum við að við værum kærustupar.
Við trúlofuðum okkur 14. apríl 2014 & giftum okkur 26. ágúst síðastliðinn, höfðum þetta súper einfalt, það kom prestur heim & gifti okkur. Svo fórum við á hótel í eina nótt en við ætlum að halda brúðkaupspartý í apríl 2017 & við hlökkum mikið til.

kynning-1

Við eigum tvö börn, Óla Frey, þriggja ára & Elínu Köru, eins árs.
Við eigum sem sagt einn þriggja ára prins & eina eins árs dömu, já það er mikið fjör á heimilinu! 🙂

kynning-20

Svo má ekki gleyma kisunum Dexter & Aríu. Okkur þykir alveg ofboðslega vænt um þau.
Dexter er fimm ára & Aría er tveggja ára. Ég varð bara að hafa þau með þar sem þau eru auðvitað partur af fjölskyldunni 😉

img_3183

Við búum á Völlunum í Hafnarfirði, keyptum okkur litla sæta íbúð í sumar & ætlum að njóta þess að vera hér áður en við þurfum að stækka við okkur (já það mun vera þörf á því, vegna þess að þetta er LÍTIL & sæt íbúð haha).
Við erum mikið fyrir það að hugsa um parktísk atriði & sparnaðarráð & sjáum lífið í rauninni sem level sem maður klifrar hægt & rólega í gegnum. Þannig við erum því mjög þolinmóð & tökum engu sem sjálfsögðum hlut.

 

kynning-19

kynning-3

tt

 

Baráttan við síðustu kílóin

$
0
0

Ég er að berjast við það að ná síðustu kílóunum af mér eftir að hafa eignast börnin mín.

Þegar ég var ólétt af Óla Frey þá þyngdist ég um TUTTUOGÞRJÚ kíló. Þetta var fyrsta barn og ég var lítið sem ekkert að spá í þessu, hélt að ég myndi bara eignast hann og búmm, verða eins og áður! (Ok, kannski ekki bókstaflega en hélt ég þyrfti nú lítið að hafa fyrir þessu).

Já kannski best að taka það fram að ég er alveg opin bók um það hvað ég er þung. Ég var 69 kíló þegar ég varð ólétt af honum og mjög ánægð með mig sjálfa og markmið mitt er einmitt að verða 69 kíló aftur eða helst aðeins neðar þannig að ég sé alltaf undir 70 kg. Ég veit alveg að kílóin skipta ekki öllu máli og oft litlu máli, en ég ætla miða við kg því mig langar til að vera jafn þung og ég var áður en ég varð mamma. Veit ekki af hverju, mig bara langar það 🙂

Ég var með mjög mikinn bjúg í lok meðgöngunnar og leið eins og hval haha. Ég pældi ekkert í matarræðinu og át mitt nammi, snakk og óhollustuna eins og hún leggur sig eins og ég fengi borgað fyrir það.. og auka salt takk! Svo er ég pepsi-isti, ég elska pepsi og ég var svona fíkill, allt eða ekkert og drakk BARA Pepsi, já ég viðurkenni það alveg.

img_9207nnn

Þessi mynd var tekin á aðfangadag 2013, missti svo vatnið kl 11 á jóladag.

Hann kom svo í heiminn (með bráðakeisara) og kg runnu af á örfáum dögum og ég hélt þetta yrði bara no problemmo. En nei svo kom stopp. Ég var dugleg í matarræðinu, ógeðslega dugleg að labba með vagninn á hverjum einasta degi en ég var bara föst í 72 kg. En ég var komin á gott ról í ræktinni og ætlaði að ná þessu.

Svo varð ég ólétt af Elínu Köru og ég vissi að ég þyrfti að byrja upp á nýtt aftur seinna. Þyngdist bara um 12 kg á þeirri meðgöngu, enda aðeins meðvitaðri um þyngdina, ætlaði ekki að þyngjast um meira en 18 kg helst (12-18 kg er normið fyrir konu í kjörþyngd minnir mig). Var mjög ánægð með þessi 12 kg (var samt alls ekki í neinni megrun eða neitt þannig, ég bara lá ekki ofan í nammipokanum haha) og ætlaði sko að detta í 69 kg sem fyrst.

img_7235

Þessi mynd var tekin nokkrum dögum áður en ég átti Elínu, ég var með lítinn sem engan bjúg þarna, enda sparaði ég saltið í þetta skiptið..

Hún kom í heiminn, með keisara alveg eins og bróðir sinn..maganum mínum og vöðvum hans ekki til mikillar gleði.

Ég var lengi föst í 75 kg en er smá saman að skríða niður á við eftir að ég ákvað fyrir 1.5 mánuði að það gengi ekki lengur að byrja og hætta í átaki eins og ég skipti um nærbuxur. Þetta verður að vera lífsstíll og maður verður að átta sig á því að þetta er ekki spretthlaup heldur maraþon. Ég veit það hljómar eins og gömul klisja en það er satt og strax og ég fór að vera þolinmóð og hugurinn var í lagi (lykilatriði) þá byrjaði mér að ganga betur!

Hún er eins árs núna og ég er að vigta mig 1x í viku og leyfi Snapchat fylgjendum Fagurkera að fylgjast með því á miðvikudögum, ég er að því til þess að peppa mig upp í að halda áfram að standa mig vel í matarræðinu og svo finnst mér sjálfri mjög gaman að fylgjast með fólki sem leyfir manni að fylgjast með sér í svona átaki. Hef fengið mörg skemmtileg skilaboð um að fólki finnist þetta mjög peppandi, að sjá mig vigta mig. Þetta er líka í blíðu og stríðu og stundum stend ég í stað eða er búin að bæta á mig nokkur hundruð grömmum, en þá girði ég mig bara og stend mig enn betur 🙂

Ég vil taka það fram að ég er ekki og hef aldrei verið í neinum öfgum. Ég reyni að borða hollt og svo er nammidagur á laugardögum og þá ét ég eins og svín, bókstaflega haha. Ég gæti þetta aldrei ef ég fengi ekki nammidag þar sem ég er algjör nammi- og óhollustugrís og nýt mín í botn á laugardögum og drekk mitt pepsi! <3 😀

Jæja ég ætla ekki að drepa ykkur úr leiðindum og hafa þetta mikið lengra en ég veit að það eru margar mömmur þarna úti sem eru að ströggla við kílóin eftir meðgöngu/r og það er bara mjög erfitt að skafa þetta af.

Langar að taka það fram að þyngd og BMI er það asnalegasta sem ég veit, en ég er sem sagt í ofþyngd samkvæmt BMI (sem mér finnst vera mjög fyndið) og verð enn í ofþyngd þegar ég er komin í draumaþyngdina?!?! EKKI taka mark á BMI elsku fólk 🙂 Markmið mitt er 69 kg og það léttasta sem ég hef verið undanfarin 10 ár var 65 kg og fólk spurði hvort ég vildi ekki fara fá mér samloku..samt segir BMI að ég megi vera 54-68 kg og kjörþyngd mín sé 61 kg ! Það er misþungt í fólki pundið og ég er klárlega með þung pund og ætla ekki að leyfa BMI sem er yfirleitt með sömu reiknivél fyrir konur og karla að láta mér líða illa yfir mér og mínum kílóum! 😉

Status: 71,5 kg.
Markmið: Undir 70 kg.
–> Going slow but steady!

Þeir sem vilja fylgjast með “Weigh in wednesday” (ég veit ég er lúði haha..) addið Fagurkerum á snapchat:  fagurkerar

P.s. einn daginn mun ég koma með færslu þar sem ég sýni fyrir og eftir myndir af mér, en ég ætla fyrst að ná mínum markmiðum áður en ég geri það 🙂

tt

Dásamleg skinkuhorn

$
0
0

Ég verð seint..nú eða bara aldrei..kölluð bakari. Ég er ekkert voðalega myndarleg í eldhúsinu og er stundum föst í því að gera alltaf það sama ef mér finnst það gott. En ég hélt upp á eins árs afmæli prinsessunnar minnar í október og ákvað að prufa að gera skinkuhorn þar sem að mig langaði rosa að vera klár í að gera svoleiðis seinna meir svo ég gæti skellt í skinkuhorn öðru hvoru um helgar fyrir börnin mín. Ég þoli ekki langar og flóknar uppskriftir og hvað þá uppskriftir sem innihalda eitthvað sem ég skil ekki. Ég baka kannski ekki fallegustu skinkuhorn í heimi en vá, þau eru góð!

Í afmælinu hjá Elínu Köru kláruðust þau á núll einni og svo gerði ég þau aftur í dag fyrir afmæli hjá frænku minni og þau slógu í gegn. Eina sem fjölskyldan talaði um er að passa að setja nóg af skinkumyrju og ég fann það líka, fannst ég setja nóg en það þarf alveg að setja slatta því myrjan einhvernveginn gufar upp þarna inni 😉

Ég sýndi á snapchattinu hjá mér í dag að ég væri að gera skinkuhorn og fólk er búið að vera rukka mig um uppskrift þannig að mig langar að deila henni með ykkur, ég er búin að gera hana núna 2x og þau voru alveg ótrúlega góð, í bæði skiptin þannig þetta var ekki bara heppni 😉 Mér finnst allavega alltaf gaman að sjá auðveldar uppskriftir sem ég sé að ég get leikið eftir og þetta er eitthvað sem allir ættu að geta gert, súper auðvelt og skemmtilegt að gera með börnum 🙂

Það sem þarf:

100 grömm smjör

18 dl hveiti

1 dl sykur

1/2 tsk salt

1/2 líter mjólk (ég nota léttmjólk)

1 bréf þurrger

Egg til að pensla hornin

Sesamfræ (ekki nauðsynlegt)

Skinkumyrju

Aðferð:

Bræðið smjörið í potti og bætið svo mjólkinni út í.
Salti, sykri og geri bætt við og pískað vel saman.
Hveitinu bætt við (mér finnst best að setja hveitið í stóra skál og hella þessu svo út í) og hnoða vel saman.
Síðan er best að fylla c.a. 1/2 eldhúsvaskinn af heitu vatni og setja skálina ofan í vaskinn og viskastykki ofan á og láta hefast í c.a. 30 mín.
Það er líka hægt að láta þetta bara hefast á borðinu með röku viskastykki yfir í c.a. 45 mín.
Síðan er deiginu einfaldlega skipt upp í nokkra parta og hver partur rúllaður í hring með kökukefli og skorið svo deigið eins og væri verið að skera pizzu. Smyrja svo skinkumyrju á breiða endann og rúlla upp á hverja sneið (rúllað út frá breiðari endanum).
Svo er hornunum raðað á bökunarplötu (þetta verða tvær plötur eða u.þ.b. 30 stk) og egginu er penslað á þau og svo eru sesamfræunum stráð ofan á.
Gott er að láta hornin standa í c.a. 10-15 mín áður en þau eru sett inn í ofn í c.a. 15 mín á 200 gráðum eða þangað til þau eru orðin fallega gullinbrún.

 tt

Ullarföt á börnin fyrir veturinn

$
0
0

Ég var búin að vera hugsa síðan í lok sumars að mig langaði rosalega mikið í falleg og almennileg ullarföt á börnin mín fyrir veturinn.

Ég elska hvað ullarföt í dag eru orðin flott, mjúk og manni klæjar ekki undan þeim.

Mér finnst svo mikilvægt að klæða börn í ullarföt undir sín venjulegu föt þegar það er extra kalt úti, en að hafa ullina nálægt húðinni tryggir það að barninu verði ekki kalt. En mér finnst algjört must að ullarföt séu flott þannig að það sé hægt að hafa börnin bara í þeim yfir samfellu/nærbol og nærbuxur þegar það er ekki það kalt úti.

Ég kíkti í Name It á mánudaginn og fann þar svo ótrúlega flott ullarföt og var svo ánægð að fá á bæði börnin alveg æðisleg sett!
Þau voru að fá nýja sendingu og það er mikið úrval hjá þeim. Ullarfötin eru úr Merino ull og þau eru létt og ótrúlega mjúk. Ég kolféll fyrir þeim því þau eru svo ótrúlega flott og krúttleg.

Ég tók bleik á Elínu Köru í 12-18 mánaða eða 86 (hún er 13 mánaða) og blá á Óla Frey í 3-4 ára eða 104 (hann verður 3 ára núna í des) og ég er svo ótrúlega ánægð með þessi föt og þau passa svo flott á molana mína! 🙂 Sá að það voru líka til m.a. grá, dökkblá og hvít.

Ullarfötin hjá Name It koma í stærðunum 56-152.

Ég mæli með að þið kíkið á úrvalið hjá þeim. Þessi ullarföt eru svo ótrúlega vönduð og flott.

Ég mun síðan sýna ullarfötin á Fagurkera snappinu í dag, notendanafn okkar á Snapchat er “Fagurkerar” endilega addið okkur 🙂

15027881_10154168698684422_4045683164188860799_n

Módelið mitt, mjög sáttur með nýju fötin 🙂

14925504_10154168698229422_8997687094272520615_n

Hversu sæt! ( fötin sko..og hún auðvitað líka 😉 )

14993441_10154168699234422_8088053570030019827_n

Gæti ekki verið ánægðari með þessi dásamlegu föt, þau verða sko mikið notuð í vetur! 🙂

15036166_10154168910124422_7171410159771420490_n

Færslan er gerð í samstarfi við Name It.

tt

tinna@fagurkerar.is

Fæðingarsögur mínar -að vera keisaramamma

$
0
0

Áður en að ég varð mamma var ég alltaf búin að sjá fyrir mér að það væri ekki séns að ég myndi fæða barn með gatinu þarna niðri, ég bara einhvernveginn vissi að ég myndi enda í keisara. Ég skil ekki af hverju þar sem ég var einhverntímann að hanga á Youtube og ákvað að horfa á nokkur keisara video (já ég veit ég er kex) og ég hugsaði bara guð minn góður ég myndi aldrei vilja fara í keisara því þetta er ekkert smá brutal og stór aðgerð!

Síðan verð ég ólétt að fyrsta barninu mínu honum Óla Frey og ég hafði aðeins tvö markmið þegar það kom að fæðingunni:

  1. Engin verkjalyf
  2. Ég ætlaði aldrei, aldrei, aldrei að enda í keisara!

c-section-birth-3

Síðan kom að þessu öllu saman eftir yndislega meðgöngu, allt gekk fullkomalega alla meðgönguna fyrir utan elsku brjóstsviðann sem var að drepa mig eftir 20 vikurnar c.a. og þangað til barnið kom út! En já ég var komin 39+1 og missi vatnið kl: 11 á jóladag. Ég hugsaði fyrst bara ómæ ég vil ekki að hann komi í heiminn á jóladag, hvaða annar dagur sem er takk bara ekki 24, 25 eða 31 des (var sett 31. des). Síðan fer ég niður eftir kl: 18 þar sem ég var farin að fá verki og hún staðfestir að þetta væri legvatn sem væri búið að vera að leka. Ljósan segir mér að fara bara heim og kom aftur þegar ég treysti mér ekki að vera lengur heima. Ég var komin aftur kl: 21 alveg að drepast. Ég var með mjög sterkar hríðar og var að fá 2 mín á milli takk fyrir. Þannig að barnið var alveg að fara koma sko..ok..ekki..?

Neinei. Ég er þarna alveg að drepast úr verkjum og alltaf með þessar blessuðu 2 mínútur á milli verkja en bara með einhverja 2 í útvíkkun þegar ég mætti….svo er staðan tekin aftur kl: 00 og þá er ég komin með 3 eða 4..frábært! Ég er við það að bugast því ég fékk alltaf bara þessar 2 mín í milli verkja og var búin að vera með þá í yfir 3 klst. Þannig að ég bið um glaðloft. Ó, elsku, fallega, góða glaðloft <3 Það bjargaði mér í svona klukkutíma. Mér leið eins og ég væri búin að fá mér fullkomið magn af áfengi og væri drukkin en samt ekki of drukkin. Allt í einu var þetta ekkert mál og ég hugsaði bara vá hvað þetta er að virka vel. Ljósan sagði að ég ætti að gefa andlitinu smá frí frá grímunni, þetta ætti að vera svona 50/50 dæmi, úps ég var BARA með hana á, þetta var svo gott haha. En síðan byrja hríðarnar að koma aftur..þannig að þær eiginlega duttu bara niður í svona klukktíma á meðan ég var með loftið, dem it! En jæja ballið hélt áfram og ég var við það að bugast kl: 03 eftir að hafa verið með verki síðan um daginn og 2 mín á milli í 6 klst. Þetta var svo spes, ég fékk mjög sterkja verki í svona 30 sek og svo hvíld í 2 mín á milli og omæææ ég hélt ég væri svo mikill harðjaxl og þyrfti sko enga deyfingu en eftir svona kvalir í svona langan tíma var ég andlega að tjúllast og heimtaði mænudeyfingu kl: 03, núna takk fyrir! Ég fékk mænudeyfingu og guð minn góður, þetta bjargaði öllu. Þarna hætti ég að vera verkjuð og náði að slaka á. Ég var þarna einhverju áður búin að fara ofan í baðið og leið eins og hval í fiskabúri, ískalt vatn og fannst þetta mjög glatað dæmi haha.

Þannig að þarna gat ég bara legið og chillað, var samt alveg ofboðslega þreytt þar sem líkaminn minn var alveg búin á því og rúmlega það. En málið var að ég var föst í útvíkkun. Loksins komin með 9 þarna einhverntímann seint um nóttina en alltaf var verið að bíða eftir fullri útvíkkun. Svo komst ég mest í 9,5 því það var einhver brú eða hvað sem þær kölluðu þetta fyrir.

Jæja tíminn líður og nóttin klárast og staðan er bara eins. Ljósan sem ég var með frá 00-08 fer þarna um 08 og ný tekur við. Það fyrsta sem hún gerir er að kalla á lækni því það voru komnar dýfur í hjartsláttinn á barninu (enda ekkert skrítið eftir allan þennan tíma, enda alveg að koma sólarhringur síðan ég missti vatnið og ég btw ekkert búin að sofa siðan!) og fæðingarlæknirinn sem var send til að kíkja á mig var einmitt líka að klára sína vakt en tékkar á útvíkkun og segir að nú verði bara að fara og ná í sogklukku! Ég hugsaði bara já ok frábært farðu endilega og rífðu mig á hol með einhverri sogklukku og ég ekki með neina rembingsþörf. En þessi læknir klárar vaktin sína og þá kemur my savior! Hildur Harðar mætir á vakt og tékkar á útvíkkun og segir á núll einni “Jæja Tinna, við þurfum að ná þessu barni út núna, þú veist hvað þarf að gera er það ekki?” Þá segi ég jú, ég hélt auðvitað að plan sogklukka væri enn on en svo bætir hún við “við erum að fara beint í keisara.”

Ó FOKK Ó FOKK! Ég segi bara “Já.” Enda alveg búin á því og barnið þurfti að komast út núna.

Mér er strollað inn og hægt að byrja strax þar sem ég var nú þegar með mænudeyfingu þannig að það var bara bætt vel á hana. Þetta tók ekki langan tíma og aðgerðin gekk vel. Samt hríðskalf ég og grét allan tímann, gjörsamlega búin á því og bara í áfalli eftir þetta allt saman.

Svo fæðist drengurinn (kl: 10:11, 26. des 2013) og ekki mátti seinna vera því hann fæddist líflaus og slappur og það þurfti aðeins að hrista hann til, en svo kom kröftugur grátur og hann fékk fullt hús stiga og þurfti ekki að fara á vöku eða neitt! 🙂 Gátu ekki verið vaktaskipti fyrr!? En ég vill meina að ef Hildur hefði komið fyrr hefði ég farið í keisara fyrr því ég var alltof lengi föst með 9 í útvíkkun og ekkert að frétta í rembingsþörf + einhver brú fyrir.

Þetta var hrikalegt, að fara í keisara er massa aðgerð og maður er alveg vel verkjaður í 1-2 vikur (auðvitað einstaklingsbundið!). Ég náði ekki alveg að tengjast gullinu mínu eins og ég hefði átt að gera (held ég) fyrr en eftir svona tvo daga. Ég var gjörsamlega búin á því og svefnlaus og Arnór, maðurinn minn sá mest megnis um að klæða hann og skipta á bleyjum þangað til við komum heim tveimur sólarhringum eftir fæðinguna.

En svo kom tengingin strax og við komum heim og brjóstagjöfin fór að ganga betur. Over all þá er ég rosalega þakklát að ekki hafi farið verr og ég er þakklát fyrir Hildi Harðar að hafa fattað það strax að ég þurfti að komast strax í bráðakeisara! Ég held að hún hafi bjargað stráknum mínum og hef oft hugsað til þess með kvíðahnút í maganum hvernig þetta hefði farið ef ég hefði átt að fara rembast með enga rembingstilfinningu og svo sogklukku, ég er svo þakklát fyrir keisarann! <3 Ég hef líka hugsað um það hvað ef þetta hefði verið á tíma þar sem keisari var ekki í boði, fyrir mörgum mörgum árum..þá hefðum við kannski bæði dáið eða annað hvort okkar.

Jæja nóg komið um fyrri keisarann en sagan með seinni er styttri, enda ekki jafn dramatísk! 😉

Þegar Óli Freyr var eins árs, réttara sagt bara á eins árs afmælisdeginum ákváðum við að við vildum annað barn. Ég pissa á prik rúmum mánuði seinna og Elín Kara er komin í ofninn 🙂 Ég fór að hitta ljósuna í fyrsta mæðraskoðunartímann og við bókum svo fund með fæðingarlækni (sem er alltaf gert eftir keisara). Þegar ég var komin einhverjar 28 vikur hitti ég fæðingarlækninn og það fyrsta sem hún spyr mig er hvort ég vilji keisara. Ég segi bara nei takk og að ég vilji reyna sjálf, enda ætlaði ég mér alltaf að gera það. En svo kemur sá dagur að ég er komin 40 vikur og einn dag, ég bjóst aldrei við því að ganga fram yfir og á tíma í mæðraskoðun og ljósan sér á mér að ég er orðin verulega stressuð og spyr mig einfaldlega hvort við ættum að hringja í fæðingarlækninn og spurja hvort það sé ok að ég fengi að fara í keisara. Ég segi strax já og fékk tíma 3 dögum seinna. Planið var s.s. að ef ég myndi fara af stað fyrir þann tíma myndi ég reyna sjálf, annars myndi ég mæta 8. okt í keisara þá komin 40+4.

Þannig varð raunin og ég mætti eldsnemma upp á Landsspítala í valkeisara þann daginn. Þessi keisari var allt öðruvísi heldur en hinn. Í fyrsta lagi tók svona hálftíma að deyfa mig, því nálin komst aldrei á réttan stað og ég var við það að springa því maður er alveg kraminn saman í keng þegar það er verið að stinga mann. En svo kom það og ég leggst niður og byrja auðvitað að hágráta. Veit ekki af hverju en þetta er bara tilfinning sem hellist yfir mann, eða mig allavega 🙂 Aðgerðin gekk ekkert alltof vel og Elín Kara vildi eiginlega ekki koma út og það þurfti svolítið að hjakkast á mér, við erum að tala um það að það var einn gaur að þrýsta og ýta ofarlega hjá rifbeinunum og læknirinn að reyna ná hausnum á henni þarna ofan í..mjög fyndið því hún vildi bara alls ekki koma út og var að snúa hausnum frá höndunum á lækninum haha og ég var öskrandi á tímabili, mjög dramatískt. Og á einum tímapunkti heyrði ég læknana tala saman um hvort það væri ekki bara best að svæfa mig og ég öskraði strax bara ónei þið eruð sko EKKI að fara svæfa mig..þau sögðu mér bara að slaka á haha að þau væru bara að skoða alla valmöguleikana, en sem betur fer þurfti ekki að svæfa mig. En svo kom hún í heiminn kl 11 þann 8. okt 2015, þessi elska og það sem var svo skrítið er að ég fann strax yfirþyrmandi tilfinningu um að ég elskaði hana svo ofboðslega mikið. Ég held það sé vegna þess að ég vissi alveg hvað ég var að fara ganga í gegnum í þetta skiptið 🙂 Ég ætlaði sko að fá að skipta á henni og klæða og bara allt takk! Sá alltaf svo eftir því að hafa misst af því með Óla Frey fyrstu tvo dagana!

smimage

Ég var betur í stakk búin að jafna mig eftir þennan keisara og alveg tilbúin í brjóstagjafaslaginn sem byrjaði svo brösulega með Óla Frey, en það er efni í annan þráð! En hann var á brjósti til 9 mánaða og Elín Kara til 7 mánaða, þau hættu bæði sjálf 🙂

P.s: ef þið lendið í keisara elsku þið, ekki hika við að gefa barninu ykkar smá ábót á spítalanum.
Það er hægt að gefa þeim í gegnum sprautu og leyfa þeim að sjúga litla puttann í leiðinni þannig að það skemmir ekkert brjóstagjöfina. Mjólkin er oft lengur að koma eftir keisara og eftir báða mín keisara voru börnin mín svöng. Ég ætlaði ekki að klikka á þessu eftir annað barn en gerði það samt, ætlaði bara að galdra mjólkina fram en ég skal vita betur næst!

P.s.2: ekki gera nákvæmt plan og hugmyndir um fæðinguna, verið opin fyrir því að allt getur gerst og stundum þarf maður að fá smá hjálp og það fer ekki alltaf allt eins og maður vill eða ætlar sér. Maður spilar bara með því sem þarf að gera til að allt gangi upp, allt er gott sem endar vel 🙂

Jæja ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra en langar að koma einu frá mér, að fæða barn með keisara er ekkert lélegra eða minni fæðing heldur en að fæða “náttúrulega.” Fyrri keisarinn minn bjargaði hugsanlega lífi Óla Freys, allavega heilsu hans er ég alveg viss um. Stundum þarf inngrip og það getur verið lífsnauðsynlegt og ég er stolt keisaramamma og ætla mér að eignast eitt barn í viðbót og þá verður þetta ekkert flókið, ég mun panta tíma í keisara og verð svo þreföld keisaramamma <3

Ætla enda þetta á mynd af keisarakrúttunum mínum 🙂

13627187_10153898308329422_1381042967766877519_n

tt

tinna@fagurkerar.is

Viewing all 87 articles
Browse latest View live